14 janúar 2006

Ringl

Jólafríið þaut hjá með vinum, ættingjum, svefni og góðum mat og byrjun nýja ársins hefur einkennst af litlum svefni, flugvöllum, mikilli hamingju, prakkaraskap og óreiðu. Eins og venjulega er ekki lítið á dagskránni - þrjú stærðfræðinámskeið, tvö þýskunámskeið, blokkflaututímar, samspil, tvö tónfræðanámskeið, formennska í Nordklúbbnum eftir auka-aðalfund þar um, ferðalög til Lapplands, Þýskalands og Spánar, kennsla og svo mætti lengi telja. Þetta leggst allt vel í mig og verður ennþá betra þegar tak hefur náðst á óreiðunni og skipulag komið á hlutina! Mér finnst óreiða reyndar ágæt inn á milli en til lengri tíma þykir mér betra að hafa yfirsýn yfir allt, forgangsraða og svoleiðis. Ætli þetta gengi líka nokkuð upp hjá mér öðru vísi? Jah, ég skal ekki segja...

Engin ummæli: