02 desember 2005

Skrambakornið

Auk hins venjubundna háskólaþreks, jóga og sunds hef ég stundað Stigulsbolta einu sinni í viku í vetur. Þrusugaman. Þangað til fyrir rúmum mánuði að ég missteig mig illa. Misminni mig ekki þá hef aldrei áður misstigið mig að ráði en þetta var skrambi slæmt: trosnuð liðbönd. Bólgan mun víst ekki hverfa fyrr en að hálfu ári liðnu og ef ég ætla í bandý, fót-, hand- eða körfubolta þarf ég að nota "stuðningssokk"! Einnig er útséð með fleiri sandalafjallgöngur - þær verða allar farnar á gönguskóm hér eftir.

Það er þó bót í máli að háskólaþrekið, sund, badminton, blak og fleiri uppáhaldsíþróttir eru undanskildar sokkákvæðinu. Framundan er líka mikið kyrrsetutímabil við próflestur svo ökklinn ætti að hvílast ágætlega - alla vega fram að hoppi og híi hátíðanna.

Engin ummæli: