16 maí 2010

Seattle, Vancouver og heimferðin

Frá Seattle var haldið með rútu til Vancouver. Ferðalanga bið ég að aðgæta vel skilmálana á rútumiðum peningaplokkaranna í Quick Coach Lines. Til að gera langa sögu stutta endaði ég á að þurfa að kaupa nýjan miða þótt ég væri með forpantaða miðann í vasanum ásamt kvittun! Algjört rugl. En annars lenti ég nú eiginlega ekki í neinu öðru veseni í Vesturför minni svo ég þarf ekkert að kvarta.

Vancouver séð frá Stanville Island

Á leiðinni til Vancouver kynntist ég finnskum hjónum sem hlógu að finnlandssænska hreimnum mínum og indælum háskólanema sem reyndi að hjálpa mér í baráttunni um rútumiðann minn. Það er alveg merkilegt hvað það er allt annað andrúmsloft í landamæraeftirlitinu á leið inn í Kanada heldur en bandaríska eftirlitinu á leið út úr Kanada. Í því síðarnefnda leið mér svolítið eins og stigið væri aftur á tíma Kaldastríðsins.

Ströndin við Stanville Island Park

Í Vancouver biðu mín Hallur, Andrea, Fönn og Dögun hoppandi kát að vanda. Hallur og Dögun héldu til Íslands daginn eftir en við Andrea og Fönn höfðum það heldur betur notalegt næstu daga við nám, bæjarrölt og útivist. Ætli myndirnar tali þar ekki best sínu máli? Ég hugsa það.

Granville Island Market

Á ferð minni um Campus fann ég þetta indíánasafn

Japanski garðurinn Nitobe á Campus

Wreck Beach - falleg og nánast mannlaus en einhver róni tók að elta mig...

... svo ég þaut upp tröppurnar þrjúhundruð og níutíu af ströndinni

Við Fönn fórum í hjóltúr um skóginn í leit að stíflu bjóranna

Þvottabjörn á ströndinni

Alls staðar eru ummerki um frumbyggjana

Við fórum í göngutúr á Grouse fjalli með nesti og kakó

Það þurfti að taka kláf til að komast upp

Grouse kláfurinn

Við Hudson Bay - það var ansiskondið að fylgjast með þessari brúðarmyndatöku

Andrea og Fönn á Pioneer Square í Seattle

Rölt um gamla bæinn

Fönn og brunaliðsmennirnir

Neðanjarðar í Seattle - litið upp gegnum glergangstétt

Seattle er víst upprunaborg kaffihúsakeðjunnar frægu

Í Seattle röltum við um gamla bæinn, fórum í neðanjarðarleiðsögn og borðuðum hamborgara með fínu sólarlagi. Ég svaf á flugvellinum um nóttina og get alveg hiklaust mælt með Seattle flugvelli sem náttstað.

Hamborgarar í kvöldsólinni

Seattle flugvöllur reyndist vera fyrirtaks svefnstaður

Það var svo sniðugt að eftir nóttina í Seattle vaknaði ég snemma á Vesturstrandartíma en eðlilega á Austurstrandartíma og flugferðin gekk ágætlega yfir Klettafjöllin í þetta skiptið með millilendingu í Denver. Ragna tók á móti mér í borginni sem aldrei sefur og við fórum á alveg frábæran grískan veitingastað, mjög hressandi eftir langt og strangt ferðalag.

Vorið komið í Morningside Park

Næsta degi varði ég í Morning Side Park, Harlem og á Broadway - sumsé kringum Columbia háskólasvæðið. Það styttist síðan í heimför og ég rétt náði að kíkja á MoMA áður en ég þurfti a þeysast út á flugvöll. Í biðröðinni inn á safnið hitti ég franska Couchsurfing stelpu sem er einlægur aðdáandi Matisse og hafði beðið eftir því lengi að geta virt fyrir sér fleiri verk hans í návígi. Við röltum saman um salina og skeggræddum hönnun og listir, höfðum töluvert frábrugðnar skoðanir á hinum ýmsu verkum en það var gaman að hafa félaga á safninu.

Litríkur skóli í Harlem

Úti á flugvelli fékk ég hamborgara að gjöf frá indælum Kanadamanni sem vorkenndi mér að vera frá Hrunlandi og eiga ekki næga dollara fyrir kvöldmat. Ætlunin var síðan að sofa í flugvélinni en sætisfélagar mínir, norskur flugmaður og þýskur wannabe-topseller-krimmahöfundur, voru ekki alveg á sama máli. Þeir dásömuðu sjálfa sig og vini sína hvor í kapp við annan alla leiðina. Hjálp! Það var síðan ósköp fallegt að lenda inn í morguninn á Íslandi og erfitt að átta sig á að ferðalagið vestur um haf hefði bara tekið einn mánuð allt í allt.

New York að næturlagi

Hér eru fleiri myndir frá Vancouver og Seattle. Takk kærlega fyrir mig Valla, Geir, kisa, Ragna, Stebbi, Eyvindur, Leifur, Ásdís, Daniel, Andrea, Hallur, Fönn og Dögun!

6 ummæli:

Liney Halla sagði...

gaman gaman gaman gaman :)

Nafnlaus sagði...

Identical time of day set up financial loans happen to be a sort of payday loans delivered in a thirty days length on unexpected emergency occasions.

They will don’t need your evidence of situations’ unexpected, neither they want surety,
credit ranking none other stuff. You can method
a holiday, a number of vital buys or even just cover your organization obligations – Similar evening
installation lending options will help you in different circumstances.
At present all of these personal loans can be purchased over the internet.Here is my page :: pożyczka na dowód

Nafnlaus sagði...

Similar day time installing financial loans are a
sort of payday cash advances presented for the 4 weeks period for disaster conditions.

Some people don’t will need the actual evidence of situations’ unexpected emergency,
niether they might require surety, credit profile none other stuff.
It's possible you'll system a vacation, a lot of essential expenses or simply deal with your
home business payments – Comparable time setting up mortgages will
assist you in different scenarios. Presently these kind of lending products are accessible on line.


Also visit my page; kredyty bez bik

Nafnlaus sagði...

Identical morning installation fiscal loans are usually a type of payday loans given
for a month period on unexpected emergency problems.
Individuals don’t involve the particular proof situations’ urgent situation, neither needed surety, credit ratings or other stuff.
You could program a secondary, a number of essential expenditures or perhaps cover your internet business purchases – Equal
evening payments fiscal loans can assist you in a situations.
These days all these borrowing products can be obtained
over the internet.

Here is my weblog ... kredyty chwilówki

Nafnlaus sagði...

Exact afternoon fitting financial products can be a variety
of payday loans supplied for your four week period time within disaster instances.

They will don’t demand that evidence of situations’ unexpected,
neither of the two they want surety, credit profile none other things.
It's possible you'll method a secondary, a few critical expenses
or perhaps take care of your corporation fees –
Very same daytime payment mortgages will let in any circumstances.

Right now these kind of financial loans are presented over the internet.


Have a look at my homepage ... pożyczki prywatne

Nafnlaus sagði...

Equivalent time sequel lending products happen to be a type
of online payday loans presented on a few weeks stage inside unexpected
emergency events. Individuals don’t have to have this evidence of situations’ unexpected,
regulations needed surety, credit file none
other stuff. You can program a vacation, a few important purchase or maybe take care of
your corporation purchases – Equal day setting up fiscal loans just might help you in a occurrences.
Right now a lot of these personal loans are on hand online.my webpage; szybka pożyczka