06 nóvember 2005

Áfallahjálp

Nokkrir lesenda eru víst hrjáðir af sjúkdómnum yfirþyrmae langus bloggicus og liggja þungt haldnir eftir að hafa litið færslur hér á síðunni augum. Mér datt þá fyrst í hug að gera hreinlega stuttan útdrátt í lok langra pistla. Til að gefa forsmekk af þessu gæti skeytastíll síðustu færslu litið svona út:

Blokkflautur eru líka hljóðfæri. Samspil er skemmtilegt.

En úff! Þetta er leiðinlegt!!! Slæm hugmynd...

Næst datt mér í hug að benda á ævintýri Ásu í CERN sem skemmtilega sjokkþerapíu til að sigrast á sjúkdómnum. Raunar myndu margir lesenda þá slá tvær flugur í einu höggi því eðlifræðifóbía hreint og beint hlýtur að hverfa hverjum þeim sem les um æsispennandi kjarneðlisfræðitilraunir!

Ekki sem verst. Til öryggis býð ég þó upp á sígilda áfallahjálp: Don't panic!

Engin ummæli: