16 ágúst 2011

Byrjun júní við vatnið

Jule vinkona mín býr og starfar í Hof í Bæjaralandi en ólst upp í Berlín.

Hér er Jule í garði foreldra sinna

Foreldrar hennar eiga heima rétt utan við Berlín og við hittumst þar í morgunkaffi úti í garði einn daginn í byrjun júní.

Búið að leggja á borð

Við Jule, þreyttar eftir vinnu og ferðalög en jafnframt kátar yfir endurfundum

Stundarlangan hjóltúr frá húsinu, gegnum þorp og skóg, er fallegt djúpt vatn að nafni Liepnitzsee.

Blátt og tært vatnið í skóginum

Það er umvafið skógi, með lind á botninum og eyju fyrir miðju. Þangað fórum við, syntum út í eyjuna og reyndum að bægja frá mýflugum þar til við urðum að játa okkur sigraðar og syntum til baka.

Tær og sokkar eftir sundið

Á heimleiðinni gerðum við hlé á ferðinni í Bernau til að borða ís og skoða miðaldahluta bæjarins. Þar reyndist þá vera miðaldahátíð, alveg óvænt.

Skrúðganga á miðaldahátíð í Bernau

Deginum lauk aftur í garðinum þar sem ég fékk að klippa nokkrar rósir til að taka með mér heim og setja í vasa um kvöldið.


Rósir í vasa ásamt nellikum og Maríustakki

Sólin hélt áfram að skína alla fyrstu júní-helgina og þar sem Hlynur var á ferðinni, þá mæltum við okkur öll mót á kaffihúsi; Hlynur, Inga og ég.

Inga er heldur betur leikin við að taka myndir með útréttan arminn

Síðan kom hellidemba mánudaginn eftir, gróðrinum til mikillar gleði.

Rigning í Seumestraße

Engin ummæli: