27 nóvember 2005

Gillígillígillííí

Að vísu er ég ekki mjög kitlin en einhverjum datt í hug að útbúa nýjan bloggklukkleik að nafni bloggkitlleikur og Valla kitlaði mig alla leið frá fílanna Delfí. Mér finnst gaman að telja upp svona atriði og reyna svo að berjast við fullkomnunaráráttuna í sjálfri mér (maður gleymir jú alltaf einhverju og þá er erfitt að breyta því ekki eftir á!) þannig að taddara...

Áður en ég dey ætla ég að...
  • ferðast út um allt - Ísland og heiminn
  • læra a.m.k. rússnesku, spænsku, frönsku og finnsku
  • skrifa einhvers konar bók
  • "pikka upp" allar bestu uppskriftirnar hans pabba
  • stökkva yfir sauðalegg
  • ná því að gera handahlaup
  • verða kerfisstjórafær í Unix/Linux
...eða ég mun a.m.k. gera mitt besta til að ljúka þessu af áður en kýr fellur af himnum ofan á mig.
Ég get...
  • reist horgemling
  • farið í brókina hans Skíða
  • mjólkað kú
  • vaskað saltfisk og sungið síðasta lag fyrir fréttir í leiðinni
  • skrifað með bæði vinstri og hægri hendi
  • vaðið straumhörð jökulfljót í lekum vöðlum
  • ekið slóðann inn í Fremstaver og fleiri torfærur nærri Kili
...og ýmislegt fleira skal ég ykkur segja!
Ég get ekki...
  • liðið ranglæti og ósanngirni
  • borið 100 kg mælingalóð ein
  • skipt um bjórkút á dælu
  • spilað hljómaraðirnar mínar á píanó
  • farið nákvæmlega eftir uppskriftum
  • setið fallega í sætinu mínu í skólanum
  • verið lengi kyrr eða þagað lengi í einu
...en ég stefni nú samt að því að læra bjórkútstrikkið.
Strákar heilla mig með því að...
  • sleppa sér í dansi
  • gera eitthvað klikkað, skondið og skemmtilegt
  • vera gegnheilir
  • það sé ekki pínlegt að þegja með þeim
  • nenna í göngur, ævintýri og aksjón
  • sýna ábyrgð og virðingu
  • hafa kynþokka og persónutöfra
...svona meðal annars.
Mig langar til...
  • Eistlands
  • Indlands
  • Ungverjalands
  • Austurríkis
  • Frakklands
  • Króatíu
  • Kanada
...æji og bara alltof margra landa!
Það kemur ósjaldan fyrir að ég segi...
  • Datt!
  • Hananú...
  • Ha?
  • Jibbí!
  • Heyrðu...
  • ...ekkert smá...
  • Hey, snilld!
...og þá er ég ekki að tala um þurrkað gras...
Núna sé ég...
  • orðabækur
  • gleraugu
  • veðhlaupara
  • kort af Svíþjóð
  • basískt hraun
  • kínalampa
  • blokkflautur
...og fleiri furðuhluti hér í herberginu mínu.

Haha! Búin!!! Ég ætla að kitla einhverja sjö í bókstaflegum skilningi (þeir mega alveg bloggkitla ef þeir vilja) en læt ekki uppi hverjir það eru því það á að koma á óvart

Engin ummæli: