04 desember 2008

Frau Dipl.-Math. Kristinsdottir

Jibbíjeij! Varnarfyrirlestri lokið, húrra! Það gekk auðvitað ekki alveg áfallalaust fyrir sig. Stuttu eftir skil skýrslunnar í þrívíðum jarðlíkönum datt ég nefnilega í kvefpest og lá í bólinu alla helgina. Fyrirlesturinn var því skrifaður í huganum í hitamóki og svo LaTeX-aður fram á síðustu mínútu.

Margir vina minna mættu til að hlýða á herlegheitin og þótti mér geysivænt um það. Fyrst fékk ég hálftíma til að halda fyrirlesturinn og svo tóku við spurningar leiðbeinenda. Þær tóku meira en klukkutíma (!), ég varðist eins og ljón og að þeim loknum var ekki bara ég uppgefin heldur flestir sem sátu úti í sal líka. Þetta endaði svo allt saman gríðarvel og núna má ég víst kalla mig Diplom Mathematiker þótt enn sé minnst ein vika af skriffinnsku eftir í að ég fái staðfestingarskírteinið um það.

Gaman, gaman, gaman!

Engin ummæli: