27 október 2005

Er mig að dreyma?

Eftir að hafa fram eftir hausti fengið að kynnast því hvað einkennir kennara sem ekki vinnur vinnuna sína fáum við nú afleysingakennara í þrjár vikur sem kemst nálægt því að vera uppskriftin að hinum fullkomna kennara. Ætli við höfum ekki verið um sjö villuráfandi sauðir sem mættum ennþá í hálftilgangslausa tímana hjá fastakennaranum en núna þegar fréttist af þessum nýja fyllist kennslustofan. Enda hefur hann það fram yfir fastakennarann að mæta undirbúinn, með hlutina á hreinu og fær um að útskýra allt á minnst þrjá vegu - svo eitthvað sé nefnt. Hjá hinum var oft óljóst í lok tíma hvort það sem skrifað var á töfluna þann daginn hefði yfirhöfuð verið rétt og dæmaskil voru í vægast sagt mikilli óreiðu. Nú fáum við jafnvel skýr fyrirmæli um dæmi fyrir dæmatíma og eigum von á vikulegum skiladæmaskömmtum. Vill einhver klípa mig í höndina?

Engin ummæli: