19 október 2016

Kynlegt

"Stelpur vilja meira vinna saman og strákar vilja frekar hafa keppni" fullyrti austurrískur athafnamaður í fyrirlestri um leikbundið nám á ráðstefnu hér í Linz dag og sýndi gamlar myndir úr LifeMagazine af strákum að boxa vs. stelpum haldast í hendur á skautum.

Ég BILAST!

Konan við hlið mér andvarpaði þegar ég ræddi þetta við hana og sagði "Dóttir okkar heldur mikið upp á fjólublátt og litli bróðir hennar sem dýrkar hana og dáir heldur því líka upp á þann lit. Um daginn hjólaði hann í fyrsta skipti án hjálpardekkja og ég póstaði mynd af honum á fjólubláa hjólinu sem hann fékk á eftir systur sinni. Fyrsta kommentið sem kom við myndina var ekki um hvað hann væri duglegur að geta hjólað bara þriggja og hálfs heldur spurning um af hverju hann væri ekki á strákahjóli".

Þegar ég sagði henni frá bleika deginum á íslenskum leikskólum og systursyni mínum í bleika prinsessukjólnum varð hún enn raunamæddari og sagði að hún gæti aldrei látið strákinn sinn í bleik föt, hann yrði bara laminn af hinum drengjunum á leikskólanum (??!) en hann gæti vel klæðst þannig heima og þar leyfðu þau honum stundum að setja teygjur og skraut í hárið eins og stóra systir.

Hér er mikið verk að vinna segi ég nú bara.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Það er því miður satt. Það er svo skrítið að gera svona mismunun...
Ég hef núna nýjan sjónarhorn síðan ég á son. Ég kaupi oft föt handa honum sem mér finnst best og það er alls ekki alltaf "handa strákum".

beamia sagði...

Nákvæmlega! Þegar við vorum lítil voru allir í allskonar litum fötum. Núna er hreinlega erfitt að finna litrík föt sem ekki eru "kynjuð" á einhvern hátt!

Liney Halla sagði...

Grey austurrísku strákarnir! :( Glatað að vera troðið í svona box. Strákar eru alveg jafn hrifnir af glimmeri og fíneríi og stelpur. Þetta eru bara börn...