26 júlí 2011

Langt um liðið

Frá því í janúar hef ég drukknað í vinnu en tókst að draga sjálfa mig á hárinu upp úr öldurótinu eins og Barón Múnkhásen forðum daga og koma mér á þurrt land. Nei, nú er ég kannski aðeins að ýkja. En ég drukknaði samt næstum í vinnu fram í maí og það var lítið um djúpsjávardoktorspælingar en mikið um skriffinnskufroðugerð í vinnunni. Úff, hvað skriffinnska er leiðinleg. Og þýsk menntapólitík. Og fullorðið fólk í sandkassaslag. Og... hmmm... það er svo miklu skemmtilegra að kenna! Áttaði mig seint og síðar meir á að eitthvað yrði að gera í málunum og eftir mikið og gott spjall við vini, fjölskyldu og jafnvel bláókunnugt fólk sem varð á vegi mínum - sem og stórgott ferðalag á ráðstefnu heima á Íslandi - sagði ég upp starfi mínu við Humboldt-háskólann og réði mig til stærðfræðikennslu við MH í haust. Hlakka ekkert smá til. Þess er loks að vænta að líf færist í bloggið á nýjan leik.

Engin ummæli: