12 október 2010

Kjarnorkumótmæli

Um miðjan september tók ég þátt í mótmælagöngu gegn áætlunum þýsku stjórnarinnar um framhald reksturs kjarnorkuvera. Það eru töluvert skiptar skoðanir um þetta mál en engu að síður voru svo margir mættir til mótmælanna að tíminn sem leið frá því að fyrstu menn gengu af stað þar til þeir síðustu lögðu í hann var rúmar fjórar klukkustundir. Svakalegt mannhaf!


Allt fór fram með ró og spekt og myndbandið sem finna mátti í vefútgáfu Spiegel í aðdraganda mótmælanna lýsti stemningunni engan veginn, en þar var dökkklætt grimmdarlegt fólk, eldur og óeirðalögregla og fleira miður skemmtilegt. Þvert á móti var þarna fólk á öllum aldri með lúðra, trommur, flautur og fána í friðsemdarbaráttuskapi og lögreglan sá vinsamlega til þess að stöðva umferð fyrir göngufólk og gætti að því að ekki skapaðist troðningur á lestarpöllunum í lok dagsins.

Engin ummæli: