16 janúar 2007

Allt í sómanum

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!

Auðvitað er laaangt síðan ég ætlaði að skrifa þessa setningu og koma út "ársskýrslu" en tíminn hefur flogið og ekkert víst að skriftunum ljúki fyrir febrúarlok - því er víst betra að láta vita af sér!

Dvölin í Bielefeld flaug hjá, skólinn byrjaði á fullu 3. janúar og nú nálgast prófin. Ég hef frá mörgu að segja en verð að geyma það enn um sinn til að geta einbeitt mér að próflestrinum. Kannski nota ég bloggskriftir sem hvíld milli lestrartarna en takist það ekki (hef samt grun um að það takist...) þá er von á næstu færslu í febrúar eða mars.

Þið kannski skrifið eitthvað skemmtilegt í skoðanagluggann á meðan bloggið liggur í dvala?

Engin ummæli: