Áður en ég dey ætla ég að...
- ferðast út um allt - Ísland og heiminn
- læra a.m.k. rússnesku, spænsku, frönsku og finnsku
- skrifa einhvers konar bók
- "pikka upp" allar bestu uppskriftirnar hans pabba
- stökkva yfir sauðalegg
- ná því að gera handahlaup
- verða kerfisstjórafær í Unix/Linux
Ég get...
- reist horgemling
- farið í brókina hans Skíða
- mjólkað kú
- vaskað saltfisk og sungið síðasta lag fyrir fréttir í leiðinni
- skrifað með bæði vinstri og hægri hendi
- vaðið straumhörð jökulfljót í lekum vöðlum
- ekið slóðann inn í Fremstaver og fleiri torfærur nærri Kili
Ég get ekki...
- liðið ranglæti og ósanngirni
- borið 100 kg mælingalóð ein
- skipt um bjórkút á dælu
- spilað hljómaraðirnar mínar á píanó
- farið nákvæmlega eftir uppskriftum
- setið fallega í sætinu mínu í skólanum
- verið lengi kyrr eða þagað lengi í einu
Strákar heilla mig með því að...
- sleppa sér í dansi
- gera eitthvað klikkað, skondið og skemmtilegt
- vera gegnheilir
- það sé ekki pínlegt að þegja með þeim
- nenna í göngur, ævintýri og aksjón
- sýna ábyrgð og virðingu
- hafa kynþokka og persónutöfra
Mig langar til...
- Eistlands
- Indlands
- Ungverjalands
- Austurríkis
- Frakklands
- Króatíu
- Kanada
Það kemur ósjaldan fyrir að ég segi...
- Datt!
- Hananú...
- Ha?
- Jibbí!
- Heyrðu...
- ...ekkert smá...
- Hey, snilld!
Núna sé ég...
- orðabækur
- gleraugu
- veðhlaupara
- kort af Svíþjóð
- basískt hraun
- kínalampa
- blokkflautur
Haha! Búin!!! Ég ætla að kitla einhverja sjö í bókstaflegum skilningi (þeir mega alveg bloggkitla ef þeir vilja) en læt ekki uppi hverjir það eru því það á að koma á óvart
Engin ummæli:
Skrifa ummæli