05 mars 2008

L.H. Kristindóttir í Freiberg

Jú mikið rétt, í titlinum er stafsetningarvilla. Lítið nú á ástæðuna:

Líneyju færðar þakkir

Hér í Freiberg eru nefnilega samankomnir allir jarðeðlisfræðingar Þýskalands til að stinga saman nefjum og prófessor Shapiro frá Freie Universität Berlin kom með þetta plakat:

Sólin skein á plakatið

Hann stingur raunar svolítið í stúf hér sýnist mér því helsta umræðuefnið þessa fjóra daga sem ráðstefna DGG (Deutsche Geophysische Gesellschaft) stendur yfir er jarðskjálftafræði. Honum Olaf félaga mínum fannst alveg nóg um og var kátur að fá eitthvað annað inn á milli til að krydda ráðstefnuna. Hann velti því líka fyrir sér hvar allir þessir jarðskjálftaeðlisfræðingar fengju eiginlega starf hér í Þýskalandi. Það er góð spurning...

Auðlindir og vísindi - veggmynd í húsinu sem hýsir jarðeðlisfræðideildina

Svona stafsetningarvillur eru ekki óalgengar. Til dæmis heiti ég Kristindottir í nemendaskránni hérna í Freiberg, Kritinsdottir í tölvunarfræðideildinni (þeir eru með sérskrá, mjög ópraktískt) og Kristinsdöttir í bankanum. Gaman að því.

Engin ummæli: