13 janúar 2019

Gleðilegt 2019 - Happy 2019

(Deutsche Version hier - English version below)

Myndir frá nýliðnu ári - Fotos vom vergangenen Jahr - Photos anno 2018

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og vandamenn! Takk fyrir allt gamalt og gott og sjáumst vonandi á nýja árinu!

Árið hófst á Suðurlandi í fallegum bústað með Guðnýju og Valentin, Önnu Sjöfn og Guðmundi. Þar dvöldum við til að losna við ógeðslegt mengunarloft sem spáð hafði verið og lagðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ég styrki björgunarsveitirnar en kaupi ekki flugelda og sem betur fer eru fleiri að vakna til vitundar um hljóð- og loftmengunina sem af þessu hlýst.

Þetta ár hefur hjá mér einkennst af vinnu við doktorsverkefni og flakk víða um lönd til að kynna það og fá endurgjöf um hvað þurfi að bæta og hvert skuli stefna næst. Auðvitað skaust ég á fjöll og í kletta til að skíða og klifra þegar tækifæri gáfust og skíðaði m.a. metersdjúpum púðursnjó í fyrsta skipti á ævinni en klifurtækifærin voru heldur færri en árið á undan.

Í byrjun janúar prófaði ég í fyrsta skipti að skíða í Ölpunum. Vá! Það verður vonandi endurtekið sem fyrst. Það var reyndar mikil snjóflóðahætta svo ég fór ekkert utan brauta en í framhaldi vikunnar í fjöllunum dvaldi ég í Linz við rannsóknarstörf og þar kynntist ég vinum vina jafnóðum sem stunda fjallaskíði og fjallabretti. Með þeim fór ég í afar mikla skyndiákvörðunar helgarferð í ævintýralandið Gesäuse þjóðgarðinn og síðar skíðuðum við í Roßleithen, á Hochalmkogel og Schafkogel sem eru nær Linz.

Heima á Íslandi tóku við námskeið, undirbúningur fyrir ráðstefnur í Svíþjóð og Danmörku og umfangsmikill lestur fyrir fleiri námskeið í Svíþjóð og Austurríki og sumarskóla í Frakklandi. Á ferðalögunum gafst líka stundum tækifæri til að heilsa upp á vini og fjölskyldu. Það er mjög gaman að hafa tækifæri til að gera rannsóknarverkefni um stærðfræðimenntun á framhaldsskólastigi og ég hef lært alveg ótalmargt um mismunandi leiðir til að styðja undir nám. Það verður gaman að snúa til baka í MH næsta haust með það í farteskinu. Í lok október slasaði ég mig illa í kröppum dansi (stökk upp í þverbita, rann af honum og skall á gólf með úlnlið á þröskuld), þurfti að fara í skurðaðgerð og hef ekki getað klifrað, hjólað eða skíðað síðan í lok október. Hreyfingarleysið leggst mjög á sálina í mér en það stendur þó allt til bóta því ég stunda ég sjúkraþjálfun af miklum móð og er óðum að ná aftur hreyfigetu í úlnliðinn.

Amma Alla kvaddi í febrúar eftir veikindi og er sárt saknað. Stórfjölskyldan og fjölskylduvinir komu því saman norður á Akureyri á ný. Ég hef hreinlega ekki farið aftur norður eftir það (!) en það var ekki planið, bara atvikaðist svona og ég bæti vonandi úr því á nýja árinu - hef til dæmis ekki enn séð listasafnið eftir stækkun.

Sumarið var nokkuð risjótt en líkt og sést á myndunum þá voru nokkrir góður klifurdagar inn á milli, ég kláraði nokkur klifurverkefni á Hnappavöllum, undir Eyjafjöllum og á Akranesi og byrjaði að undirbúa ný. Votviðrið kom ekki í veg fyrir gönguferðir og aðra ævintýramennsku, m.a. fór ég með vinum mínum Bergi og Katli í fróðlega og skemmtilega kajakferð um Heinabergslón. Óskar Iceguide sem leiðsagði okkur um lónið sagði að það væri sjaldgæft að Íslendingar kæmu í ferðirnar svo ég nota tækifærið og mæli með þessu hér með. Ketill flutti til Íslands frá Austurríki í sumar og leigir af mér herbergi. Hann er frábær meðleigjandi og bjargaði mér alveg þegar ég var einhent (mér tókst m.a. að eyðileggja bæði hvítlaukspressuna og dósaopnarann með tveggja-fóta-einnar-handar-aðferðunum mínum...).

Líklega er best að láta myndirnar tala - nokkrar eru úr fórum samferðamanna og vina (t.d. þegar ég sést skíða eða kenna) en langflestar tók ég sjálf.

Kærar kveðjur,
Bjarnheiður

ENGLISH VERSION

Happy New Year dear friends and family! Thanks for good moments in the past and hopefully we will see each other in 2019.

2018 started in the south of Iceland in a beautiful cabin with my friend Guðný and her family. We stayed there to avoid the predicted firework smog in Reykjavík and surroundings. As a teenager I used to find the Icelandic firework craziness and chaos quite cute but now I would prefer it to be less crazy. The SAR (Search And Rescue) teams sell fireworks to fund themselves but instead of buying fireworks I support them directly by donation. Recently more people are getting aware of the sound and air pollution issues with fireworks so hopefully the situation will change in the future.

In order to get feedback and make progress working on my PhD in mathematics education, I traveled quite a lot. Of course I also used weekends and holidays to hide in the mountains and crags to ski and climb whenever possible.

Working in Linz in Austria for a few months the second winter in a row, I decided to bring my skis with me and it was my first time skiing in the Austrian/Swiss Alps. Wow, what an experience! At the beginning of January the risk of avalanches was quite high so I stayed within the barriers of prepared ski-runs but in mid-January I spontaneously went on a back-country skiing trip to Gesäuse national park with friends of friends. It was amazing. Never had I skied in one meter deep fresh powder snow before. Later weekends we also did some off-piste skiing closer to Linz in Roßleithen, on Hochalmkogel and Schafkogel.

Arriving in Iceland again, I prepared conferences in Sweden and Denmark, participated in courses in Sweden and Austria, and in a summer school in France. Traveling so much sometimes also made it possible to meet with friends and family in Europe. It is extremely valuable to me to be able to do a research project in mathematics education on upper secondary school level and I have learnt a whole bunch on how to support teachers and student learning in mathematics. Next fall, I will return to my work in Hamrahlíð junior college and I am already looking forward to experimenting with new things.

At the end of October I had quite a severe accident downtown when celebrating a friends birthday (jumped to hang from a beam, slipped and took a bad fall with my wrist breaking on a threshold) and had to undergo a surgery. Now I am a cyborg and haven't been able to climb, bike or ski for too many weeks. The lack of exercise is tough for my spirit but soon I should be able to return to my active habits and I am making progress via physiotherapy in order to mobilize my wrist again.

My grandmother in Akureyri got sick and passed away at the start of 2018. We had gathered in the summer the year before to celebrate her 90th birthday and now we gathered again in winter time to say goodbye. It is strange to think about that I haven't been to Akureyri since the funeral (!) but it was not intended to be so and I will surely go there this year to visit family and friends and see the newly restored arts museum.

Summer partly had the least number of sun hours ever measured in Iceland but still I found some days to climb, finish off some projects and start new in Hnappavellir, Akrafjall and Pöstin. The rain and storm did not prevent me from going hiking or doing other adventurous things and one of the highlights was going kayaking on the glacial lagoon at Heinabergslón with my friends Bergur and Ketill. Ketill moved to Iceland after living abroad for several years and since I had a room free he became my new flatmate. It has been invaluable having him in the house, expecially when I only had one hand and ruined both the garlic press and the can opener with my silly one-handed-two-footed attempts.

Probably it is best to let the pictures talk - a few are from friends and co-travelers but most of them are mine.

All the best,
Bea
Engin ummæli: