25 september 2008

Haustsúpa

Fyrir tveim vikum kom haustið. Það gefur tilefni til að sjóða haustsúpu.

Haustmyndir í súpu

Haustkraftsúpa Bjarnheiðar - fyrir tvo (eða kannski þrjá matgranna... tekur mig a.m.k. þrjá daga að klára hana!)

Hráefni:

Ólívuolía
Laukur
Kúmen
Cayenne-pipar
Blandað grænt krydd (t.d. oregano, basilika, ...)
Svartur pipar
Gulrót
Sellerírót
Blaðlaukur
Steinselja
Rapunzel-Grænmetissoðduft
1,5 til 2 lítrar af sjóðandi vatni úr hraðsuðukatli
Bygggrjón

Aðferð:
Saxa lauk og hita í olíu í súpupotti við vægan hita meðan maður hitar vatnið í katlinum og hreinsar og saxar gulrót, sellerírót og blaðlauk. Kúmeni, cayenne-pipar, svörtum pipar og grænu kryddi slett í pottinn og saxaða grænmetinu bara sisvona jafnóðum og það safnast upp á brettinu. Svo er vatninu hellt yfir herlegheitin ásamt slatta af grænmetisdufti (ein matskeið per 0,5 lítra stendur á krúsinni svo það fara svona þrjár-fjórar slíkar í pottinn). Loks er steinseljan söxuð og bætt út í ásamt skvettu af bygggrjónum og allt látið sjóða svolitla stund.

Annars rakst ég á ansimerkilega rannsókn sem Halldóra fyrrum kórfélagi minn gerði fyrir meistaraprófsritgerð í lýðheilsufræðum og fjallar um tengsl menntunar og krabbameina. Það má lesa innganginn hér.

Engin ummæli: