Þið kannist kannski við að þurfa að bíða lengi eftir að komast að hjá lækni? Hér í Freiberg virkar það stundum svipað þegar maður vill komast í munnlegt próf. Held ég hafi byrjað að spyrja eftir próftíma í byrjun september og fékk loks endanlegt svar um daginn - kemst að í næstu viku. Eins og ávallt er frá mörgu að segja - ferð til Erfurt og alþjóðahelgi þar á meðal - en það verður að bíða betri tíma því nú á þessi bók og fyrirlestraglærurnar frá Niemeyer tíma minn allan:
Hafi einhver áhuga á myndgreiningu í fjarkönnun þá get ég mælt með þessari bók, hún er fantagóð, og satt best að segja bara gaman að lesa fyrir prófið... en ég mætti alveg hafa meiri tíma kannski (hvenær á það nú ekki við?).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli