11 janúar 2014

Ársyfirlit 2013

Deutsche Version mittig - English version below

Gleðilegt nýtt ár elsku vinir nær og fjær!

Gamla árið 2013 hófst með gleði og góðum vinum á Skólavörðuholtinu. Einhverjir vinir héldu af landi brott á árinu, aðrir komu til baka og sumum kynntist ég í fyrsta skipti – þótt það sé nú oft eins og við höfum alltaf þekkst.

Ég prófaði ýmislegt í fyrsta skipti á árinu. Má þar nefna að renna sér á snjóbretti norður í Hlíðarfjalli, að sigla í sterkum vindi í Hamborg, að ganga á línu milli trjáa (slack-line) á Quiberon-skaga, að baka crêpes á steini í Brétagne, að bregðast við eldingum á hálendi Íslands og að flétta hárið í hring kringum höfuðið (eða það "lærði" ég eiginlega ekki heldur skáldaði upp úr sjálfri mér einn morguninn). Eitthvað vinnutengt sem sem bættist í reynslubankann var að kynna íslenska stærðfræði-ólympíufara fyrir netafræði, búa til örnámskeið um hexaflexagona, snjalltæki og raunvísindi með henni Guðnýju vinkonu minni og samkennara og að halda vinnusmiðju um notkun stærðfræðihugbúnaðarins Geogebru á ráðstefnu í Kaupmannahöfn.

Í reisum ársins voru, auk ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn, þau Líney Halla, Sigurður Ægir og Jón Sölvi sótt heim í Lundi í Svíþjóð, flakkað milli vina í Norður-Þýskalandi, stokkið í öldurótið í Brétagne með frönskum vinum og gengið um Vestfirði og hálendi Íslands með íslenskum, þýskum og ungverskum vinum.

Það var mikið spilað, eldað og bakað hér á Laugarnesveginum og ég hef verið afar lánsöm með sambýlinga þetta fyrsta ár í nýrri íbúð... nema eitt skipti - þurfti að segja upp meðleigjanda í fyrsta skipti á ævinni! Stundum ganga hlutirnir bara ekki upp.... Gamla árið var að þessu sinni kvatt með ferðalagi í Hvalfjörð og á Þingvelli, risastóru pottalukku-matarboði með vinafjöld og dansi fram á nótt.

Hafið það gott á nýja árinu!
Kær kveðja, Bjarnheiður

Frohes Neues Jahr liebe Freunde nah und fern!

2013 fing fröhlich in Reykjavík mit Freunden an. Ein paar meiner Freunde sind ins Ausland umgezogen, einige sind nach Island zurückgekehrt und andere habe ich erst kennen gelernt – auch wenn es sich oft so fühlt als ob hätten wir uns immer gekannt.

Viel habe ich um ersten Mal probiert. Ein paar Beispiele: habe in Hlíðarfjall das Snowboarden gelernt, bin in Hamburg bei starkem Wind gesegelt, bin in Quiberon auf einem Seil gelaufen, habe crêpes auf einem “billig” in Brétagne gebacken, habe Donnerwetter im Hochland Islands erlebt (sehr ungewöhnlich!) und bin plötzlich auf die Idee gekommen, meine Haare rund um den Kopf zu flechten – es hat geklappt! Noch etwas mehr arbeitbezogen: das Isländische Matheolympiadeteam mit Graphentheorie voll gestopft, mit Gudny (Freundin+Kollegin) einen Kleinkurs mit Hexaflexagonen und Naturwissenschaftlichen Apps entwickelt, Integrale zum ersten Mal unterrichtet und in Copenhagen bei einem Konferenz einen Geogebra-Workshop gegeben. 

Außer der Konferenz-Reise war ich auch meine Schwester und ihre Familie in Lund in Schweden besuchen, habe viele liebe Freunde in Nord-Deutschland besucht, bin in die Wellen in Brétagne mit französischen Freunden gesprungen und war in den Westfjords und im Hochland mit Freunden aus Island, Deutschland und Ungarn.

In der neuen WG in Laugarnesvegur gab es viel Kartenspielen, Essen kochen/backen und gemütlich Tee trinken mit lieben Mitbewohnern und Freunden. Das Jahr endete mit einer Reise in Hvalfjörður und Þingvellir, einer Mitbringparty und viel Tanzen bis in die Nacht.

Genießt das neue Jahr!

Viele liebe Grüße, Bea

Happy New Year dear friends far and near!

2013 started joyfully on “the hill with the big church” in Reykjavík. Some of my friends moved abroad, some came back to Iceland, and as usual I also got to know new friends, although it often seems as if I had always known them.

Last year, I tried out several things for the first time. To name a few: I learnt to snowboard in Hlíðarfjall mountain, to sail in strong wind in Hamburg, to walk on a slack-line in Quiberon, to bake crêpes on a “billig” in Brétagne, how to react when you face a thunderstorm in the Icelandic highlands (very unusual situation!), and to braid my hear around the head. A bit more work related; teaching the Icelandic Mathematics Olympia team some graph theory, giving a short course on hexaflexagons and science apps, teaching integrals in high school, and giving a workshop at a conference in Copenhagen on the use of Geogebra software in teaching mathematics.

In addition to the conference trip, I also visited my sister and her family in Lund in Sweden, surfed on my friends’ couches in the northern part of Germany, jumped into the waves in Brétagne with French friends, and hiked in the Westfjords and highlands of Iceland with friends from Iceland, Germany and Hungary.

There was a lot of playing cards, cooking and baking going on here in Laugarnesvegur and I have had really good flatmates this first year in the new flat. The year ended traveling in Hvalfjörður fjord and Þingvellir national park, preparing food for a potluck party with friends and dancing into the night.

Enjoy 2014!

All the best, Bea 

Anno 2013

Engin ummæli: