28 ágúst 2011

Hvítasunnukarneval

Fyrir sjö árum sagði Carsten Thomas mér frá Karneval der Kulturen, litríkri menningarhátíð í Berlín sem haldin er um hvítasunnuhelgina ár hvert, og allt síðan þá langaði mig að upplifa dansinn og gleðina, smakka mat frá ýmsum heimshornum og týna mér í mannhafinu. Nú í ár gafst loksins tækifæri til þess og hátíðin var jafnvel enn betri en ég hafði hugsað mér!

Dagurinn hófst á kaffihúsi í Kreuzberg. Því miður gleymdi ég myndavélinni heima en hún Ásta vinkona mín lánaði mér myndavélina sína meðan við fylgdumst með skrúðgöngunni á Hasenheide. Þaðan héldum við síðan á torg til að hlýða á útitónleika og fá okkur kvöldmat. Þótt tónleikahaldi lyki stundvíslega klukkan ellefu þá var nóttin enn ung innandyra og hélt hópurinn í fyrrum vöruskemmur járnbrautanna til að dansa fram á næsta morgun.

Engin ummæli: