30 október 2005

Úti í Eyjum

Ráðstefna Íslenska stærðfræðafélagsins í Vestmannaeyjum var alveg geysilega skemmtileg. Við lögðum af stað í kafaldsbyl en skipsferðin var samt sem áður þægileg og ófærðin í Eyjum truflaði okkur ekki mikið. Fyrirlestrarnir voru hver öðrum áhugaverðari, Eyjamenn höfðingjar heim að sækja - aðstaða, matur og skemmtan öll hin besta. Veðurofsann lægði meira að segja. Hvað er hægt að biðja um meira? Jú, það hefði auðvitað verið ágætt að ná að lesa meiri stærðfræði, æfa á blokkflautur og skrifa greinar í áðurnefnt Gorm-blað en ég hefði nú samt ekki viljað missa af neinu í þéttskipaðri dagskránni. Þá er bara að ná upp svefni og spýta svo í lófana í fyrramálið. Takk fyrir helgina og góða nótt!

Engin ummæli: