12 febrúar 2023

Gleðilegt 2023 - Happy 2023 - Frohes 2023 :-)

Link zur Deutschen Version // English version below

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og fjölskylda og takk fyrir gömlu árin!

Árið 2022 var allskonar. Þegar ég hugsa til baka þá virðist sem það hafi ekki verið eitt ár heldur tvö og ég hef pottþétt aldrei tekið jafnmargar myndir. Það hélst í hendur við að ég sá og upplifði margt nýtt - áhugavert, skrýtið, erfitt, krefjandi, ánægjulegt, skemmtilegt - ferðaðist, heimsótti og hitti svo marga vini og félaga aftur eftir langan tíma. Það var til dæmis alveg magnað að hitta vinkonur mínar í Argentínu aftur eftir 21 ár (!) og líða strax eins og við hefðum hist í gær. En orðin erfitt og krefjandi tengjast meira því hvað ég var ringluð, þreytt og stressuð og átti erfitt með að kúpla mig niður eftir vinnu undangenginna 6 ára eða meira.

Ég skrifaði í byrjun nýja ársins pistil - fyrir þau sem hafa tíma og nennu til að lesa - sem ég síðan breytti talsvert eftir að ég þýddi hann (hef samt ekki breytt þýðingunum, annars verður þetta eilífðarverkefni) til að láta textann haldast betur í hendur við myndasafnið.

Megi 2023 verða þér og þínum gott og gæfuríkt.

Kærar kveðjur, sjáumst og/eða heyrumst :-)


Árið skiptist dálítið í tvo hluta, vinnutíma og ferðatíma, því fyrri hluta ársins var ég í 60% stöðu sem aðjúnkt við HÍ og seinni hluta ársins fór ég á flakk. Mér finnst gaman að kenna verðandi og starfandi kennurum og prófaði mig áfram með leiðsagnarmat í tveimur námskeiðum af þremur - það fól í sér heilmikla vinnu en var líka mjög gefandi að fylgjast með nemendum vaxa og bæta verkefnin sín.

Margar helgar útbjó ég dögurð (brunch) fyrir vini og kunningja og svo hélt ég uppteknum hætti frá covid-árunum og fór óteljandi sinnum út á Laugarnestanga í göngutúr. Shâdi og vinir hans voru líka dugleg að draga mig af stað í alls konar vitleysu á borð við vetrarferð til Vestmannaeyja í ævintýralega brjáluðu veðri (það var samt mjög gaman) og að fara í bæinn á ljósahátíð rétt eftir að samgöngutakmörkunum var létt svo öll okkar sem áttu það eftir fengu covid og slenið og heilaþokan sem fylgdu veirunni vörðu í margar vikur (ekki alveg eins gaman, en samt, ég get ekki kvartað því ég var heppin að vera bólusett og verða ekki illa veik).

Ákveðin tímamót urðu í mars þegar ég tók þátt í skipulagningu stærðfræðikeppni framhaldsskólanema í síðasta sinn eftir um 10 ára bras í kringum hana og um svipað leyti umpottaði ég plöntunum mínum í síðasta sinn  - án þess að vita það reyndar, því það var ekki fyrr en síðar sem ég áttaði mig á að þær vantaði ekki endilega stærri potta heldur hafði ný planta sem ég hafði fengið að gjöf um hálfu ári áður borið með sér kögurvængjur og allar (allar!) plönturnar mínar veiktust heiftarlega, koðnuðu niður og var ekki viðbjargandi. Sem betur fer hef ég verið dugleg að gefa vinum og vandamönnum afleggjara og vonast til að geta komið upp nýjum plöntuskógi á þessu nýja ári.

Nokkrir fallegir skíðadagar skutu upp kollinum með vorinu, sérstaklega stóð upp úr fjallaskíðaferð á Bláfell með útsýni vítt og breitt um Suðurland og inn á hálendið. Augusto og Sofia komu í heimsókn frá Mexíkó og ég hélt kveðjuboð fyrir félaga mína úr skipulagsnefnd fyrir stærðfræðikeppnir en þar sem mér fannst ég svo nýbúin að halda risapartý til að fagna doktorsnafnbótinni þá ákvað ég að verja fertugsafmælisdeginum í notalegheit fremur en stórveisluhöld - hitta fjölskyldu og vini og enda daginn með afmælissystur minni í mat hjá pabba og mömmu.

Síðan klifur varð að keppnisgrein á ólympíuleikunum hefur sýnileiki íþróttarinnar aukist og fleiri tækifæri gefist til að kynna klifur. Þannig voru til dæmis Reykjavíkurleikarnir ekki lengur bara í streymi heldur fengum við Hjördís að lýsa keppninni í beinni útsendingu á RÚV2 í byrjun ársins og svo var Klifursambandið stofnað innan ÍSÍ. Í lok apríl flaug ég til Þýskalands og kom við í Namur í Belgíu til að hitta fjölskyldu Shâdi á leið til fundar (loksins!) í Lyon í Frakklandi með samstarfsfólki mínu í Evrópusamstarfsverkefninu <colette/>, verkefni sem hófst í heimsfaraldri og hafði rúllað á netfundum síðan 2020. Við náðum svosem að áorka ótrúlega miklu (miðað við aðstæður) gegnum netið en við fundum öll sterkt hvað það er nauðsynlegt að hittast líka augliti til auglitis og ræða saman, eyða allrahanda misskilningi, stilla betur strengi og skapa einhvers konar tilfinningu fyrir að tilheyra hópnum til að koma verkefninu á flug.

Amma Eyja lést rétt eftir að ég lagði af stað, skömmu áður en hún hefði orðið 95 ára. Hjá mér var fastur punktur í tilverunni að koma við hjá henni í Sigtúninu vikulega og spjalla um daginn og veginn. Hún studdi mig alltaf dyggilega í náminu og hefði án efa sjálf orðið fyrirtaks náttúrufræðingur ef aðstæður hefðu leyft það á sínum tíma. Þá voru ekki til peningar fyrir skólagöngu - eitthvað sem margir gætu hafa orðið bitrir eða sárir yfir en amma var alveg sátt með lífið þrátt fyrir þetta. Hún las einfaldlega sjálf, bæði bókmenntir og fræðibækur um grös og dýr, steina og veðurfar. Mér finnst ég hafa verið mjög lánsöm að hafa fengið að alast upp og verja tíma með ömmum mínum og öfum - læra að synda og hjóla, tína sveppi og ber, skoða fjöruna og fjöllin, rækta og fara vel með (mjög umhverfisvænt) og þótt þau séu núna öll fjögur látin er samt líkt og þau gægist yfir öxlina á mér öðru hvoru og séu til staðar.

Maímánuði varði ég með Zsolt og doktorsnemahópnum hans í Linz í Austurríki tók þátt í vinnusmiðjum og fór yfir lokaverkefnaflóð. Eina helgi gafst líka tækifæri til að skreppa til Tirol að heimsækja Láru frænku og fjölskyldu hennar og Láru vinkonu mína sem býr í næsta bæ við þau. Það hafði aldeilis tognað úr tvíburunum og var mjög gaman að hitta þær aftur (sá þær síðast korter í covid). Þegar heim var komið byrjuðu að berast bréf úr leikriti Sölku og Aðalbjargar, Framhald í næsta bréfi, mjög spennandi verk í sjö hlutum. Ben og félagar í Klifurhúsinu settu upp spennandi klifurkeppni á sérsmíðuðum vegg yfir Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn og upp spratt ný aðstaða með línuklifurvegg í Garðabæ og grjótglímuveggjum á Hjalteyri í Eyjafirði (ég komst síðar óvænt í sjónvarpsfréttirnar út frá heimsókn þangað). Alls konar gróska í gangi í klifrinu og ég náði líka nokkrum ferðum á Hnappavelli síðsumars.

Lengsta ganga sumarsins var farin á þremur dögum í stað fjögurra (í kapp við vindinn), hófst í Núpsstaðaskógi og lá þvert yfir jökulinn yfir í Skaftafell. Ég hafði aldrei gengið á jökli áður, frekar mögnuð upplifun og mikil áskorun að læra að stökkva yfir vatnsfylltar jökulsprungur (tókst allt með hvatningu og góðum ráðum frá hinum í hópnum). Rétt áður en ég hélt af landi brott fór ég síðan í næturgöngu upp að eldgosinu með góðum gestum og rýmdi skápa og skúffur niður í geymslu, til að skapa pláss handa frábærum leigjendum sem gættu íbúðarinnar minnar meðan ég var í burtu.

Langferðin seinni hluta árs lá um Þýskaland, Finnland, Ítaíu, Holland, Argentínu, Chile og Úrúgvæ. Þvílík forréttindi og heppni að geta lagst í ferðalög og tekið að mestu hlé frá störfum (var ekki formlega skráð í vinnu þótt ég ynni reyndar svolítið sjálfstætt af og til). Planið var að hægja á, heimsækja vini og fara í langferð suður á bóginn, dvelja dágóðan tíma á hverjum stað og koma úthvíld til baka. Þetta tókst að mörgu leyti öðru en því að verða úthvíld og hægja á, það tekur einfaldlega tíma að vinda ofan af svona langri og strangri vinnutörn eins og doktorsverkefnið var. En mikið er ég samt þakklát fyrir þennan tíma og vini mína og fjölskyldu, heimsóknir og hittinga með þeim - sem ég hafði mörg hver ekki séð í mjög langan tíma.

Ævintýrið hófst í Þýskalandi með dagslangri lestarferð til að mæta í brúðkaup Yoanns og Noru. Það var svo gaman að hitta vini og fjölskyldu Yoanns aftur og kynnast fjölskyldu og vinum Noru, dansa og hlæja. Þaðan hélt ég áfram til Schubi og Juliu í Berlín og þeyttist um borgina og nærliggjandi sveitir (9 Evru miðinn nýttist mjög vel, með honum mátti nýta sér allar lestir og almenningssamgöngur í Þýskalandi í heilan mánuð í ágúst, þvílík snilld) til að hitta samstarfsfélaga mína úr Humboldt háskólanum, vini úr ýmsum áttum, Hauk frænda og Ingu frænku og fjölskyldu hennar. Svo skemmtilega vildi til dæmis til að Inga frænka var að spila á tónleikum á útisviðinu í Spandau helgina sem ég var í Berlín.

Næst tók ég lest til Juliu og Jens og Cindy í Leipzig, hvíldi mig, hjólaði, klifraði og synti í Cospudener See. Svo tók við önnur stórveisla þegar Maria og Moritz fögnuðu fyrsta skóladegi eldri dóttur sinnar (slík hátíðarhöld eru í Austur-Þýskalandi á borð við fermingar heima á Íslandi, öll fjölskyldan kemur saman til að borða, syngja og gleðjast) og óvænt reyndist gamla góða jarðvísindagengið frá Freiberg allt vera á sömu slóðum (fleiri að fagna fyrsta skóladegi) og við náðum öll að hittast við Waldbad, synda í vatninu í skóginum og fara í eltingarleik. Frá Freiberg lá leiðin til Pit og Anitu í Dresden, við nutum fallegra síðsumardaga við Saxelfi áður en ég hélt suður til München.

Í München fann ég herbergi á leigu í mánuð með frábærum meðleigjendum, reyndi að finna klifurfélaga með misjöfnum árangri og vann að þýðingu bókar um hugsandi skólastofu. Planið var síðan að skreppa hingað og þangað til að heimsækja fleiri vini en á endanum urðu þessir skrepptúrar heldur færri en planað var þar sem ég fékk flensu undir lok dvalarinnar. Þó náði ég að skjótast til Frankfurt og halda námskeið um hljóðlausu myndbandsverkefnin mín (sem hitti akkúrat á afmælisdag Karsten vinar míns frá Freiberg-árunum, en hann býr nærri Frankfurt svo ég gat skroppið í óvænta heimsókn þangað). Einnig fór ég til Pélagie og fjölskyldu hennar í Karlsruhe og naut mín í botn við að stinga upp matjurtagarðinn þeirra (ég veit ekki með ykkur, en ég elska að reita arfa) og skaust aftur norður á bóginn til að komast í göngu um Saxelfursandsteinsfjallgarðinn með Bilge og Yoanni. Það var reyndar svakalegt - fékk far hjá bílstjóra (gegnum Blablacar kerfið) sem ók svo glæfralega að ítrekað munaði mjóu að við færum útaf eða lentum í árekstri.

Frá Þýskalandi lá leið mín til Helsinki í Finnlandi á norræn-baltnesku GeoGebru-ráðstefnuna til að halda lykilfyrirlestur, tvö erindi og eina vinnusmiðju (mætti segja að ég eigi erfitt með að hætta að vinna?). Það var mjög gaman að kynna þarna doktorsverkefnið mitt, því hugmyndin að hljóðlausu myndböndunum kviknaði á sínum tíma hjá kennurum og rannsakendum sem sækja þessa ráðstefnu. Ekki spillti heldur fyrir að það var einstaklega fallegt haustveður í Helsinki þessa fyrstu helgi í október. Næsta stopp var í Mílanó hjá Giuliu stærðfræðimenntunarvinkonu minni og manninum hennar. Þau kepptust við að gefa mér góð ráð um söfn og staði til að skoða og sendu mig í dagsferð til Feneyja (frábær hugmynd!) og við Giulia heimsóttum líka Ornellu og nemendur þeirra Giuliu í Torino þar sem tækifæri gafst til að spjalla meira um hljóðlausu myndbandsverkefnin. Frá Mílanó tók ég lest til Finale Ligure, en þar í kring er aragrúi klifursvæða sem við Ketill og félagar mínir sem komu til móts við okkur frá Linz kynntum okkur um tveggja vikna skeið. Inn á milli klifurævintýra skruppum við Ketill líka til að skoða litríku þorpin við ströndina, Cinque Terre.

Lengsti hluti ferðalagsins hófst síðan í Amsterdam hjá Halldóru stærðfræðivinkonu minni og fjölskyldunni hennar (spil og spjall og gæðastundir yfir tebolla) og þangað kom síðan Bergur til að taka þátt í fjögurra vikna ferð um Suður-Patagóníu. Við flugum til Buenos Aires og áfram daginn eftir, suður til El Calafate, þaðan sem við tókum rútu til El Chaltén, mekka gönguferðanna. Þar dvöldum við í viku við fjallgöngur; gengum þrjár ólíkar dagleiðir með kondóra svífandi tignarlega í fjallasal og fórum í eina þriggja daga göngu - sem fól í sér lífshættulega stórgrýtisskriðu og beljandi jökulfljót sem náði mér upp í nára - til að skoða Patagóníu ísbreiðuna. Þaðan tókum við rútu (rúturnar voru frábærar, hægt að leggja niður sætin og hækka undir fætur) yfir landamærin til Puerto Natales í Chile og gengum í níu daga um 136 km leið (að öllum aukatúrum meðtöldum) samfleytt með allt á bakinu um Torres del Paine þjóðgarðinn - náðum m.a. nýju sjónarhorni á Patagóníu-ísbreiðuna, hittum fyrir ótal fuglategundir (m.a. upprunafugl neyðarbjöllunnar, vil ég meina) og upplifðum allskonar veður allt frá snjóbyl til sumardaga.

Eftir gönguna löngu heimsóttum við konungamörgæsir í Pingüino Rey þjóðgarðinum, ókum til Ushuaia (þurftum ítrekað að vara okkur á guanaco og ñandú dýrum sem þveruðu veginn - líkt og kindur á íslenskum þjóðvegi), sigldum til fundar við sæljón og Magellan mörgæsir (líka margt fleira að sjá og skoða nærri Ushuaia) og tókum síðan sveig aftur norður til El Calafate. Þar heimsóttum við Perito Moreno þjóðgarðinn og fylgdumst með jöklinum skríða fram og kelfa í lón. Loftslagsbreytingar hafa heilmikil áhrif þarna suður frá - nú falla vikulega niður ferðir hjá ferjunni yfir Magellan sundið en áður gerðist það kannski einu sinni í mánuði - vindurinn er orðinn sterkari og vindhviðurnar líka (þær voru allt að 123 km/klst meðan á göngu okkar stóð, nóg til að feykja manni um koll).

Til að hvíla mig eftir Patagóníu-ævintýrið mikla fór ég í heimsókn til Ceci og Fabián, GeoGebru-vina minna í Úrúgvæ. Þau og fjölskyldur þeirra sýndu mér hreinlega allt það besta sem landið hefur upp á að bjóða - fallegar strendur og skógarhæðir, góðan mat og samsuðu allskonar byggingarstíla. Ef þið eigið einhvern tíma leið um Buenos Aires þá mæli ég með að sigla yfir Río de la Plata til Úrúgvæ. Þar - líkt og í Argentínu og Chile - er auðvelt að ferðast um með rútum og svo má alltaf leigja hjól til að sjá sem mest af ströndinni. Síðan nýtti ég síðasta sólarhringinn í Buenos Aires til að læra um sögu tangó-dansins og fara á kaffihús til að hitta Bar og Nati, vinkonur sem við Líney Halla ferðuðumst með um Þýskaland fyrir 21 ári síðan.

Á heimleiðinni fékk ég aftur að gista hjá Halldóru og fjölskyldu í Amsterdam - það var svo notalegt og gaman að hitta þau aftur og hjálpaði heilmikið að stoppa þar í nokkrar nætur og jafna sig eftir langflugið. Í Amsterdam náði ég líka að hitta Titiu vinkonu mína sem var með okkur Líneyju, Bar og Nati í hópi í Þýskalandi á sínum tíma. Það var ansi klikkað að fara úr 31°C hita í -2°C Amsterdam og síðan -10°C á Íslandi, en ullarnærföt, dúnúlpa og sundferðir bjarga málunum. Svo var líka gaman að hitta Nönnu og Önnu Helgu og þátttakendur í Stelpur diffra! verkefninu fyrir jólin, baka piparkökur og fagna góðu gengi - en það er verkefni sem Anna Helga leiðbeinir og Nanna framkvæmir (og ég fæ líka að leiðbeina smá) og snýst um að styðja við stelpur og stálp sem hafa áhuga á stærðfræði og skapa með þeim tengslanet.

Þreyta og streita hafa áhrif á svefn og allskonar. Þau meðöl sem reyndust mér best í glímunni við þessa vágesti voru hreyfing, vinahittingar og bóklestur. Hreyfing ársins fólst sem fyrr í því að hjóla flestra minna ferða innan borgarmarkanna, fara í fjallgöngur og styttri gönguferðir, synda og klifra úti sem inni. Eftir á að hyggja þá hefði ég síðan átt að halda lestrardagbók, svo mörgum bókum sporðrenndi ég á árinu - las yfirleitt fyrir svefninn til að ná mér niður eftir daginn - og get mælt með nokkrum ef ykkur vantar ábendingar. Mér tókst líka að efna heit um að fara oftar í leikhús - aðallega á frábær verk sem Salka kom að (Þoka, Framhald í næsta bréfi og Að vera sjálfri sér nóg) og svo mæli ég líka með að þið sjáið leikverk Spindrift-hópsins Them sem byggir á margra ára rannsókn leikhópsins og viðtölum við fjölda manns og verður aftur sýnt í mars 2023.

Mitt í ferðalögum sótti ég um vinnu og mætti í atvinnuviðtal á netfundi sem gekk svo vel að nýja árið hefst með nýrri vinnu sem lektor í stærðfræði og stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið (50%) og Verkfræði og náttúruvísindasvið (50%) Háskóla Íslands. Hér eru ýmis samstarfsverkefni í farvatninu, Evrópuverkefnið <colette/> ætti að klárast á þessu ári og þá taka við greinaskrif og lokaskýrsla og mögulega hefst norræn-baltneskt verkefni um kennaramenntun á þessu ári.

Að lokum er hér stutt saga úr hversdeginum í München:

Það tekur mig um 45 mínútur að hjóla í klifurhúsið. Þetta er fallegur haustdagur og ég get ekki annað en brosað við heiminum þótt aðrir sem eru á ferðinni séu heldur alvörgefnari. Einn maður með hund lítur upp og brosir á móti. Skömmu síðar skoppar keðjan af hjólinu. Ég er alvön því að koma keðjunni aftur á fjallahjól en þetta er borgarhjól og engin leið að slaka á keðjunni með því að færa litla tannhjólið eins og á fjallahjóli - hér er bara allt strekkt. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir gengur maðurinn með hundinn fram hjá, stoppar og sýnir mér hvernig nýta má lykil til að bjarga málunum, gleði, gleði og við brosum aftur hvort til annars að skilnaði.

Myndir frá 2022

ENGLISH VERSION

Happy New Year dear friends and family near and far, and thanks for the old years!

2022 was different. When I think back, it feels like it was much longer than a year. On the one hand because I was so confused, tired, and stressed and had a hard time winding down after near-constant work in the past 6 years or more. On the other hand I saw and experienced many new things - interesting, strange, challenging, fun - travelled, visited and met so many dear friends and colleagues again after a long time. For example, it was an incredible feeling to meet my friends in Argentina after 21 years (!) and immediately feel as if we had met yesterday.

As usual, an overview of the year for those who have the time and inclination to read, follows.

My best wishes to you for the new year 2023.

Best regards, see you and/or hear from you :-)

During the first half of the year, I was busy at work, despite only being 60% employed as an adjunct lecturer at the University of Iceland. I felt tired after my doctoral defence, and on top of that, shortly after the travel restrictions were lifted in Iceland in February, I caught covid and was sick for a week. The fatigue and brain fog caused by the virus lasted for five weeks. I gave a talk at a conference on formative assessment at a local high school, took part in the organization of the Icelandic mathematics competition for secondary school students for the last time (I had been part of it for 10 years), taught a course on GeoGebra for pre-service and in-service teachers, continued to support a local professional development project on the use of technology in mathematics teaching, guided the final projects of two BA students in education and instructed a course for pre-service secondary school teachers in science and mathematics. On the side, I worked on the European cooperation project <colette/> which started during the pandemic and had been solely rolling in online meetings since 2020. We finally managed to meet up in Lyon, France in the spring of 2022. Despite all we managed to achieve through the internet, I still strongly sensed how necessary it was to meet face to face, clear up misunderstandings, feel the synergy, and let the project take-off.

My grandma Eyja passed away in the spring of 2022, shortly before she would have turned 95. I used to stop by at her place once a week to chat about life, the universe and everything. She always supported me in my studies and without a doubt would have become a great natural scientist herself if the circumstances had allowed it at the time. Back then, there was no money for schooling - something that many people might have become bitter or hurt about, but grandma Eyja was quite content with life despite this. She always read a lot and studied plants and animals, rocks and weather by herself. I feel very blessed to have grown up and spent time with my grandparents - that's how I learned to swim and ride a bike, pick mushrooms and berries, explore the beach and the mountains, grow and handle food and things (very sustainable and environmentally friendly), and even though they are not here anymore, it still often feels like they are present.

As you can see in the photos of the year, I travelled quite a lot - went to the Vestmanna Islands in the South of Iceland, to a bungalow in Svignaskarð (West-Iceland) with Shâdi and his friends, skied in Bláfjöll and on Bláfell, received a visit from Mexico (it's almost like traveling), met Shâdi's family in Belgium, worked in the European project in Lyon in France and Linz in Austria, spent one weekend with my cousin Lára and her family in Tirol, and also visited my friend Lára who lives in the next town to them, managed a few climbing trips to Hnappavellir in Southeast-Iceland, visited relatives and friends in Akureyri, hiked from Núpsstaðaskógur to Skaftafell (Southeast-Iceland) with a group of climbing friends, hiked to the new erupting volcano by night with visitors from Germany, and finally I rented out my apartment whilst taking on a longer journey through Germany, Finland, Italy, Holland, Argentina, Chile, and Uruguay.

The long journey was possible because in the second half of the year I chose to take a break from work (I realize that I am very fortunate and privileged to be able to do this) and was not officially registered as employed, although I actually worked a little on some independent projects from time to time. The plan was to slow down, visit friends and family, and take the opportunity to travel far south, spend a good amount of time in each place and come back rested. Suffice to say, the slowing down and getting rested part didn't completely work out. It simply takes time to wind down from such a long and rigorous process as the doctoral project was. Nevertheless, I feel very grateful for this time off, for my friends and family, with whom it definitely was still possible to slow down from time to time.

The long journey started in Germany with an adventurous train ride to Yoann and Nora's wedding. It was so nice to see Yoann's friends and family again and meet Nora's family and friends, dance and laugh. From there I continued to Schubi and Julia in Berlin and wandered around the city and the surrounding countryside (the 9 Euro ticket was put to good use, it allowed me to use any train and public transport in Germany throughout August) to meet my colleagues from Humboldt University, friends from here and there, uncle Haukur and cousin Inga and her family. Next, I took a train to Julia and Jens and Cindy in Leipzig, rested, cycled, climbed and swam in the Cospudener See. The train journey continued to Oberschöna, where I got to take part in the celebrations when Maria and Moritz's older daughter had her first day of school (such celebrations are quite big in East Germany, the whole family comes together to enjoy good food, sing, and rejoice) and unexpectedly the good old geology gang from Freiberg turned out to be nearby (more people celebrating the first day of school) so that we managed to meet at Waldbad, swim in the lake in the forest and play games with the kids. Then I spent two beautiful summer days with Pit and Anita and their kids in Dresden, before continuing to Munich.

In Munich, I found a room in a shared flat with great roommates, searched for climbing partners for longer time than anticipated (in my experience, it is unusually tough to get to know people in Munich), and worked on the translation of the Building Thinking Classrooms book. I had planned time for many small trips to visit friends, but in the end fewer such trips were put into action than planned because I got the flu towards the end of my five-week stay. However, I managed to visit Simon and Matthias at Frankfurt Goethe University to give a workshop on my silent video tasks (which happened to coincide with the birthday of my friend Karsten, who lives close to Frankfurt so I spontaneously squeezed in a surprise visit to his place). Also, I visited Pélagie and her family in Karlsruhe and thoroughly enjoyed working in their vegetable garden (I don't know about you, but very few things relax me more). The most dangerous trip of the year was probably when I travelled via carpooling to the north to hike in Saxonian Switzerland with Bilge and Yoann - the driver was terribly reckless and I still don't understand how we managed to stay on the road and avoid serious accidents.

From Germany I continued to Helsinki, Finland for the Nordic-Baltic GeoGebra Conference. There, I gave a keynote lecture, two short talks and lead one workshop. It was especially enjoyable to present my PhD project in the keynote, because the idea for the silent videos was sparked in 2013/14 by the teachers and researchers who attend this conference. On top of that, the weather was exceptionally beautiful in Helsinki this first weekend in October. My next stop was Milan, where I reunited with my mathematics education friend Giulia and got to know her husband and their cats. They gave me the best advice on museums and places to visit, sent me on a day trip to Venice (what a great idea!), and Giulia and I also visited Ornella and their students in Torino where we had an opportunity to discuss the silent video tasks further. From Milan, I travelled by train to Finale Ligure, a nice little village by the Mediterranean with seemingly endless climbing crags. For two weeks, Ketill, Peter, Chris, Bea and I climbed in the area and in between climbing adventures, Ketill and I also went to see Cinque Terre, the colourful UNESCO heritage villages.

The longest leg of my journey was Amsterdam-Buenos Aires. In Amsterdam I visited my math friend Halldóra and her family (playing board games, chatting and spending some quality time over a cup of tea), and then Bergur joined me to take part in a four-week trip through Southern Patagonia. From Buenos Aires we continued south to El Calafate, took a bus to El Chaltén and stayed there for a week hiking; hiked three different day routes with condors flying majestically above the mountain tops and did a three-day trek - which included a scary scree slope and roaring glacial river - to explore the Southern Patagonian Ice Field. From there we took a bus (the buses were great, the seats can be adjusted to sleep comfortably) across the border to Puerto Natales in Chile. Nearby, in the Torres del Paine National Park we went on a nine day long backpacking tour called the O trail, enjoyed a different view of the Southern Patagonian Ice Field, heard and encountered many species of birds (including the bird that inspired the emergency bell, I assume) and experienced all kinds of weather, from snow storms to sunny days. After the long hike, we visited king penguins in Pingüino Rey National Park, drove to Ushuaia (had to repeatedly take care as guanaco and ñandú crossed the road - just like the sheep in Iceland), went on a boat tour to see sea lions and Magellan penguins, and then we drove back north to El Calafate, visited Perito Moreno National Park and watched the glacier crawl forward and calve into a lagoon. Climate change has big impact in the area - now the ferry across the Strait of Magellan gets cancelled around once a week, whereas 15 years ago it happened maybe once a month - the wind has become stronger and the gusts too (they were up to 123 km/h during our hike) .

To rest after the great Patagonia adventure, I visited my GeoGebra friends Ceci and Fabián in Uruguay. They and their families showed me all the best that Uruguay has to offer - beautiful beaches and forested hills, delicious food and a mixture of all kinds of architectural styles. If you ever visit Buenos Aires, I recommend sailing across the Río de la Plata river to Uruguay. Just like in Argentina and Chile it is easy to travel around by bus, and one can always rent a bike to see as much of the coast as possible. My last 24 hours in Buenos Aires, I visited a tango show and went to a beautiful old café to meet up with Bar and Nati, friends with whom my sister and I travelled through Germany 21 years ago .

On the way home I got to stay with Halldóra and family again in Amsterdam - it was so nice to see them again and simultaneously recover from the long flight. In Amsterdam I also managed to meet my friend Titia who was with Líney, Bar, Nati and me in the previously mentioned group of teenagers traveling through Germany back in 2001. It was pretty crazy to leave 31°C in Buenos Aires and enter -2°C in Amsterdam and then -10°C in Iceland, but woollen underwear, a down jacket and Icelandic swimming pools (hot tubs especially) made the adjustment smoother. Before Christmas, I met with Nanna and Anna Helga and the participants of Nanna's math networking project Stelpur diffra! (Girls differentiate!), to bake mathematical gingerbread and celebrate the project's success. Nanna carries out the project, Anna Helga supervises it (and I got to participate in that part) and it aims to unite and support girls and non-binary pupils who are interested in math in a workshop where they among other things solve challenging and fun math problems and meet with female and non-binary mathematicians.

Fatigue and stress affect sleep (and all kinds of other things). What worked best for me to fall asleep despite the stress were exercise (sport), meeting friends, and reading books. As you can read from this annual post, I met with a lot of friends and family throughout the year and after recovering from a broken instep, I was again able to bike, hike, swim (was actually allowed to swim during the healing of the foot) and climb as usual. Regarding the book reading, I kinda should have kept a reading journal, as I read so many books during the year - making it a habit to read almost every evening to wind down after the day. Among memorable books are The Voices from Chernobyl by Svetlana Alexievich, Sexual Revolution by Laurie Penny, and Girl, woman, other by Bernardine Evaristo (also some Icelandic books that have not yet been translated into English by Eva Rún Snorradóttir and Sverrir Norland). Furthermore, I kept my new year's resolution to visit the theatre more often - and if you happen to be nearby a theatre festival where the Spindrift group perform Them then I recommend checking it out.

During the traveling part of the year, I applied for a job and attended an online job interview. It went well, such that the new year begins with a new job as an assistant professor in mathematics and mathematics education at the Faculty of Education (50%) and the Faculty of Engineering and Natural Sciences (50%) at the University of Iceland. There are various collaborative projects in progress, the European project <colette/> should be completed this year and then the writing of papers and the final report will take place, and possibly a Nordic-Baltic project on teacher education will start this year.

Finally, here is a short story from everyday life in Munich:

It takes me about 45 minutes to ride to the climbing gym. A beautiful autumn day and I cannot help but smile. One man with a dog looks up and smiles back . Shortly after, the chain bounces off the wheel. I'm used to fixing the chain on a mountain bike, but this is a city bike and there's no way to loosen the chain by moving the small cog like on a mountain bike - here everything is stretched to the fullest. After several failed attempts, the man with the dog walks by, stops and shows me how to use a key to fix the bike and save the day. We smile at each other again and I continue my ride.