10 janúar 2015

Ársyfirlit 2014

Deutsche Version mittig - English version below
Myndir hér - Photos hier - Photos here

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir nær og fjær!

Gamla árið 2014 hófst með gleði og góðum vinum á Fálkagötunni. Þetta var í annað skiptið sem Sigrún Helga bauð okkur öllum heim til sín í pottalukku-partý og þá er væntanlega stutt í að þetta verði árleg hefð? Annað og líklega besta partý nýliðins árs var líka tengt Sigrúnu því dokorsvarnardagurinn hennar í júní verður seint toppaður!

Við vinirnir héldum áfram að hittast aðra hverja viku í Bíó Paradís og ég held ég hafi hreinlega aldrei farið jafnoft í bíó eða séð jafnfjölbreyttar kvikmyndir á einu ári. Hins vegar fór ég ósköp sjaldan í leikhús og vonandi breytist það á nýja árinu. Við Sven íbúðarfélagi minn tókum á móti fjölda gesta - vinum hans og fjölskyldu og sófaflökkurum hvers konar sem leið áttu um Ísland, elduðum alls konar framandi mat, fórum oft að sjá Visitors verkið hans Ragnars Kjartanssonar og sóttum tónleika. Sven flutti til Þýskalands í apríl og þá flutti Triin inn í kommúnuna og tóku við heldur rólegri dagar. Lítill tími gafst til að finna nýjan íbúðarfélaga þegar Triin flutti til Eistlands og ég prófaði því að vera ein í íbúðinni eitthvað fram á sumarið. Ekki þar með sagt að ég hafi verið einmana því drjúgan hluta þessa tíma var ég á ferð og flugi með vinum hér og þar og sófaflakkarar létu sig ekki vanta.

Við Guðný fórum til Edinborgar um páskana til að létta lund eftir þriggja vikna verkfall framhaldsskólakennara og ekki síður til að viða að okkur hugmyndum fyrir skapandi forritun, nýtt námskeið í MH sem fór á flug á haustönninni. Má segja að það hafi verið barnið hennar Guðnýjar og gekk fæðingin vonum framar með frábærum hópi áhugasamra nemenda. Áður en haustið skall á nýttum við Guðný sumarið í gönguferðir um Suðausturland, leigðum saman íbúð í Berlín ásamt Sigrúnu Helgu, Freyju og Agli og heimsóttum gamlar slóðir í Dresden og Saxelfursandsteinsfjallgarðinum. Ég náði líka að heimsækja Cindy í Leipzig, Yo í Dresden, Schubi og Juliu í Berlín og heilsa upp á Pit & Anitu & Benna, Jule & Jens, Anne, Mariu, Bene & Ninu, Ingu & Philipp, Eriku... og fleiri á Þýskalandsreisunni.

Mig hafði lengi langað til að fara á tónlistarhátíðina á Rauðasandi og fékk Hönnu vinkonu mína til að slást með í för þótt enn væri óvíst um fararmátann vestur. Við erum báðar svo lánsamar að geta stundað bíllausan lífsstíl og enduðum á að auglýsa eftir fari og ferðafélögum á Facebook. Viti menn, hafði þá ekki gamall sumarvinnufélagi okkar af Vatnamælingum, hann Bergur, samband og bauð fram jeppann sinn hann Gamla Grána sem fararskjóta. Við höfðum ekki séð Berg í 8 ár eða rúmlega það og fannst þetta alveg tilvalið tilefni til endurfunda. Ekki hefði mig samt grunað fyrir fram að ferðin yrði upphaf að sambandi og að stuttu síðar yrði Bergur fluttur hingað á Laugarnesveginn. Afar óvænt og skemmtilegt svo ekki sé meira sagt!

Líney, Sigurður og Sölvi komu til Íslands í sumar og stuttu síðar kom líka Lára frænka í heimsókn eftir langa dvöl í Ástralíu og klifur-flakk um heiminn. Við fórum í ferðalag norður til Akureyrar eftir smá sumarbústaðarstopp í Borgarfirðinum með fjölskyldunni, gengum víða um Norðurland og undum margan sokkinn því landið var svo blautt. Þegar önnur var að gefast upp var hin ávallt hress og kát og þannig komumst við upp á fjöll, út á annes og inn eftir dölum.

Líkt og fyrri ár vann ég með stærðfræðifólki frá Norður- og Eystrasaltslöndum í tengslum við Geogebra hugbúnaðinn. Við hittumst bæði á Laugarvatni í mars og í Yllöjärvi í Finnlandi í október og gerðum áhugaverða tilraun á því að nota talsetningu stærðfræðimyndbanda sem kennslutæki. Til að undirbúa fyrirlestur í Finnlandi hélt ég líka erindi á Menntakviku í Háskóla Íslands og á þingi Flatar, félags stærðfræðikennara. Mér finnst þetta alþjóðasamstarf vera afar mikilvægt til að fá hugmyndir í starfi. Hjólferðin á Flatar-þingið var líka meðal þeirra eftirminnilegustu á árinu. Á leiðinni í Mosfellsbæinn úr Laugarnesinu lenti ég í þvílíkum mótvindi og hagléli og þegar ég ætlaði að gefast upp á móts við Korputorgið, taka strætó eða hringja á leigubíl þá voru allir vagnar farnir og síminn dáinn... Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum þegar bíll sem ók hjá sveigði út í kant, bakkaði og reyndist vera kollega mín úr MK sem kippti mér upp í bílinn sinn og bjargaði því að ég mætti á réttum tíma!

Við vinnufélagarnir í MH héldum til Rómarborgar í október til að skoða okkur um og kynna okkur starfið í framhaldsskólum þar. Það var svolítill sumarauki í vetrarhríðinni! Einnig yljaði Iceland Airwaves með tónlist, gestum og gamani kringum það. Önnin var annars afar erilsöm og þegar jólafríið kom loksins til að færa meiri svefn þá hófst það svona líka hressilega með góðum vinum á göngu inn í Reykjadal til að baða sig í heitum læk.

Þetta árið var enn á ný mikið spilað, eldað og drukkið te hér á Laugarnesveginum. Anne meira að segja sneri aftur frá Þýskalandi og bjó með okkur Bergi um tíma í haust en annars þurfum við líklega ekki að leita íbúðarfélaga hér eftir - höfum það gott tvö og eigum þá gestaherbergi fyrir vini, ættingja og sófaflakkara.

Hafið það gott á nýja árinu!
Kær kveðja, Bjarnheiður

~~~

Frohes Neues Jahr liebe Freunde nah und fern!

2014 ist mit Freude und Freunden hier in Reykjavík angefangen. Es war das zweite mal, dass der Freundeskreis eine Mitbringparty zu Silvester organisiert und wahrscheinlich wird es dann zu einer Tradition? Die beste Party des vergangenen Jahres war auch mit der Silvester-Gastgeberin Sigrún Helga verbunden, denn sie hat ihren Doktortitel verteidigt und wir haben ohne Pause 18 Stunden lang gefeiert, sehr erfrischend!

Meine Freunde haben auch jede zweite Woche ein Programmkinoabend geplant, sodass ich wahrscheinlich nie in meinem Leben so oft im Kino war oder so unterschiedliche und zahlreiche Filme gesehen habe. Leider bin ich dafür viel zu wenig ins Theater gegangen und hoffentlich ändert das sich in diesem neuen Jahr. Mein Mitbewohner Sven und ich haben ganz viele Gäste empfangen - seine Freunde, deren Freunde, seine Familie... und meine Couchsurfer natürlich, die alle hier in Island einen Aufenthalt hatten. Wir haben auch ganz oft etwas gekocht, Ausstellungen oder Konzerte besucht, Tatort geschaut und Spiele gespielt (vor allem Cabo!). Kaum war Sven ausgezogen, dann ist Triin eingezogen und hat hier ein paar Wochen verbracht, bevor es für sie weiter nach Estland ging. Danach habe ich es probiert alleine in der Wohnung zu wohnen. Es klingt einsam, aber war es nicht, denn in der Zeit war ich eher wenig zu Hause und viel unterwegs.

Es gab im Frühjahr drei Wochen lang einen Gymnasiallehrerstreik und danach war es ziemlich erfrischend zu Ostern mit Gudny nach Edinburg zu reisen. Dort haben wir auch Ideen für "Kreatives Programmieren" gesammelt, ein Kurs, der später im Herbssemester zum ersten mal gelaufen ist. Man könnte sagen, dass dieser Kurs Gudnys Kind war und also ist die Geburt sehr gut gelungen mit richtig tollen und interessierten Schülern. Bevor das Herbstsemester aber anfing, haben wir den Sommer mit langen Treckingtouren in Südost-Island genossen und waren auch in Deutschland mit isländischen Freunden, Berlin, Dresden und die Sächsische Schweiz besuchen. Die Zeit in Deutschland war diesmal etwas knapp, aber umso mehr habe ich mich gefreut diejenigen zu sehen, die Zeit hatten! So war ich bei Cindy in Leipzig, Yo in Dresden, Schubi und Julia in Berlin und habe außerdem Pit & Anita & Benni, Jule & Jens, Anne, Maria, Bene & Nina, Inga & Philipp, Erika... getroffen.

Schon lange hatte ich vor gehabt, Rauðasandur Festival in den Westfjorden von Island zu besuchen. Hanna war bereit mitzureisen auch wenn wir noch kein Auto oder andere Verkehrsmittel organisiert hatten. Wir haben am Ende eine Anzeige an unsere Facebook-Freunde geschrieben, um Auto und Mitreisende zu finden. Ein alter Sommerjob-Kumpel von uns, den wir seit etwa 8 Jahren nicht mehr gesehen hatten, hat sich auf unsere Anzeige gemeldet und los sind wir Richtung Nordwesten und Abenteuer gereist. Ich hätte vorher nie ahnen können, dass diese Reise mich in eine Beziehung bringen würde und sogar, dass Bergur hier im Herbst einziehen würde. Eine sehr tolle Überraschung!

Meine Schwester Líney Halla mit ihrem Freund Sigurður und Sohn Sölvi sind im Sommer für einen Monat aus Schweden nach Island gekommen. Unsere Cousine Lára ist zur selben Zeit zu Besuch gekommen, nach langem Aufenthalt in Australien und Kletterreisen hier und da auf der Welt. Zusammen haben wir einen Ausflug nach Akureyri gemacht, der im Sommerhaus in Borgarfjörður mit der Familie anfing und weiter in den Norden lief mit viel Socken-trocknerei, da Island im Sommer sehr nass war. Immer wenn die eine von uns beiden am Aufgeben war, hatte die andere Energie und umgekehrt und so sind wir schön die Berge hoch, raus auf die Klippen und die Täler rein gewandert.

So wie in den Jahren zuvor habe ich mit Kollegen aus den Nordischen und Baltischen Ländern, die die Geogebra Applikation benutzen, kollaboriert. Wir haben uns sowohl hier in Island im März als auch in Finnland im Oktober getroffen und ein sehr interessantes Experiment gemacht, wo Schüler lautlose Videoaufnahmen mit mathematischen Themen bearbeiten und den Ton verleihen. Um unseren Vortrag in Finnland zu vorbereiten habe ich auch an zwei Konferenzen in Island teilgenommen - internationale Zusammenarbeit bringt einen dazu alles mögliche zu machen und daraus erhält man zahlreiche Ideen für den Leherjob.

Mit meinen Kollegen am MH Gymnasium bin ich im Oktober nach Rom in Italien gereist. Wir haben dort Gymnasien besucht und die Geschichte der Stadt bewundert. Es war ein kleiner Extra-Sommer im Isländischen Winter! Das Musikfestival Iceland Airwaves hat uns Ende Oktober schöne Musik, liebe Gäste und viel Spaß gebracht. Ansonsten war der Herbstsemester sehr ausgelastet mit viel Extra-Arbeitsstunden und als die Weihnachtsferien endlich mehr Schlaf gebracht hat, bin ich mit Freunden auf eine erfrischende Wintertagestour gefahren, wo wir stundenlang durch den Schnee kämpften, um in einem heißen Bach zu baden.

Wieder wurde viel gespielt, gekocht und Tee getrunken hier in der WG. Anne ist sogar zurück aus Deutschland gekehrt und hat hier im Herbst ein paar Wochen mit uns gewohnt. Jetzt habe ich aber erstmal das tolle WG-Leben hinter mir und wohne schön weiter mit meinem Freund Bergur hier in der Wohnung - aus dem zweiten Zimmer ist einfach ein Gästezimmer für Freunde, Familie und Couchsurfer geworden - seid herzlich willkommen!

Genießt das neue Jahr!

Viele liebe Grüße, Bea

~~~

Happy New Year dear friends far and near!

2014 started joyfully with friends at a pot-luck-party like the year before - a tradition is born? The best party of the year was also related to the people there - Sigrún Helga got her Ph.D. and we celebrated non-stop for 18 hours!

My friends started a cinema club and I think I never went as many times to the movies before. We mainly watched European movies and most of the time did not really know what to expect, which made it even more fun! Because of limited spare time I didn't go very often to the theatre and would like to change that in the new year. My flatmate Sven and I received a lot of guests throughout the time he was here - his friends, family and couchsurfers dropped by in Iceland, we cooked together, went to concerts, and told each other about interesting art exhibitions. Sven moved to Germany in April, Triin moved in, and we had some very restful days before she left for Estonia. I didn't have time to find new flatmates, and instead tried to live by my own until Summer came. There was no time for loneliness though, since I kept meeting friends and hosting couchsurfers. .

There was a three weeks long teacher strike in Iceland in the Spring. After this it was quite refreshing to go with Gudny to Edinburgh for the International Science Festival seeking ideas for a new course at our high school. This new course is called creative programming and we really enjoyed it - not only the two of us, but also our pupils. Before starting the course, we however enjoyed Summer in the Southeast of Iceland, going hiking in Katla and Skaftafell national park and around Vatnajökull glacier. After Gudny came back from a visit to Thailand we also met in Berlin, Dresden and Saxonian Switzerland (all in Germany) to hike and enjoy "our" old places with our friends. I managed to meet up with many friends despite this short visit to Germany.

For some years I had been dreaming of going to a music festival called Rauðasandur festival, held yearly in the Westfjords of Iceland. My friend Hanna was ready to join and we both are so lucky to be able to access most things by bike, bus or on foot so the only thing we needed to organize was to find a ride or borrow a car. After posting a call-for-a-ride on Facebook our former colleague Bergur, with whom we had worked some 8 years ago, wrote us a message telling that he had free space in his old jeep. Little did I know that this reunion of ours would lead to something more than just meeting old friends - Bergur and I starting a relationship and not too long after Rauðasandur festival, he had moved to Laugarnesvegur. Such a nice surprise!

My sister Líney, her boyfriend Sigurður and son Sölvi came to Iceland this Summer and stayed for one month. Shortly after they arrived our cousin Lára payed us a visit. She had been living in Australia and doing some climbing here and there on the globe so it was time to travel a bit and hike in Iceland. We started our trip in a cottage in Borgarfjörður, West-Iceland, went on to the North to hike mountains, walk out to the edge of some cliffs and explore the valleys on the way to Akureyri where our grandmother and lots of relatives live. It was quite a wet Summer in Iceland, but we managed to encourage each other; when one was feeling tired the other was energetic and vice versa.

During the past few years I have been working with colleagues from the Northern and Baltic countries on projects using the software Geogebra. This year we met in Iceland in March for a meeting, in Finland in October for a conference, and in between we skyped to plan and make an experiment on silent math videos (the pupils were to add the sound). Such a nice collaboration.

With my colleagues at the high school MH I visited to Rome for the first time, getting to know the ancient ruins and the high schools there. It added some Summer to the Icelandic Winter. Apart from the trip to Rome and a break around Iceland Airwaves with dear guests, music and fun, this term was one of the busiest I have ever had at work. I was very happy to be able to sleep again when the Yule-Holidays arrived. To celebrate, I went with my friends on a hike to a hot river in an icy valley and bathed in it - very refreshing!

This year again we played cards and board games, cooked a lot and drank liters of tea here at home in Laugarnesvegur. Anne even came back from Germany and spent some weeks with us in the shared flat in Autumn, but probably we won't be seeking any new flatmates from now on, simply staying the two of us and thus having even more space for friends, family, and couchsurfers - you are welcome!

Enjoy 2015!

All the best, Bea 2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa ársyfirlitið - hlakka til 2015!
kv. Rósa

kirsten sevig sagði...

It was fun reading about your year and seeing your beautiful pictures, too! I'm so glad you've had such a lovely year, and I hope to spend more time with you in 2015! :)