Það verður víst einhver bið á því.
Eftir að hafa komist gegnum kuldaköst, Lapplandsreisu, aukaálagsvikur með tilheyrandi vökum fram á nótt yfir stærðfræðinni og hjóltúra í skólann í varla-hundi-út-sigandi-veðri er grautfúlt að lúta í lægra haldi fyrir lungnakvefi og pest akkúrat núna þegar álagið var loksins aðeins að þokast í áttina niður að því sem venjulegt gæti talist.
Get lítið kvartað samt. Líney Halla býr jú við mun stífara prógramm í eðlisfræðinni en gaf sér samt tíma til að kaupa handa mér hálsbrjóstsykur, sítrónur og engifer. Gott að eiga góða að. Heimatilbúni "sullseðillinn" undanfarna daga hefur samanstaðið af eftirfarandi:
- kæstur hákarl
- lýsi
- ógeðisdrykkur (engifer, hvítlaukur, cayenne-pipar og sítrónusafi)
- propolis-dropar
- sólhattur
- c-vítamín
- kanil-pipar-te
- norskir brjóstdropar
- ætihvannarmixtúra
- hvítlauksmjólkursull
- lakkrísrótarte
- sjómannsins besti vinur
- strepsils-hálsbrjóstsykur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli