25 október 2016

Gengið á Almkogel

Á sunnudag tókum við daginn snemma - Diego frá Brasilíu, Tomás frá Spáni, Mihaela frá Serbíu og ég - og lögðum í lestarferð til Großraming. Frá lestarstöðinni við ánna lögðum við síðan á brattann upp úr þokunni sem fyllti alla dali í morgunsárið.

Kannski er auðveldara að skoða myndirnar með því að smella hér.

































Gangan upp á topp tók þrjá og hálfa klukkustund, við sáum dádýr skoppa í þokunni og þegar við komumst upp úr skóginum var útsýnið dásamlegt og veðrið lék við okkur. Í lokin kemur hér panorama-mynd úr nokkrum myndum af toppnum:




Engin ummæli: