18 desember 2005
Jibbíjei
Síðasta prófið var í meira lagi asnalegt en ekki þýðir að pirra sig lengi á því enda gaman að vera búin í prófum svona snemma. Skrapp aðeins í Vatnamælingamatarboð á föstudaginn og át á mig gat. Pabbi er að fara að skipta um starf - flyst til um deild - og kom þá í ljós nokkuð sem okkur í fjölskyldunni hefur lengi grunað: Það þarf hvorki meira né minna en þrjá menn til að taka við öllu því sem hann hefur séð um síðustu árin og áratugina! Mér finnst nokkuð gott að rífa sig svona upp eftir 35 ár í starfi.Nú á eftir flýg ég til Akureyrar. Það vildi enginn gefa mér far. Nema fólk viti ekki af samferðasíðunni áðurnefndu? Ég held hreinlega að sveinkapokinn sem færa á ættingjum og vinum fyrir norðan sé stærri en farangurinn minn, alla vega hlýtur hann að vera þyngri. Konfektgerðin tókst sérdeilis prýðilega og pabbi fékk hreindýrahakk á síðustu stundu til að útbúa árlegt paté. Gaman að gefa svona heimahrærðar gjafir. Það er ekkert víst að ég komist í netsamband norðan heiða. Óska því öllum góðs gengis í prófunum sem eftir eru og hinum gleði og gamans á þessu litla sem eftir er af aðventunni. Góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli