Um miðja síðustu viku fengum við stærðfræðikennarar verkefni frá íslenskudeildinni. Við höfðum 40-60 mínútur til að skrifa örsögur. Verkefnin voru mismunandi en mitt verkefni var svona:
Skrifaðu örsögu (færri en 300 orð) sem inniheldur öll eftirtalinna orða: líffræði, skólaskírteini, skiptinemi, laufblað, blóðsýni.
Skemmst er frá því að segja að þetta var mjög skemmtilegt verkefni að glíma við og prýðisgóð hvíld fyrir hugann að einbeita sér að einhverju allt öðru en stærðfræðinni.
Hér er sagan mín:
„Af hverju skyldi bara eitt af þeim vera rautt?“, hugsaði Anna meðan hún stormaði gegnum gular laufhrúgur í trjágöngunum við Aðalbygginguna. Eitt rautt laufblað af milljón og alveg örugglega öll af birkinu, alla vega virtust þau öll hafa sama form. Hún ákvað að taka rauða blaðið með sér, dró upp úr töskunni doðrantinn sem var lesefnið í líffræði þessa önnina og lagði blaðið einhvers staðar í bókina miðja. Þá myndi það pressast og verða fínt. Það virtist eitthvað svo langt síðan Anna hafði verið hérna á háskólasvæðinu. Samt var bara rúmt ár liðið frá því að hún fór út til Argentínu sem skiptinemi. Hún hafði gleymt því að búið var að flytja Stúdentaráð yfir í Háskólatorg og því byrjað að leita í gamla húsinu við Hringbrautina til að finna staðinn þar sem hún gæti sótt nýtt skólaskírteini. Þetta hafði verið svo ruglingslegur dagur. Kannski var hún svona ringluð út af rannsókninni um morguninn? Allt vegna einhvers faraldurs í Suður-Ameríku. Mamma hafði hringt áhyggjufull í gærkvöldi og beðið hana að fara og láta kanna málið. Það væri ókeypis og hún ætti að fá niðurstöðu fljótt og örugglega. Þetta hafði víst komið í fréttunum á laugardaginn en Anna horfði aldrei á sjónvarp og fylgdist lítið með innlendum fréttum nema bara því sem kom á Facebook hjá vinum hennar. Og þó. Það gæti ekki verið að hún væri svona ringluð yfir litlu blóðsýni. Hún var jú alvanur blóðgjafi og í Blóðbankanum var manni alltaf tekið miklu meira blóð! Drrrring! Svúmm! Bíllinn straukst við tærnar á henni. Hún hafði verið í svo þungum þönkum að innkeyrslan að bílastæðinu hafði alveg farið fram hjá henni. „Ja hérna, nú verð ég að vakna!“ sagði hún við sjálfa sig um leið og hún svaraði símanum. Kannski væri komin niðurstaða úr rannsókninni, vonandi hafði hún ekki smitast.
1 ummæli:
wtsqqalrr www.newdiscountlouisvuittonhandbags.com kajeveefi [url=http://www.newdiscountlouisvuittonhandbags.com]louis vuitton tote bag[/url] fvstanoeb
yzztumfvx www.louisvuittonreplicbagsonline.com pzslnzgvy [url=http://www.louisvuittonreplicbagsonline.com]louis vuitton bag[/url] fctluvpbm
fxawcwqjf www.louisvuittonluggageonline.com bslsfybpw [url=http://www.louisvuittonluggageonline.com]louis vuitton bags for sale[/url] xqptwjept
ehnxsozvo www.louisvuittononlineshoes.com gluuodems [url=http://www.louisvuittononlineshoes.com]cheap louis vuitton bags uk[/url] fgaadstvd
obxocffya www.louisvuittononsaleshoes.com zfzfwylke [url=http://www.louisvuittononsaleshoes.com]louis vuitton handbags[/url] ietepgbcj
Skrifa ummæli