Vorið kom um stund... nú skiptast á vetur og vor!
Hlið að gömlum heimakirkjugarði
Vindmylla
Orðaleikur á þýsku. Varð í öðru sæti af þremur og mótleikararnir báðir þýskir. Er það ekki bara nokkuð gott?
Morgunmatur fyrir kvefgemlinga að hætti Maríu
DDR-nammi handa vinum og vandamönnum
Bjarki ánægður með hindberjaísinn og matinn hans afa
Baldur bróðir, Matthías og Birte
Eldhúsið í rúst
Líney, Siggi og pabbi redduðu málunum
Stenslalist við Skólavörðustíginn
Leiðbeiningar handa Alþingismönnum og fleirum...
Við mamma hittum kisu í bæjarferð
Líney með spekingssvip
Siggi sker rúlluna sína
Hlynur, Kristín og Una kenndu okkur að búa til sushi og það var svo miklu einfaldara en ég hélt!
Á þessum fáu dögum tókst mér að rústa herberginu hennar Líneyjar enda engin ástæða til að eyða tíma í að hafa allt snyrtilegt þegar maður stoppar stutt á Íslandi, eða hvað?
Myndir af mótmælendum og sérsveit Kaupmannahafnar teknar út um gluggann og af götuhorni hjá Ölmu á Nørrebro.
Rólegur sunnudagsmorgunn og hverfisflóamarkaður handan við hornið.
Margir mættir að skoða
Kolólögleg spegilmynd af okkur Ölmu og Margit í listaverki Ólafs Elíassonar (ég get svo svarið að ég sá ekki fyrr en á útleiðinni að bannað væri að taka myndir!)
Snigill á hlýjum degi í Garsebach
Hið magnaða barokkverk Zwinger í Dresden
Horft til himins við innganginn
Skólabörn trilla fram hjá postulínsvegg sem sýnir fursta Dresdenborgar í réttri tímaröð
Fram þjáðir menn í þúsund löndum...
Gólf í Albrechtsburg í Meißen
Hurðir í Albrechtsburg og dómkirkjunni í Meißen
Gluggar í dómkirkjunni
Listmáluð loft í Albrechtsburg í Meißen
Veggmálverkið sýnir aumingjans apótekarastrákinn og félaga hans sem stórfurstinn lokaði inni í nokkur ár til að finna upp gull. Þeir fundu upp "hvítt gull" - evrópska postulínið - í staðinn.
Sjáið þið hvernig ß varð til? Meißen hét Meiszen uns s og z runnu saman í einn bókstaf!
Garður við dómkirkjutorgið í Meißen
Þök í Meißen
Gatan heitir frelsi. Meðal annars stendur skóli við frelsi þrjú...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli