11 maí 2006

Niðurtalningar

Prófsmóf...
  • 1 dagur í síðasta stærðfræðiprófið við HÍ
  • 2 dagar í síðasta þýskuprófið við HÍ
  • 5 dagar í síðasta vorprófið við TSDK
  • 7 dagar í síðasta hljómfræðiprófið við TSDK

Gamangaman!
  • 2 dagar í Pókók með Halaleikhópnum
  • 3 dagar í Mike Attack-ið hans Kidda
  • 4 dagar í próflokagrill Stiguls
  • 7 dagar í útskriftarferð til Barcelona
Súpa af fleiru...
  • 2 dagar í að ég taki mig á í íslenskukennslunni (grey tandeminn minn, hann hefur ekki alveg verið fremstur í forgangsröðinni þessa önnina!)
  • 3 dagar í útfyllingu fleiri eyðublaða, jeij! (hvað er þetta með Þjóðverja og eyðublöð?)
Nú er ég er búin að finna tónlistarskóla í Freiberg og líklega kennara líka. Það kemst vonandi á hreint bráðlega. Svo lítur allt út fyrir að ég fari bæði til Oslóar og Helsinki í haust með Nordklúbbnum - mæli með norrænu samstarfi!

Í sumar mun ég starfa enn sem oftar á Vatnamælingum og fæ víst loksins að fást við eitthvað tengt náminu: líkanagerð. Hef hingað til pikkað grunnrannsóknir inn í gagnagrunn og tekkað skýrslur. Já og ekki má gleyma mælingaferðunum, þær eru tvímælalaust skemmtilegasti parturinn af starfinu!

Engin ummæli: