13 ágúst 2006

Drííííngdrrrrrríng, Kleppur, góðan dag!

Síðustu dagar renna eiginlega saman í einn langan og ég er svo þreytt að frásagnir bíða bara betri tíma. Mamma segir alla vega að það komi ekki ein skiljanleg setning út úr mér og ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem ég hef lengt líf heimilisfólksins í dag. Hláturinn lengir lífið...Þetta hér að ofan skrifaði ég í gær en gleymdi að setja inn á síðuna því ég var að verða sein í afmæli Matthíasar frænda. Hann er orðinn 10 ára og mér sem finnst svo stutt síðan ég heimsótti Baldur bróður, Birte og bumbubúann í Brabrand!Fyrir þá sem eru farnir að huga að berjasprettu þá er hún víst komin ágætlega af stað í Haukadalnum en það þarf svona eina viku til viðbótar inni í Lækjarbotnum fyrir bláberin. Krækiberin hins vegar eru orðin stór og búttuleg, verst að við gleymdum berjatínunum, eða kannski "gleymdum" við þeim bara - við ætluðum jú bara rétt að kanna hvernig blámanum liði.Í dag var ég lítið peð í stóru tafli á Árbæjarsafni. Mitt hvíta lið undir stjórn Braga íslenskukennara úr MR beið lægri hlut fyrir þeim svörtu. Svo kíkti ég á nýju byggingartæknisögusýninguna og hún er flott! Það er líka búið að betrumbæta pönkhornið á diskó&pönk sýningunni (drasla svolítið til).

Ætli það verði nokkuð frekari frásagnir af helginni. Den var go'!

Engin ummæli: