08 nóvember 2008

Allt að koma...

Jæja! Nú held ég hreinlega að það sem stendur hér til hliðar á síðunni sé að verða að veruleika. Alla vega þarf eitthvað mikið að vera að ritgerðinni minni til að leiðbeinendurnir stoppi mig af við að fara með hana í prentun núna á mánudaginn. Auðvitað er eitthvað snurfus eftir og ég þarf að undirbúa öll forrit á þar til gerðan gagnadisk og svoleiðis en það er allt létt verk og löðurmannlegt í samanburði við grettistak síðustu vikna! Bráðum get ég svo farið að birta hér pistla reglulega á ný - ég giska á eftir viku eða svo.

Engin ummæli: