Mér virðist sem nú sé nýjasta nýtt hjá stærðfræðiprófessorunum að fylgja kennslufræði Eggerts og hafa miðmisserispróf, hópverkefni og fleira miskræsilegt. Reynir hefur þó ekkert breytt sínum háttum og er það vel. Get ekki ímyndað mér að rökfræðiofurhugarnir hafi áhuga á miðmisserisprófi. Þeir mótmæla annars í skoðanaskiptaglugganum.
Þessi nýja (stutt síðan beiting hófst við stærðfræðiskor) gamla (langt liðið frá uppgötvun) kennslufræði hefur kosti og galla. Setur til að mynda venjulegu misserisrútínuna allnokkuð úr skorðum, gefur spark í rassinn við lesturinn og skapar almenna deilda-granngrúpu-ringulreið í kolli mínum. Við sjáum hvað setur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli