28 janúar 2006

Undarlegir ávanar eða almenn skringilegheit

Að beiðni félaga míns í ráðvillu, hennar Völlu, hyggst ég hér ræða um nokkra undarlega ávana og taka þannig þátt í spænskum bloggleik. Í leiknum skal velja fimm atriði fram yfir önnur og hélt ég þá í byrjun að það gæti reynst mér býsna erfitt því líf mitt væri að miklu leyti samanpúsl af skrýtnum ávönum! Sérstaklega er rútínan á morgnana og kvöldin í föstum skorðum þegar ég er heima hjá mér (annars staðar fer ég einfaldlega eftir þess-staðar-siðum). Þó er það svo með sumt af þessum litlu hlutum í lífinu að mig langar ekkert til básúna um það á netinu svo að á endanum var valið auðvelt:
  • Andlitstog - þetta hef ég stundað af miklu kappi frá fæðingu.


    Ekki man ég hvaða hluti andlistsins varð fyrst fyrir valinu en nefið hefur trúlega átt lengsta tímabilið. Það togaði ég til og frá eins og aðrir toguðu út úr sér tyggigúmmí uns móðir mín og systir kær urðu áhyggjufullar fyrir mína hönd, töldu mig spilla framtíðarmöguleikum á makaleitarmarkaðnum og gripu því í taumana. Nefið hefur jafnað sig ágætlega og ég get ennþá breytt lögun þess eins og ég vil eftir skapi þá og þá stundina. Í stað neftogsins tók ég til við að nudda dautt skinn af vörunum, róta í augabrúnum og kippa í augnhár. Ég reyndi um tíma að hætta þessu fyrstnefnda (að ósk mömmu) því það átti að greiða leið sýkla inn í líkamann og valda veikindum (mér þykir fátt leiðinlegra en að vera veik) en eftir að hafa séð efnafræðisýningu í Köln haustið 2003 þar sem rætt var um hollustu kossa og hún rakin m.a. til þess að þær u.þ.b. 30.000 bakteríur sem berast milli í hvert skipti styrkja ónæmiskerfið ákvað ég að það væri ágætt að styrkja ónæmiskerfið með svolitlum sýklaskammti stöku sinnum.



  • Appelsínugult + Svart - litasamsetning sem var áberandi í martröðum þegar ég var lítil.


    Síðan þá hef ég forðast þessa liti hvorn um sig að mestu og samsetningu þeirra ALVEG. Fái ég að gjöf eitthvað með þessum litum þakka ég pent fyrir mig og gef svo systur minni það. Hún hefur nefnilega ekkert á móti litasamsetningunni svart/appelsínugult. Ef þetta var síðan eitthvað sem mig virkilega vantar, þá jafnvel útvega ég mér það í öðrum litum!

  • Brjóta mynstrið - ímyndið ykkur mann sem stígur aldrei á strik...


    ...en breytið svo þannig að það verði aldrei NEMA í svona hvert hundraðasta skipti! Iðulega dett ég ósjálfrátt inn í ákveðið munstur við það að gera sama hlutinn oft. Þetta á t.d. við um að nota alltaf sama skápinn í sundi eða leikfimi, stíga ekki á strik eða sprungu á gangstéttinni eða flauta alltaf í sömu röð gegnum verkin sem ég á að spila þá vikuna. Nema hvað, ég brýt alltaf mynstrið meðvitað á einhverjum tímapunkti! Beini sjálfri mér í annan skáp, rugla verkunum á nótnastandinum, stíg á strik á gangstéttinni, tek nokkur valhopp óforvandis á leiðinni í skólann, kem mér fyrir á bak við strætóskýlið einn morguninn o.s.frv. Tíðni þessa meðvitaða mynsturbrots er misjöfn eftir athöfnum. Rugl á nótnastandinum kemur til að mynda mun sjaldnar fyrir en skápaskipti. Sumt af þessu er síðan hætt að vera meðvitað. Þegar ég hef þagað lengi fer ég ósjálfrátt að söngla, humma eða blístra einhvern lagstúf og tek ekkert eftir því fyrr en einhver sussar á mig. Einnig get ég ekki setið lengi kyrr í sömu stellingu heldur er alltaf á einhverju iði. Þetta með sönglið hefur þó sem betur fer ekki oft gerst á bókasafninu, það virðist sem einhver bremsa fari þar í gang og ég fer þá frekar fram reglulega til að ná mér í vatn og humma svolítið í leiðinni.

  • Borð(ó)siðir - skil ekki hvaðan ég hef þetta!

    Mér hafa sannarlega verið kenndir góðir siðir allt frá því ég var á Barnaheimilinu Ósi en samt sem áður er þetta nokkuð sem ég fæ hvað oftast athugasemdir um. Ég ku smjatta, söngla og almennt hafa hátt þegar ég matast og yfirleitt er auðvelt að sjá hvar ég sat við matarborðið því sá hluti er sem orrustuvöllur að lokinni sprengjuárás. Matur er almennt mjög óþægur í mínum höndum - sósur og súrmjólk spýtast út í loftið, kex brotnar og áleggið rúllar til allra átta. Helsta skýringin sem mér dettur í hug er að ég tali of mikið þegar ég borða og gleymi að einbeita mér að matnum. Oft gleymi ég líka hve óheillavænlegt það er að tala með fullan munninn, að ég tali nú ekki um hvað ég hef litla tilfinningu fyrir því hvað teljist viðeigandi að ræða um yfir matnum (kannski er þetta einhver partur úr frummanni í mér - ég segi sögu sem veldur því að hinir missa lystina og þá er jú meiri matur eftir handa mér!)


  • Áhugi á fólki - þetta hljómar ekki sem verst en þegar ég er að kynnast fólki er ég yfirleitt mjög áhugasöm um þessa nýju manneskju og veiti henni fyllstu athygli, t.d. í samræðum. Þá hefur sá misskilningur oftar en ekki komið upp að ég sé að reyna við viðkomandi! Obbobobb...

Að lokum ætla ég að koma sjálfri mér allverulega á óvart og bjóða lesendum að svara eftirfarandi spurningalista í 15 liðum

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkir þú mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

21 janúar 2006

Sannleikur, traust, ótti og grimmd

Varúð: hér verður fjallað um myndina Caché. Ef þú ætlar að sjá hana þá langar þig hugsanlega ekkert til að lesa þennan pistil fyrr en að bíóferð lokinni (þó ekki sé raunar ljóstrað upp neinu stórvægilegu).

Það er aldrei að vita hvað kemur út úr skyndihugdettum séu þær á annað borð framkvæmdar. Fékk eina slíka um að fara á franska kvikmyndahátíð í gærkvöldi. Salurinn var þéttsetinn en ég tók samt ekkert eftir poppskruðningum og gemsahringingum. Annað hvort hefur það tengst háum meðalaldri í salnum eða þá því að myndin hafi verið svo sterk að ég ekki tekið eftir neinu öðru! Hún alla vega byggði upp það mikla spennu að ég átti erfitt með að sitja kyrr í sætinu, sérstaklega af því að atburðarrásin var fremur hæg og raunveruleg (að hluta var hún svona raunveruleg einmitt af því að hún var hæg - þannig er það jú yfirleitt með spennandi og/eða ógnvekjandi hluti í raunveruleikanum).


Það var nánast ekkert fyndið í myndinni til að létta á spennunni. Ein góð skemmtisaga sögð í matarboði og tvisvar brosti ég svolítið að skondnum smáatriðum sem ég raunar efast um að öðrum í salnum hafi þótt fyndin. Annars var það bara spenna. Fylgst með fremur dæmigerðri fjölskyldu (foreldrar á framabraut, stress og tímaskortur og 12 ára strákur) sem verður fyrir því að nafnlausar hótanir berast þeim á formi myndbanda.

Smátt og smátt var vísbendingum otað að okkur áhorfendum en þó í slíkum hrærigraut að fæstir hafa væntanlega haft nákvæmlega sömu grunsemdirnar. Hápunkturinn kom rétt undir lokin en endirinn skildi allt eftir opið. Þessi mynd verður því væntanlega ekki sýnd almennt vestanhafs - ein ástæða þess að ég laðast að kvikmyndahátíðum er einmitt sú að myndirnar eru ekki samkvæmt "amerísku formúlunni" eins og flest annað (meiriparturinn að mínum dómi rusl) í bíóhúsunum árið um kring.


Það má lengi rökræða hver hafi verið nafnlausi hótandinn og hvað hafi gerst eftir að "endinum" sleppti en hvað sem honum líður þá var það nú kannski ekki hann sem öllu máli skipti - já eiginlega var það bara aukabónus á allt það hugsanager sem flaug um í kollinum mínum - og það er jú tilgangur margra góðra mynda: að vekja til umhugsunar.

Til dæmis um það hve 6 ára krakkar geta verið óendanlega grimmir! Já og hvernig þeir réttlæta gjörðir sínar fyrir sjálfum sér og öðrum og bæla niður minningarnar af þeim. Líka um traust milli fólks - hvað traust þýðir - og um það að segja sannleikann. Þetta var með öðrum orðum ágætismynd.

----------------------------------------------------------------------------

Skólinn er sannarlega kominn á skrið. Mér er gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ég fer að því að vera "komin eftir á" að loknum tveimur vikum! Svona er víst ástatt fyrir flestum. Ákvað reyndar að skipta úr Ólínulegri bestun yfir í Grannfræði þegar vika var liðin af báðum námskeiðum en það skýrir ekki allt.


Nú í vikunni fengum við verkefni fyrir samæfingar í stærðfræði. Það er skyldukúrs og eins konar ígildi B.S.-verkefnis: fyrirlestrar og ritgerðir sem við skrifum. Mér leist til að byrja með ekki svo vel á verkefnin sem flest voru á sviði líkindafræði og stærðfræðigreiningar en í ljós kom að lítið mál var að koma með nýjar tillögur að verkefnum og munum við Gummi Hreiðars fjalla um skiptingar (partitions) - spennandi!

----------------------------------------------------------------------------


Ég er annars farin að hlakka mikið til Lapplandsferðarinnar í byrjun febrúar. Þar mun ég m.a. læra skyndihjálp, sleðabrun, göngu á tveggjamannaskíðum og mýrarsafarí. Norrænt samstarf er svooo skemmtilegt! Nú er líka búið að slá því föstu að ég get heimsótt Láru Rún frænku mína í leiðinni. Hún er Erasmusnemi þessa önn í Uppsölum í Svíþjóð og við þurfum einmitt að gista eina nótt milli fluga í Stokkhólmi - heppilegt að geta þá bara skotist til hennar og gist á gólfinu í kommúnunni þar sem hún býr. Uppsalir eru nefnilega jafnlangt frá Arlanda-flugvelli og Stokkhólmur.

14 janúar 2006

Ringl

Jólafríið þaut hjá með vinum, ættingjum, svefni og góðum mat og byrjun nýja ársins hefur einkennst af litlum svefni, flugvöllum, mikilli hamingju, prakkaraskap og óreiðu. Eins og venjulega er ekki lítið á dagskránni - þrjú stærðfræðinámskeið, tvö þýskunámskeið, blokkflaututímar, samspil, tvö tónfræðanámskeið, formennska í Nordklúbbnum eftir auka-aðalfund þar um, ferðalög til Lapplands, Þýskalands og Spánar, kennsla og svo mætti lengi telja. Þetta leggst allt vel í mig og verður ennþá betra þegar tak hefur náðst á óreiðunni og skipulag komið á hlutina! Mér finnst óreiða reyndar ágæt inn á milli en til lengri tíma þykir mér betra að hafa yfirsýn yfir allt, forgangsraða og svoleiðis. Ætli þetta gengi líka nokkuð upp hjá mér öðru vísi? Jah, ég skal ekki segja...

11 janúar 2006

Jiminnsann

Ætli það hafi ekki verið fyrir um ári síðan að ég heyrði viðtal í Speglinum, þeim mæta útvarpsþætti, við eiganda "gulrar pressu" í Ástralíu, Bretlandi og fleiri löndum. Í umfjölluninni var greint frá mörgum sjálfsmorðum tengdum "frétta"umfjöllun blaðanna. Eigandi þessi var, að mér fannst, siðblindur, ókurteis, hafði engin rök og beitti bara fyrir sig skítkasti. Tilgangurinn með þessari umfjöllun var að vekja fólk til umhugsunar um sorpbleðlana á okkar ástkæra ylhýra. Okkur grunaði held ég alveg hvert stefndi, eða hvað haldið þið? Nú er bara spurningin hvort okkur takist það sem þeim í útlöndum tókst ekki, sumsé að drepa drullublöðin.

02 janúar 2006

Annáll fyrir vini og ættingja

Þá er enn eitt viðburðaríkt árið liðið og nú er meira að segja farið að sjá fyrir endann á grunnnáminu í Háskólanum! Árið 2005 hófst með sjálfboðavinnu á skandinavísk-frönsku stærðfræðiþingi sem haldið var í Reykjavík. Það er merkilegt hve fyrirlestrar um efni sem er þó nokkuð ofar skilningi manns geta samt verið fróðlegir og áhugaverðir! Ég var í fullu námi og gott betur í stærðfræði, þýsku og blokkflautuleik. Eins og þið vitið get ég samt aldrei látið nóg nægja og var á fullu við ritstjórnarstörf samhliða þessu. Við vorum fjögur í ritstjórn Verpils, tímarits stærð- og eðlisfræðinema, sem kom út á vordögum eftir mikið taugastríð (uppsetjarinn lifði í annarri tíma-vídd en við ritstjórnar-fjórmenningarnir). Í janúar gafst tími til skíðaferðar Stiguls, félags stærð- og eðlisfræðinema, þar sem brunað var niður brekkur og kíkt í morgunmat til afa og ömmu á Akureyri.

Vala Kolbrún lagði lönd og haf undir fót fyrripart ársins svo blokkflautukvintettinn var kvartett. Við höfum sjaldan verið duglegri í spilamennskunni og lékum bæði á tónleikum, í afmæli og útskrift. Við Lára fengum líka tækifæri til að spila með hljómsveit og svo fann ég mér frábæran spilafélaga, hana Sif sellista, í kammerverkefni sem gekk framar vonum. Vala kom aftur í haust en við fengum ekki að vera kvintett lengi því Snæbjörn er á leið í heimsreisu nú í lok janúar. Við náum nú samt alltaf aftur saman öll á endanum og nú bíðum við bara eftir að nýjar endurreisnar-blokkflautur komi í hús því að þá verður spilagleðidjammað! Á vorönn tók ég einn samþjappaðan tveggja vikna þýskukúrs úti í Tübingen og kynntist þá betur þýskufélögunum. Það var alveg brjálað mikil vinna, stuð, gleði og gaman. Náði líka að hitta Láru Rún frænku mína og gisti hjá Liane og Susönnu sem ég hafði ekki séð í fimm ár, eða síðan ég var au-pair í Hannover. Nokkrir nemendur sem við kynntumst í Tübingen komu svo til Íslands á móti. Fyrst komu Sascha og Stefan um páskana og tókum við Guðrún þýskufélagi þá í frumsamda leiðsögn um Suðurland.

Sarah kom svo í sumar og þá var Reykjanesskaginn tekinn fyrir. Bæði Lára Rún og Inga, frænkur mínar frá Þýskalandi, komu líka til Íslands í sumar til að ferðast og æfa sig í íslenskunni. Fyrir utan Suðurlands-ferðalagið fór annars páskafríið í lestur algebru II. Þessi kúrs bjargaðist með samstilltu átaki algebruhóps Önnu Möggu, Bjarna, Svenna og Gríms sem hittist til að lesa og spekúlera í afstrakt stærðfræði, elda saman, spila og fleira. Í tölulegri greiningu voru líka góðir vinnufélagar, Eyvindur og Tobbi, og mun seint gleymast þegar við kláruðum verkefni á síðustu stundu og létum það síðan í rangt hólf enda sjálfsagt orðin rangeyg af þreytu undir lokin. Hugi frændi fermdist borgaralega í vor - mikið líður tíminn hratt! Ég fékk að fara á athöfnina sem var geysiflott og skemmtileg. Auðvitað myndi ekki ganga neitt í náminu ef ég hreyfði mig ekki inn á milli og var þrekhópurinn sérstaklega samstilltur á vorönninni. Einnig hafa sundlaugarnar verið stundaðar stíft en aðeins farið minna fyrir jóganu en áður. Á haustönn var síðan blásið til Stiguls-sprikltíma í fótbolta, körfu, badminton og bandý - um að gera að efla liðs- og keppnisandann í eðlis- og stærðfræði!

Í sumar var ég að vinna bæði á Vatnamælingum Orkustofnunar og Árbæjarsafni. Hápunktar vinnusumarsins voru mælinga- og framkvæmdaferð um Vesturland, mælingaferð á Kjöl og ævintýrið um trylltu kúna. Vinnuferðirnar eru tækifæri til að komast á staði sem maður myndi annars líklega aldrei sækja heim á Íslandi. Tryllta kýrin var reyndar fremur róleg við mjaltirnar svona yfirleitt en í fyrsta skipti sem ég tók að mér morgunmjaltir á Árbæjarsafni hafði geysað óveður um nóttina og kýrin því ásamt kálfinum bundin á bás í gamla Árbænum. Kálfurinn hafði slitið sig lausan og kýrin farið á eftir og þau gengið berserksgang um bæinn. Greyið kýrin var föst í gólffjölunum í hlóðaeldhúsinu, sturluð af hræðslu með bólgin júgur og kálfurinn spinnegal. Það tókst þó að róa bæði tvö, losa kúna, mjólka, moka út skít, skúra og reisa við sýningargripi áður en safngestir birtust og merkilegt nokk - ekkert skemmdist að ráði!

Það hittist þannig á að ég fékk fáar fríhelgar í sumar en eina þeirra var haldið á ættarmót Gromsara á Reykjanesi við Djúp. Þar er stærsti heitipottur landsins - ríflega 50 metrar að lengd - og opinn allan sólarhringinn, lúxus í lagi það. Við Líney Halla kepptum í öllum greinum íþróttamótsins fyrir hönd ættleggs Einars afa og skemmtum okkur konunglega.

Í sumar fékk ég þýskan íslenskunemanda - Stefan lærir íslensku hjá mér en ég held við þýskunni - og höfum við bæði gaman af. Valla hefur verið dugleg við að halda 6.X-kvöld á árinu. Í haust voru 6 af 11 í Bandaríkjunum við nám svo ég mun aldeilis brjóta hefðina með áformum mínum um framhaldsnám í Þýskalandi. Drjúgur hluti októbermánaðar fór einmitt í undirbúning á umsókn fyrir styrk til náms en enn hefur ekkert frést af styrkveitingunni. Styrkurinn sker þó ekki alveg úr um það hvort ég komist utan því ég hef safnað fyrir framhaldsnámi síðan í 8. bekk grunnskóla og nú í vor get ég sótt beint um nám án styrkja. En sumarið var ekki bara vinna. Komst ég til dæmis að því að strandblak er alveg óhemjuskemmtilegt og verða vellirnir við Nauthól og á Klambratúni örugglega nýttir betur næsta sumar.

Einnig var farið í berjamó í Selkot í Þingvallasveit, gömlu sveitina hennar Bjarneyjar ömmu, ýmsar gönguferðir og í ferðalag á Hornstrandir. Það var alveg vitlaust veður á Hornströndum - vindurinn tók m.a. myndavélina mína - en þá er bara að fara aftur að ári og finna hana!

Það voru svo margir tónleikar í boði á árinu að mér féllust eiginlega hendur. Dreif mig þó samt á óvenjumarga miðað við fyrri ár. Stórsveit Nix Noltes fær dansprikið í ár enda ekki hægt annað en dansa þegar búlgarski bræðingurinn þeirra ómar. Sigurrós var síðan alveg mögnuð án þess að ég taki undir orð gagnrýnanda Moggans sem fór allsvakalega yfir strikið í ofurpersónulegri umfjöllun sinni um tónleikana að mínu mati... Haustönnin var nokkuð óvenjuleg. Ég tók að mér dæmakennslu í fyrsta skipti og skemmti mér satt best að segja alveg konunglega við að miðla strjálli stærðfræði. Stærðfræðikúrsinn sem ég sat var sá verst kenndi sem um getur og því ekki um annað en sjálfsnám að ræða. Sem fyrr bjargaði þarna samvinna kúrsinum fyrir horn - Heiðar, Halldóra, Palli og síðast en alls ekki síst Andreas. Ég skellti mér líka á stórskemmtilegt stærðfræðiþing í Vestmannaeyjum - heil helgi af stærðfræðifyrirlestrum og -djammi. Annars var ég aðallega í þýskukúrsum og svo tónskólakúrsum. Byrjaði í hljómfræði á haustönn og finnst hún mjög skemmtileg enda tengir hún stærðfræði og tónlist, gaman, gaman! Ég hef mikið verið að grufla í franskri barokktónlist og eitthvað í sænskri nútímatónlist á blokkflauturnar það sem af er haustönn og hlustað nokkuð á það. Annars byrjaði ég í sumar á hiphop grufli með Bjarna, Svenna og Ómar sem leiðsögumenn. Alveg nýr heimur af tónlist og textum!

Í ágústbyrjun tókst mér að koma mér í stöðu varaformanns Nordklúbbsins, ungmennadeild Norræna félagsins. Það hefur verið óskaplega skemmtilegt og öflugt starf. Við höfum farið í finnska saunu, staðið fyrir tungumálamaraþoni, skrifað blaðagreinar í samnorræna tímaritið Gorm!, tekið á móti félögum af hinum Norðurlöndunum, kynnt allt sem norrænt er, haldið jólakvöld og fleira og fleira. Nordklúbburinn stendur líka fyrir tungumálanámskeiðum og ég skellti mér í það að læra svolítið í samísku og um menningu Sama. Nú á vorönn stefnum við á að halda námskeið í "innflytjendatungumálum" á borð við pólsku og tælensku.

Þetta haust gaf ég mér tíma til að fara á kvikmyndahátíð. Það var algjör snilld! Svo miklu, miklu, miklu betra en allt ameríska ruslið í bíóunum... Shark in the Head stendur sérstaklega upp úr í minningunni en Moi Nikifor og BorderCafé koma fast á hæla hennar. Heimildarmyndirnar sem ég sá voru svakalegar - Lost Children og Turtles Can Fly - mér féllust gjörsamlega hendur. Orðlaus. Rétt fyrir jólin kíkti ég í heimsókn norður yfir heiðar. Heimsótti fjölskyldu og vini og naut rólegheitanna hjá Halli afa og Öllu ömmu. Hátíðarnar voru líka mikill fjölskyldu- og vinatími og fríið hefur horfið hratt!
Þessi annáll er orðinn nokkru lengri en lagt var upp með! Ég sendi ykkur bestu óskir um gæfu og gleði á nýja árinu 2006.
Ykkar,
Bjarnheiður

"Jahresbericht"

Noch ein Jahr vorbei und bald ist sogar das Grundstudium an der Uni vorbei! Das Jahr 2005 war wie gewöhnlich sehr mit Mathematik, Deutsch und Musik geprägt. Es fing mit einer Mathematikkonferenz an. Es ist mekrwürdig, wie Vorlesungen über etwas, was sehr "hoch liegt" und schwierig ist zu verstehen, trotzdem sehr interessant sein können! Neben meinem Studium an der Uni und der Musikschule musste ich natürlich (wie auch immer) "noch ein bisschen etwas" machen. Ich war mit vier anderen an der Redaktion von einer Mathematik-Physik Zeitschrift, die nach seeehr viel Arbeit im Frühling publiziert wurde. Im Januar gab es ein bisschen Zeit für Ski-Reise nach Akureyri (im Norden von Island) - man muss sich ja neben dem Studium etwas bewegen! Ich habe auch viel Dauertraining und Schwimmen im Jahr gemacht und im Herbstsemester habe ich mit einigen Mathe/Physik-studierende zusammen Fußball, Basketball, Badminton und Hockey gespielt. Mein Blockflötenquintett war am Anfang des Jahres nur ein Quartet. Wir haben unglaublich viel geübt und überall gespielt - in Konzerte, bei Geburtstage und viel mehr. Ich hatte im Februar die Gelegenheit, mit einem Orchester zu spielen und habe auch eine Cellistin gefunden, mit der ich viel gearbeitet habe. Das war sehr schön. Bald werden wir im Quintet neue Renaissance-Blockflöten bekommen und freuen uns riesig darauf! Im Jan/Feb habe ich einen Deutsch-Intensivkurs in Tübingen gemacht für zwei Wochen. Wau, war das viel arbeit und toll! Ich habe auch meine Kusine Lára treffen können und bei Freundinnen gewohnt - Liane und Susanna - die ich seit dem Sommer 2000 nicht mehr gesehen hatte! Es war so schön. Beim nächsten Besuch muss ich doch mehr Zeit mit ihnen verbringen können. Einige von unseren Tandem's in Tübingen waren in Island auf Besuch. Erst kamen Sascha und Stefan und wir haben mit Guðrún (sie studiert auch Deutsch) zusammen eine Reise im Süden von Island gemacht. Das war zu Ostern. Sarah ist dann im Sommer gekommen und wir sind in Reykjanes (süd-west) etwas 'rumgereist. Meine beiden Kusinen aus Deutschland waren auch in Island im Sommer, um Isländisch zu reden, reisen und Spaß zu haben. Der Frühlingssemester war sehr vollgepackt. Durch Zusammenarbeit mit den anderen Mathestudierende hat es aber am Ende alles geklappt. Im Sommer habe ich (wie im Sommer davor) im Árbær Freilichtmuseum und im Hydrologischen Institut gearbeitet. Die Höhepunkte der Sommerarbeit waren zwei Forschungsreisen im West-Island und im Hocland und das Abenteuer mit der Kuh. In diesen Forschungsreisen lernt man Teile von Island kennen, die man sonst wahrscheinlich nie besichtigen wurde. Im Árbær Museum gibt es Haustiere - Pferde, Schäfe, Hühner, Katze... und auch eine Kuh mit Kalb. Wir müssen die Kuh melken und als ich das erste Mal das "Morgenmelken" machen sollte hatte es Unwetter in der Nacht gegeben. Deswegen waren die Kuh und der Kalb im Stall im alten Bauernhaus drin (sonst sind sie draußen). Im Unwetter haben sie wahrscheinlich sehr Angst gehabt und irgendwie hat der Kalb sich lösen und eine Tür brechen können, sodass die beiden in den Bauernhof reinrannten! Als ich dort kam war also ALLES durcheinander im Bauernhof und die Kuh und Kalb ganz verrückt. Irgendwie ist es mir trotzdem gelungen die beiden zu beruhigen, die Kuh zu melken, den Kalb zu binden und als die anderen zur Arbeit kamen haben wir es geschaffen alles wieder ordentlich zu machen bevor die Gaste kamen - unglaublich, obwohl alles durcheinander war, war trotzdem nichts gebrochen oder kaputt gemacht worden! Ich hatte im Sommer nicht so viel Freizeit. Eine von meinen freien Wochenenden (jedes zweite war ich im Museum und einige dazwischen auf Forschungsreisen) bin ich mit der Familie zum groß-Familientreffen in den Westfjords (Nord-West Island) gefahren. Es war super schön! Helle Nächte und der rießigste Hotpot den ich in meinem Leben gesehen habe: 52 meter lang! - und die ganzen 24 Stunden geöffnet! (fließt ja einfach warmes Wasser aus der Erde...) Wir waren etwa 200 Verwandte dort und haben u.a. Sport-Wettbewerbe gemacht und beim Lagerfeuer bis in der Nacht gesungen. Im Sommer habe ich einen Tandem gefunden - ich versuche Isländisch zu unterrichten (oder zumindest etwas von Island zu erzählen...) und kann dabei auch etwas Deutsch üben. 6 von 11 aus meiner alten Klasse im Gymnasium haben im Herbst angefangen in den USA weiter zu studieren, aber ich werde die erste, um nach Europa zu gehen. Im Herbst habe ich einen Antrag auf Stipendium bei der DAAD vorbereitet, aber ich habe seit '95 für Studium gespart so egal ob ich Stipendium kriege oder nicht - ich werde versuchen im nächsten Herbst in Deutschland ein Weiterstudium anzufangen. Der Sommer war aber nicht nur Arbeit. Ich habe z.B. Beach-Volleyball entdeckt, das ist supertoll! War auch im alten Heimat von meiner Oma, um Heidelbeere zu pflucken, in verschiedenen Orte war ich wandern und habe sogar eine Reise nach Hornstrandir (ganz im Nord-Westen von Island) gemacht. Man muss mit einem Schiff dorthin und es ist alles so als ob man allein in der Welt ist! Leider gab es aber so einen CRAZY-Wetter, dass wir nach drei Tagen wieder zurück mussten - man hat also ein Schritt vorwärts gemacht und dann wieder drei zurück wegen des Windes! Meine Kamera ist sogar mit dem Wind weggeflogen und war im Nebel nicht wieder zu finden. Ich muss einfach im nächsten Sommer wieder dorthin, um es zu finden! Hier in Island gab es in diesem Jahr sehr viele große Konzerte. Sigur Rós war unglaublich gut. Auch war ich bei vielen Konzerte mit "Balkanmusik" wie Goran Bregović Musik im Film Underground und habe echt meine Füße weggetanzt!
Der Herbstsemester war ein bisschen ungewöhnlich. Ich habe nur einen Mathekurs gemacht, viele Deutschkurse und an der Musikschule. Auch habe ich einen Kurs unterrichtet und das hat mir sehr gut gefallen. An der Musikschule habe ich mit Akkordentheorie angefangen - eine wunderschöne Mischung von Musik und Mathematik! Der Mathekurs war schrecklich. Nicht so schwer, ich habe nur nie in meinem Leben so schlechte Dozentin gehabt! Naja... irgendwie hat es wieder mit Zusammenarbeit geklappt. Ich war auch im Herbst bei einem Wochenende-Treffen von Mathematiker in Vestmannaeyjar (Inseln Süd von Island), das sehr toll war mit vielen Vorlesungen und auch viel "jam". Seit dem Sommer habe ich französische Barockmusik und schwedische "Neuzeitliche Stücke" geübt. Habe auch viel zu solcher Musik gehört. Einige Freunde von mir haben mir auch viel hiphop geschenkt - für mich eine neue Welt von Musik und Text. Komische Mischung: Barock - HipHop! Im Herbst habe ich die Stelle des 2. Vorsitzende bekommen im Nordklúbbur Verein für Junge Leute, die sich für die Kultur und Sprachen in Skandinavien interessieren. Wir haben unglaublich viel gemacht: finnische Sauna, Sprachen-Unterricht-Marathon, Weihnachtsbastel, Artikel für eine nordische Zeitschrift Gorm! geschrieben, an einem Projekt gegen Vorurteile gearbeitet... Wir erbieten/veranstalten auch viele Sprachkursen und ich habe z.B. Samisch und viel über die Kultur der Samen gelernt. Im Frühlingssemester haben wir u.a. vor, Kurse mit Polnisch und Thai zu erbieten - die Sprachen der "neuen Isländer". Ich habe im Herbst auch Zeit für Filmfestival gefunden, eigentlich zum ersten mal, und WAU, war das viel, viel besser als die ganze amerikanische "crap" die normalerweise im Kino läuft! Shark in the Head war in der Erinnerung am besten aber Moi Nikifor und BorderCafé auch supergut. Ich habe auch Dokumentarfilme gesehen, die sehr sehr schockierend waren - Lost Children und Turtles Can Fly. Wortlos danach.
Kurz vor Weihnachten hatte ich Zeit nach Akureyri zu fliegen, um Familie und Freunde zu treffen und die Ruhe bei meinen Großeltern dort zu genießen. Am Weihnachten und bis Neujahr habe ich auch viel Zeit mit meiner Familie und Freunden verbracht und der Urlaub ist weggeflogen!
Dieser "Jahresbericht" ist etwas länger als geplant geworden! Wünsche euch alles beste, Glück, Freude und viel Spaß im neuen Jahr 2006.
Eure,
Bjarnheiður