
Allt fór fram með ró og spekt og myndbandið sem finna mátti í vefútgáfu Spiegel í aðdraganda mótmælanna lýsti stemningunni engan veginn, en þar var dökkklætt grimmdarlegt fólk, eldur og óeirðalögregla og fleira miður skemmtilegt. Þvert á móti var þarna fólk á öllum aldri með lúðra, trommur, flautur og fána í friðsemdarbaráttuskapi og lögreglan sá vinsamlega til þess að stöðva umferð fyrir göngufólk og gætti að því að ekki skapaðist troðningur á lestarpöllunum í lok dagsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli