Þvottagrindin í notkun
Næst var það "bland.is" sem hér heitir "willhaben.at" og þar fann ég Mustafa sem drýgir eftirlaunin sín með því að safna gömlum ónýtum reiðhjólum, búta þau í sundur og setja saman nýtilegu hlutana í ný bútasaumshjól. Eitt þeirra keypti ég af honum á rétt rúmar fimmþúsund krónur. Það er frábært.
Bútasaumshjólið frá Mustafa
Skrifstofufélagar mínir komu mér síðan í samband við fjallgönguhóp (sjá myndir úr einni göngunni hér neðar) og við höfum hingað til aldrei verið fleiri en eitt frá hverju landi. Nú síðast vorum við frá Perú, Þýskalandi, Brasilíu, Serbíu og Íslandi.
Fagurt útsýni af Hohe Dirn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli