22 september 2010

Hjólihjólihjóli...

Á hverjum degi hjóla ég fram og til baka í vinnuna kringum 50 mínútur hvora leið. Í gær setti ég nýtt met og var bara 40 mínútur að hjóla heim af því að ég tafðist í vinnunni og þurfti að drífa mig til að vera komin heim og geta tekið á móti rúminu mínu. Dásamlegt að sofa í rúmi aftur!

Stopp á rauðu ljósi

Smám saman safnast myndir frá leiðinni í og úr vinnu. Gamall prófessor sem kominn er á eftirlaun gaf mér góð ráð um hvernig ég kæmist hjá því að hjóla á stóru umferðargötunum með allri menguninni sem því fylgir. Þannig hjóla ég meðfram vatni og skógi, yfir brýr og fram hjá almenningsgörðum á hverjum degi.

Engin ummæli: