Þarna voru prófin aaalveg að verða búin.
Síðustu dagar hafa þotið hjá eins og byssubrandur. Áður en ég vissi af var komin þétt dagskrá og ef einhver smuga var þá skipulagði sú mínúta sig sjálf á nóinu. Í þessum orðum skrifuðum tekur alvaran aftur við um stund því ég þarf að lesa fyrir hljómfræðipróf. Rosalega er erfitt að setjast niður og læra meira! Það liggur við að mig langi frekar að taka til heldur en troða meiri fróðleik í kollinn. Sem betur fer er hljómfræði skemmtilegt þrautapúsl og því er bara að bretta upp ermar og hefjast handa.
Mæli annars með útskriftarsýningu LHÍ í Hafnarhúsinu. Meðan þessi sýning var enn höfð hér í SS-húsinu á Kirkjusandi þá skaust ég alltaf þangað einhvern tíma í prófatörninni. Virkilega góð pása að ráfa um salina og fá fullt af nýjum hugmyndum alveg óháð skólanum. Í ár er sýningin að mínu mati vel yfir meðallagi - alla vega myndlist, fatahönnun og arkitektúr miklu betri en í fyrra.
Hlín með Alþjóðahúsið sitt
Engin ummæli:
Skrifa ummæli