06 janúar 2018

Gleðilegt 2018 :-) Happy 2018 :-)

Deutsche Version hier - English version below (two climbing pictures between the IS & EN)

Myndir frá liðnu ári - Fotos vom vergangenen Jahr - Photos from last year

Kæru vinir og fjölskylda!

Ég vona að þið hafið haft það gott um hátíðarnar.

Þetta ár hefur hjá mér einkennst af útivist, klifri og vinnu við doktorsverkefni sem ég hófst handa við haustið 2016.

Í lok ársins 2016 og í upphafi ársins 2017 dvaldi ég í Linz í Austurríki við Johannes-Kepler háskólann en þar starfa ég með fleiri doktorsnemum í stærðfræðimenntun á framhaldsskólastigi og mun dvelja aftur á sama stað núna í janúar og fram í miðjan mars.

Meðan á verkefninu stendur er ég í launalausu leyfi í MH og er með doktorsnemastyrk til þriggja ára. Því get ég einbeitt mér að verkefninu að mestu. Þó gat ég ekki sleppt tækifæri til að taka þátt í kennslu bráðgerra nemenda í Linz í byrjun janúar og að þróa nýjan áfanga með Birgi Hrafnkelssyni prófessor í mars-júní sem nefnist Stærðfræðileg líkangerð fyrir starfandi stærðfræðikennara. Auk kennslunnar hef ég haldið áfram starfi tengdu stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, haldið erindi á nokkrum innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum bæði hérlendis og erlendis og komið að skipulagi tveggja ráðstefna - einnar alþjóðlegrar um notkun forritsins GeoGebru og einnar íslenskrar um stærðfræði á Íslandi. Nú í haust starfaði ég með nokkrum stærðfræðikennurum í framhaldsskólum hér á Íslandi sem prófuðu fyrir mig nýtt námsmatsefni og er þar með gagnaöflun fyrir doktorsverkefnið að mestu lokið. Við tekur greining gagna og ritun vísindagreina um niðurstöðurnar en einnig langar mig að ná nokkrum viðtölum í viðbót - hver veit nema það takist í vor eða næsta haust. Fræðast má um verkefnið mitt á heimasíðunni notendur.hi.is/bjarnhek

Fjallaskíði sameina fjallgöngu - gengið er á skíðum upp fjall með því að setja þar til gerð skinn undir skíðin - og það að standa á skíðum utan brautar. Félagar mínir vildu meina að þetta væri eitthvað fyrir mig og svo fór að ég mætti á snjóflóðanámskeið og lærði að skinna upp og skíða niður Bláfell, Snæfellsjökul, Bláfjöll og Skálafell. Vonandi gefst síðan tækifæri til þess að æfa betur skíðun utan brauta í Austurríki á þessu nýja ári sem hefst með stuttu fríi í skíðabrekkum.

Í febrúar fór ég til sjúkraþjálfara vegna álagsmeiðsla í öxl og lærði góðar æfingar til að takast á við það. Í síðasta tímann hjá sjúkraþjálfaranum mætti ég síðan á hækjum (!) eftir allsvakalega tognun aftanlæris á klifurmóti um miðjan mars. Ég vil meina að það sé góðum ráðleggingum sjúkraþjálfarans og því hversu virk ég er að hjóla að batinn varð skjótur - ég gat fljótlega haldið áfram að klifra og varði flestum helgum og lausum stundum í Klifurhúsinu, við kletta í grennd við Reykjavík eða undir Öræfajökli.



Auk þess að stunda grjótglímu og hefðbundið klifur lærði ég betur að ganga á línu og kynntist dótaklifri í sumar. Þar má segja að leiðir séu nánast samdar á staðnum og notast við tímabundin tryggingartæki sem nefnast hnetur, hexur og vinir í stað þess að eiga vísa boltaða hringi í klettaveggnum. Gefur það klifrinu alveg nýja vídd! Engin ummerki eru skilin eftir og hentar þetta því vel á svæðum sem eru á náttúruminjaskrá eins og gildir um Gerðuberg á Snæfellsnesi. Einnig lærði ég að setja upp klifurleiðir í Klifurhúsinu í upphafi ársins og hef verið sæmilega virk í bæði að setja upp leiðir og að hvetja kynsystur mínar til að taka þátt í leiðarsmíð þar á bæ. Nú í haust tók ég síðan þátt í námskeiði til að bæta klifurtækni og ég vonast til að geta haldið því áfram í mars-maí og þannig undirbúið nokkur ókláruð verkefni á Hnappavöllum í Öræfasveit næsta sumar í kjölfarið.

Ömmur mínar urðu báðar níræðar á árinu og við héldum upp á það í stórum hópum ættmenna eða hálfgerðum ættarmótum - annars vegar matarboði og gönguferð fyrir norðan með ömmu Öllu í móðurættinni og hins vegar kökuboði og fjöldasöng fyrir sunnan með ömmu Eyju í föðurættinni. Það var alveg dásamlegt að hitta alla ættingjana svona á einu bretti.

Þetta ár hefur minnt mig og hluta vinahópsins allrækilega á það hversu mikilvægt það er að láta ekki stressið hafa yfirhöndina, gæta þess að fá góðan nætursvefn og hlusta á líkamann. Það er svo auðvelt að lenda í einhverjum vítahring þegar glímt er við stór verkefni eins og þróun kennslu, doktorsverkefni eða bókarskrif. Sem betur fer hefur mér tekist að halda mig réttum megin við línuna enn sem komið er og er það ekki síst hugleiðslu, klifri, jóga, sundi og góðum vinum að þakka. Förum vel með okkur!


A post shared by Örn Árnason (@oddinn81) on

Myndir úr Gerðubergi - Photos from Gerðuberg (©  Örn Árnason)

A post shared by Örn Árnason (@oddinn81) on


Dear friends and family! 

I hope that you had lovely and cozy holidays with your loved ones.

The past year has been a year of outdoor activities, climbing and a lot of work around the PhD project that I started in fall 2016.

At the end of 2016 and beginning of 2017 I stayed in Linz in Austria at the Johannes-Kepler University working with other PhD students in mathematics education and I will be heading there again in January-March next year. Whilst working on my PhD I am on a research leave from Hamrahlíð Junior College and a 3-year-grant from the University of Iceland makes it possible for me to concentrate on my PhD project. However, I could not resist giving gifted children in Austria a workshop on computational geometry and taking part in developing a new course at the university called Mathematical modelling for in-service mathematics high school teachers along with a professor of statistics. Also I have continued working with the committee preparing mathematics competitions for high school students, written and given talks at conferences and even participated in planning two conferences - one international for the Nordic & Baltic GeoGebra Network and one national for the Icelandic Mathematical Society. This fall I started working with high school teachers who tried out some new assessment assignments in their classes and the results of that work will form the base for my data. Still, I would like to involve one or two more teachers and probably will do so in spring or next fall. Next up is analyzing the interview data and writing some papers about the results. You can read a little about my PhD project here: www.bjarnheidur.wordpress.com

Ski touring combines hiking - one hikes up on skis by using skins under the skis - and backcountry skiing. My climbing buddies were convinced that this would be something I’d like and so I tried it out and ended up visiting an avalanche course plus skinning up and skiing down Bláfell, Snæfellsjökull, Bláfjöll, and Skálafell. I start the year with a short ski vacation in Austria so hopefully I will be able to train the off piste and downhill skiing in general there.

In February I went to see a physiotherapist because of some aching in one shoulder. He taught me some antagonist exercises that quickly made things better. To his great surprise I came to the last appointment on crutches (!) after having torn my left hamstring when bouldering. Probably his advice and my continuous enthusiasm for biking helped to get better quicker than usual and soon I was bouldering and climbing again either indoors at the local bouldering gym or outdoors near Reykjavík and far in the south-east by Öræfajökull glacier. This summer was spent not only bouldering and sport climbing but also slacklining and trad climbing. It adds a new dimension to climbing as one can decide where to put gear (hexes, nuts and friends) instead of having pre-defined bolt placements to clip into. This way one leaves no trace and thus can climb in protected areas like the basalt columns in Gerðuberg in Snæfellsnes. I also learnt some routesetting at Klifurhúsið bouldering gym in February and have been semi-active setting routes and encouraging female climbers to try out setting their own routes as well. In order to prepare for my open projects in Hnappavellir in Öræfasveit for next summer I decided to participate in a climbing technique course. It has been great so far and hopefully I can continue that in March-May to get even better prepared.

Both of my grandmothers turned 90 years old this year and we celebrated with our extended families - by having a big dinner and going hiking in the north with Alla amma and by baking cakes and singing songs with Eyja amma. It was brilliant meeting everyone and celebrating together.

Me and a part of my friend circle got really dramatically reminded this year how important it is to relax, get a good night sleep and be aware of listening to our bodies. It is far too easy to get stuck in a vicious stress cycle whilst tackling demanding tasks like teaching development, PhD projects or writing books. To fight this meditation, yoga, climbing, swimming and good friends have proven to be good companions. Let’s take care y’all!

Engin ummæli: