14 október 2007

Jújú

Allt leirtau og laus ílát stöfluðust upp í vaskinum, óhreint tau hrúgaðist upp, skrifborðið ekki lengur sjáanlegt og ísskápurinn tæmdist.

Það var einfaldlega of mikið að gera til að vaska upp, þvo þvott, taka til eða kaupa í matinn.

En bráðum kemur betri tíð... held ég... og uppvask dagsins er vonandi fyrsti takturinn í því tónverki!



Hef margar sögur að segja - en þær verða að bíða svolítið fyrst um sinn...

Engin ummæli: