26 desember 2005

Þetta stendur allt til bóta

Þrátt fyrir flug og fleira sniðugt í jólaglöggi Stiguls var haldið snemma heim. Velkæst skatan hjá afa á Þorláksmessu náði ekki einu sinni að kreista úr mér slappleikann en vonir standa til að ég verði orðin hress á morgun. Hvað sem sleninu líður voru þetta hin ágætustu jól og vona ég að hið sama hafi gilt á bæjum lesenda. Er ekki öllum sama þótt jólabréf ársins verði áramótabréf að þessu sinni? Gleðilega hátíð!Hér er ég í góðra vina hópi á Ósi - hver og hver og veit hvar ég er?

Engin ummæli: