03 febrúar 2008

Kvöld í Chemnitz

Við Anne skruppum til Chemnitz á fimmtudagskvöldið til að hlýða á upplestur smásagna. Wladimir Kaminer las jafnt birtar sögur sem óbirtar - blekið vart þornað á sumum blöðunum. Hann lýsir Þjóðverjum og þýskri menningu frá sjónarhóli innflytjanda og núna er hann líka búinn að búa svo lengi í Þýskalandi að grínið beinist æ meir að því hvernig hann og fjölskylda hans lagar sig að þýskum siðum, flytur inn rússneska siði og blandar öllu í graut.


Það var mjög hressandi að koma inn í salinn í Chemnitz og þekkja engan. Freiberg er svo lítil að líkurnar á því að mæta engum sem maður þekkir allan daginn eru hverfandi. Salurinn var þéttskipaður Þjóðverjum og þeir grétu af hlátri alveg til jafns við mig - hollt og gott að fólk hafi húmor fyrir sjálfum sér!





Engin ummæli: