Á siðaskiptadaginn, þann 31. október, var frídagur hér í Sachsen og einnig í nágrannaríkinu Thüringen. Við notuðum tækifærið og fórum í ferðalag til Erfurt, höfuðstaðar Thüringen - aðallega til að skoða borgina en ekki spillti svo sem fyrir að Lúther starfaði þar og því sitthvað um að vera í borginni (lesist: ekki allt lokað).
Hópinn leiddi einmana-reikistjörnu-bókin hans Albertos og svo rákumst við líka á heimamenn sem gátu sagt okkur sitthvað um borgina sína. Í hópnum voru auk mín þau Alberto frá Spáni, Anja, Judyta, Marek og Martyna frá Póllandi, Bernardo frá Brasilíu, Farruh frá Túrkmenistan, Mauricio frá Mexíkó, Serkan, Sinem og Utku frá Tyrklandi, Veronika og Viktoria frá Rússlandi og Ungverjalandi og Widia frá Indónesíu.
Læt svo bara myndirnar tala sínu máli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli