04 mars 2008

Sushigerðarkvöld


Delía var rangnefnd Dalía í færslunni um Möpkenbrot en hún heitir eftir grísku eyjunni Delos en ekki blóminu Dalíu. Dag einn í miðri prófatörninni fékk hún þá prýðisgóðu hugmynd að búa til sushi með Anne, Daniel, Kristinu meðleigjanda sínum og mér.

Daniel æfir sig í prjónhaldi

Í fyrstu hélt ég að hún ætlaði að nota hráan fisk og þar sem ég hef nú séð ýmislegt ferskara en "ferskan" fisk hér um slóðir þá ákvað ég að taka Ópalskot með í matarboðið svona til að hafa vaðið fyrir neðan okkur.

Skeptíkus með Ópal í seilingarfjarlægð

En Delía hafði þá keypt túnfisk í dós og reyktan lax svo það var engin ástæða til að óttast eitt né neitt. Við fengum okkur samt Ópal eftir matinn og læknuðum þar með Kristinu af kvefinu, eða svo vildi Kristin alla vega sjálf meina.

Kristin áður en hún fékk lausn á kvefinu

Þetta var hið skemmtilegasta matarboð og þar er undirbúningurinn ekki undanskilinn. Fyrst fengum við í hendurnar hnífa til að skera grænmeti og fisk í strimla, næst kom Delía með stórt vaskafat fullt af hrísgrjónum, bastmottur og þarablöð til að rúlla upp sushi-inu og loks var öllu komið listilega fyrir á skrautmáluðum diskum, breiddur út vaxdúkur og sagt gjörið svo vel.

Anne ræðst til atlögu

Engin ummæli: