25 júlí 2008

Ísland bjargar öllu

Það var alveg yndislegt að komast heim.

Hitta fjölskyldu og vini, ferðast, slæpast og fara í gönguferðir.

Best að gera stikkorðalista yfir ferðina:
  • Laugarnesganga
  • tékkneskir vinir í heimsókn
  • fjölskyldumatarboð
  • yndislegt brúðkaup
  • vinafundir í veislu
  • dásamleg rigning og rok
  • sund
  • Heiðmerkurganga
  • ísbíltúr
  • kaffihúsferð
  • blokkflautuhittingur
  • pabbi sextugur
  • vinaganga upp að Glym í Hvalfirði
  • Stiglabjór á Austurvelli
  • útsýn yfir Reykjavík úr Þjóðminjasafninu
  • salsadanskennsla
  • sófaflakkarar og vinir úr öllum áttum á Prikinu
  • afmælishátíð á Bifröst
  • ættarmót að Laugum í Sælingsdal
  • brekkusöngur
  • selflutningur Króata
  • íslenskt landslag
  • Akureyri
  • ættarmót á Breiðumýri
  • sund að Laugum í Reykjadal
  • risagrill fyrir 240 manns
  • fót- og himnabolti
  • frost í tjaldi
  • glampandi sól og heiðskír himinn
  • vinkonusímtal
  • nammigott matarboð og trommuleikur hjá bróðurfjölskyldunni
  • kveðju skilað til tólf tóna
  • ...
Ég gæti talið upp endalaust og samt alltaf gleymt einhverju...

Myndir koma bráðlega.

Engin ummæli: