04 febrúar 2006

Týnd í skógi skiptinga

Ekki er ofsögum sagt að undirbúningur verkefnis fyrir samæfingar sé svolítil geðveiki. Það hefur hreinlega allt annað setið á hakanum: heimadæmi, lestur, skilaverkefni, hljómaraðir, ... jæja... ég undirbjó þó kennslu vikunnar enda ótækt að standa frammi fyrir bekk og hafa ekkert að segja!


Hef ástæðu til að ætla að þetta verði skemmtilegur fyrirlestur hjá okkur Gumma á þriðjudaginn. Við náum reyndar ekki að kafa djúpt í efnið á svona stuttum tíma en vonumst til að geta gefið gott yfirlit. Í síðustu viku stóðum við í skógarjaðri skiptinganna, um miðja vikuna vorum við alveg týnd í skóginum, í gær sveimuðum við yfir landsvæðinu í flugvél til að teikna kort af því helsta sem fyrir augu bar og í dag skrifum við ferðasöguna. Heilmikið ævintýri!

Engin ummæli: