28 ágúst 2011

Hjóltúr í Königs-Wusterhausen

Í lok maí fór stærðfræðimenntunardeildin í Humboldt-háskóla í lautarferð á hjólum í nágrenni Königs-Wusterhausen. Veðrið lék við okkur og ég hnerraði þessi reiðinnar ósköp enda var grasið byrjað að mynda frjókorn.

Við byrjuðum á að skoða veiðihöll herkonungsins Friðriks Vilhelms fyrsta af Prússlandi og héldum síðan áfram för gegnum engi og skóga, fram hjá vötnum og lækjum þar sem við breiddum úr teppum og settumst að snæðingi við vatnið. Tveir kennaranna sem voru í námsleyfi sömdu spurningaleik til skemmtunar eftir hádegisverðinn og síðan héldum við áfram för fram eftir degi með smá stoppi á kaffihúsi.

Myndir má sjá hér.

Engin ummæli: