11 janúar 2006

Jiminnsann

Ætli það hafi ekki verið fyrir um ári síðan að ég heyrði viðtal í Speglinum, þeim mæta útvarpsþætti, við eiganda "gulrar pressu" í Ástralíu, Bretlandi og fleiri löndum. Í umfjölluninni var greint frá mörgum sjálfsmorðum tengdum "frétta"umfjöllun blaðanna. Eigandi þessi var, að mér fannst, siðblindur, ókurteis, hafði engin rök og beitti bara fyrir sig skítkasti. Tilgangurinn með þessari umfjöllun var að vekja fólk til umhugsunar um sorpbleðlana á okkar ástkæra ylhýra. Okkur grunaði held ég alveg hvert stefndi, eða hvað haldið þið? Nú er bara spurningin hvort okkur takist það sem þeim í útlöndum tókst ekki, sumsé að drepa drullublöðin.

Engin ummæli: