05 janúar 2020

Gleðilegt/Frohes/Happy 2020!

Myndaflóð ársins // English version below // Link zur deutschen Version

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og vandamenn!

Árið 2019 hófst í Mosfellsbæ með svifryksgrímum og með alla glugga lokaða til að forðast hrikalegan mengunartopp vegna flugeldaofneyslu landans... ég bendi enn og aftur á að það má styrkja björgunarsveitirnar með einfaldri millifærslu í stað þess að kaupa flugelda og einnig selja þær rótarskot (trjáræktarverkefni) og fleira á borð við jólaóróa Björgunarsveitarinnar í Hafnarfirði.

Í janúar dvaldi ég í vinnutörn í Linz í Austurríki og fór í framhaldinu með hópi samnemende þar á ráðstefnu í Utrecht í Hollandi í byrjun febrúar. Við skiptumst í smærri hópa sem hver hafði sína sérhæfingu og ég kynnti mitt verkefni í hópi sem sérhæfir sig í notkun tækni við kennslu á framhalds- og háskólastigi. Þar kynntist ég mörgum nýjum samstarfsfélögum hvaðanæva að úr heiminum auk þess að hitta aftur nokkur sem ég hafði kynnst áður á öðrum ráðstefnum. Við í Linz-hópnum gistum flest saman í tveimur íbúðum nærri ráðstefnustaðnum; doktorsnemar og nýdoktorar frá Austurríki, Brasilíu, Íran, Íslandi, Ítalíu, Ungverjalandi og Úrúgvæ. Þar sem ég var enn að jafna mig eftir úlnliðsbrot gat ég hvorki klifrað, hjólað né skíðað meðan á Erasmus+ dvölinni í Austurríki stóð en ég fór til frábærs sjúkraþjálfara í Linz sem kom hreyfigetunni úr 30-40° upp í að geta aftur gert armbeygjur og jógaæfingar. Aldeilis magnað.

Þegar heim kom hélt sjúkraþjálfun áfram og ég gat loksins byrjað aftur að hjóla, klifra og skíða. Ég nýtti mér nýjar leiðir á leiðsluvegg Klifurhússins við að komast aftur í gang og félagar mínir sem fóru með mér í fyrstu skíða- og fjallaskíðaferðirnar í Bláfjöll og á Hengilssvæðið, voru allir mjög skilningsríkir og þolinmóðir þegar ég fór hægt og rólega af stað. Einnig hélt ég áfram þar sem frá var horfið við að halda leiðauppsetningarkvöld fyrir nýja kvenkyns-leiðasmiði í Klifurhúsinu. Það er gaman að fá meiri breidd í leiðirnar, hver hefur og þróar sinn stíl.

Eftir fund með rektor, konrektor og IB-stallara í MH ákvað ég að halda áfram með doktorsverkefnið veturinn 2019-2020 og fresta því um eitt ár að snúa aftur til starfa í Hamrahlíð. Mætti þó að sjálfsögðu til leiks á kennsluþróunardaginn í MH til að ræða notkun spila við kennslu stærðfræði. Ég ræddi um sama efni og fleira við kennara í Wales síðar um sumarið og spjallaði líka um leiðsagnarmat við félag íslenskra sérkennara og kennara í Kennarafélagi Suðurlands.

Páskana 2019 var haldið norður í land inn Svarfaðardal og upp á Heljardalsheiði í hópi góðra jarðvísindavina. Þar dvöldum við yfir hátíðarnar umkringd fegurð, veðri og vindum og þeystum um á fjallaskíðum í grennd við Heljuskála. Get ekki nógsamlega mælt með þessum nýja og fína skála við fjallaskíða- og göngufólk. Ævintýrinu lauk síðan með ærlegum eftir-páska-þvotti í Sundlaug Dalvíkur og með fulla maga af súpu, salati og brauði frá Gísla, Eiríki og Helga á Kaffihúsi Bakkabræðra.

Í maí lá leið mín aftur til Linz til að skipuleggja og halda utan um framkvæmd ráðstefnu sem þar er haldin tvisvar á ári um nýjungar í menntunarfræði STEAM greina (náttúruvísinda-, tækni- verkfræði-, og listgreinar auk stærðfræði). Þar vann ég líka myrkranna á milli að skýrsluskrifum fyrir áfangamat um doktorsverkefnið mitt. Hefði líklega unnið yfir mig ef lettnesk vinkona mín hefði ekki skotist í heimsókn eina helgi og dregið mig út að leika. Við klifruðum á undurfögrum stöðum í Austurríki í félagi við vini og kunningja úr Kletterfexen hópnum í Linz. Klifur bæði hvílir og skerpir hugann og það hjálpaði heilmikið við að slá smiðshöggið á skýrsluskrifin.

Sumarið var óvenjugott til klifuriðkunar og því auðveldara en ella að skreppa í klifur eitt kvöld eða helgi inn á milli greinaskrifa, áfangamats og ráðstefna. Meðal annars leiddi ég fyrstu 5.7 leiðina í dóti í Gerðubergi, klifraði í fyrsta skipti 5.10a beint af augum (onsight) í Norðurfirði á Ströndum og tók þátt í að bolta og frumfara nýja 5.8 leið þar norður frá líka. Áfangamatið (eins konar próf um stöðu doktorsverkefnisins) gekk vel og var virkilega hjálplegt að ræða við prófdómararana, þau Peter Liljedahl frá Kanada og Kristínu Bjarnadóttur, sem gáfu mér ráð fyrir næstu skref í verkefninu. Peter hélt líka fróðlega vinnusmiðju um kennsluaðferðir sem stuðla að hugsun í stærðfræðitímum og við Ingólfur Gíslason félagi minn á Menntavísindasviði skrifuðum um það stutta grein í Skólaþræði. Ég stefni á að klára doktorsverkefnið einhvern tíma með vorinu eða næsta sumar.

Í lok júlí skrapp ég til Þýskalands á ráðstefnu í mikilli hitabylgju. Okkur til mikils léttis reyndist ráðstefnan vera í eina loftkælda sal háskólans í Essen. Þessi ráðstefna var smærri í sniðum en sú í Utrecht og því betra tækifæri til að ræða við og fá viðbrögð frá reyndu fræðifólki, nokkuð sem er alveg ómetanlegt. Ég var svo heppin að einn félaga minna bauð mér gistingu enda miklu skemmtilegra (og ódýrara fyrir blanka stúdenta) að ferðast á þann hátt.

Ketill flutti af Laugarnesveginum í sumar en sem betur fer er hann ekki langt í burtu svo ég næ að heilsa upp á hann öðru hvoru. Herbergið var heldur ekki lengi autt því fljótlega flutti inn Sara frá Spáni. Verslunarmannahelginni varði ég í göngur og bílabras með góðum hópi vina og félaga þeirra á Hveravöllum við Kjalveg. Veðrið lék þar við okkur og það var dálítið svakalegt að sjá hvað jöklarnir hafa hopað mikið á þessum fimm árum sem liðin voru síðan ég dvaldi þarna síðast. Gestir sem hingað komu frá Linz og gistu á sófanum í ágúst voru líka heppnir með veður. Einn þeirra kom í klifurferð og mér finnst alveg ótrúlegt að hægt sé að koma í vikulanga klifurferð til Íslands og fá gott verður alla dagana - hefði aldrei spáð því fyrirfram.

Haustið var undirlagt af gagnasöfnun fyrir doktorsverkefnið, vinnu með kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi, undirbúning fyrir ráðstefnu Stærðfræðafélagsins og einnig skutumst við Freyja á ráðstefnu hjá Geogebru-samstarfsneti Norður- og Eystrasaltslanda í Eistlandi. Doktorsverkefnið mitt á einmitt uppruna sinn í því samstarfsneti.

Mamma varð sjötug á árinu og fagnaði því í Suðursveit með pabba og sjö ára systursyni mínum. Þau pabbi hafa að vanda stutt mig með ráðum og dáð og reglulegum kvöldmatarboðum á árinu og lánað mér bíl til að komast í klifurferðir auk þess sem ég fékk að gista hjá þeim eftir aðgerð þar sem málmplata og skrúfur voru fjarlægðar úr úlnlið. Nú er formlegri sjúkraþjálfun lokið, ég held áfram að gera æfingar og úlnliðurinn er orðinn nánast eins og áður.

Þannig var nú það - stiklað á stóru! Sjálfsagt hefur eitthvað gleymst að nefna og líkt og sjá má í myndaflóði ársins þá var ýmislegt fleira skemmtilegt (helst útivistartengt) brallað inn á milli vinnutarna.

Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs og þakka kærlega fyrir gamla árið! Vonandi sjáumst við á nýju ári :-)

---
English version
----

2019 started in Mosfellsbær at the outskirts of the capital area with friends. We had to wear masks and keep all windows closes due to a peak in pollution caused by fireworks... I cannot stress enough that it is easily possible to celebrate the new year without heavy metal polluted trash causing asthma and traumatized animals.

January was spent in Linz in Austria working. Since I was recovering from wrist injury I had to refrain from climbing, skiing or biking but at least the physiotherapist managed to get me from 30-40° movement to slowly being able to do yoga exercises and push-ups again. Quite nice. Before going back to Iceland for more physiotherapy, I joined the group to travel to Utrecht in the Netherlands for a conference. We were a large group of PhD students and post-docs from Austria, Brazil, Hungary, Iran, Iceland, Italy, and Uruguay all having Zsolt Lavicza as our main- or second-supervisor and all joined different working groups at the conference. My working group focused on the use of technology when teaching mathematics. It was nice to meet colleagues from previous conferences and to get to know new colleagues from all over the world.

Back in Iceland I finally was able to go biking, climbing and skiing again. It was a slow start but my friends and Klifurhús (local climbing gym) staff supported me in gradually gaining strength again. Also, I continued to organize some all-female-routesetting-events to introduce girls and women to routesetting. Everyone has and develops their own style of setting routes and it is great to see new setters expand the spectrum of routes in the gym.

After a meeting with the school board at Hamrahlíð Junior College, I decided to continue working on my PhD project in 2019-2020 and delay my return to teaching there until fall 2020. However, I participated in the annual teaching development day and presented a project initiated by Diego Lieban from Brazil on how to use the board game SET in teaching mathematics.

Easter 2019 was spent on the Troll peninsula (Tröllaskagi) with a wonderful group of geoscience friends. We stayed in a nice new hut located on Death Valley Heath (Heljardalsheiði) in mostly good weather conditions with beautiful surroundings. The hut is a gem both for hikers and skiers. After 5 days without a shower it was quite necessary to stop by Dalvík at the local swimming pool and café Bakkabraedra.

In May, I went again to Linz to plan and administrate a local conference on innovation in STEAM education. I was also preparing my midterm evaluation examination in Iceland, restlessly writing a report. Might have over-worked if my Latvian friend Anna had not arrived from Stockholm to drag me out with her to play. We went climbing in beautiful surroundings in the area along with some of my Linz Kletterfexen climbing companions. It is good for mind and body to go climbing and surely helped a lot for the final report writing sprint.

In Iceland, we had a great summer and therefore easier as normal to get some climbing evenings and weekends squeezed in between work on papers and preparations for conferences and my external evaluation exam. Among other things I lead my first 5.7 traditional climbing route in Gerðuberg, W-Iceland, did my first 5.10a onsight in Norðurfjörður, NW-Iceland and took part in bolting and doing the first ascent of a new 5.8 in Norðurfjörður. The external evaluation exam went well and I received a lot of helpful comments from the external evaluators Peter Liljedahl from Canada and Kristín Bjarnadóttir from Iceland. Peter also gave a workshop on how to build a thinking classroom in mathematics. I plan on handing in my PhD thesis hopefully in spring or summer.

There was a heatwave in Germany in July. Fortunately the conference I went to in Essen had some air conditioning in the building. Since this conference was smaller than the one in Utrecht, it was a great opportunity and invaluable to meet and discuss experienced scholars in our field. I was also lucky to be able to stay at a friend's place during the conference, having a chat in the morning during breakfast on the balcony is a good start for the day. Nearby was a beautiful park with big trees giving shadow in the sun.

My flatmate Ketill moved into a new flat in summer and soon Sara from Spain became my new flatmate. However, Ketill does not live faraway and we keep in contact. He joined us end of July/beginning of August for a trip to the highlands for a short vacation with friends and their friends. We stayed in a hut in Hveravellir and it was quite alarming to see how much the glaciers have melted in only five years time (since the last time I stayed there).

The weather was simply amazing many weeks in a row and guests coming from Linz in August surely had an extraordinary experience weather-wise. One of them came to climb and I still find it hard to grasp that one can come to Iceland for one week of climbing and have great weather every day - I would never have guessed that such crazy luck was possible.

In fall, I was busy during that time - collecting data for my PhD project, working with teachers, preparing the Icelandic Mathematical Society bi-annual conference, and going to a Nordic and Baltic GeoGebra Network collaboration conference in Tartu in Estonia. My PhD project originated from exactly that collaboration project.

Mymom turned 70 and celebrated it on the country side with dad and their 7-year-old grandchild (son of my sister). My parents have supported me by regular invitations for dinner, borrowing a car for climbing trips and offering a place to stay when I wasn't allowed to be home-alone after a follow-up surgery in fall: I'm not a cyborg anymore! The metallic plate and screws have been removed from my wrist. When I write this, formal physiotherapy is over, I continue to do some exercises and the wrist is getting back to normal.

That's it - roughly running through the year! Surely forgetting to mention many things  - but you will see some of those and more (mostly connected to the great outdoors) in the pictures from this year.

I wish you a happy new year! Thanks for everything in this year and hope to see you in the new year :-)



Engin ummæli: