06 janúar 2018

Gleðilegt 2018 :-) Happy 2018 :-)

Deutsche Version hier - English version below (two climbing pictures between the IS & EN)

Myndir frá liðnu ári - Fotos vom vergangenen Jahr - Photos from last year

Kæru vinir og fjölskylda!

Ég vona að þið hafið haft það gott um hátíðarnar.

Þetta ár hefur hjá mér einkennst af útivist, klifri og vinnu við doktorsverkefni sem ég hófst handa við haustið 2016.

Í lok ársins 2016 og í upphafi ársins 2017 dvaldi ég í Linz í Austurríki við Johannes-Kepler háskólann en þar starfa ég með fleiri doktorsnemum í stærðfræðimenntun á framhaldsskólastigi og mun dvelja aftur á sama stað núna í janúar og fram í miðjan mars.

Meðan á verkefninu stendur er ég í launalausu leyfi í MH og er með doktorsnemastyrk til þriggja ára. Því get ég einbeitt mér að verkefninu að mestu. Þó gat ég ekki sleppt tækifæri til að taka þátt í kennslu bráðgerra nemenda í Linz í byrjun janúar og að þróa nýjan áfanga með Birgi Hrafnkelssyni prófessor í mars-júní sem nefnist Stærðfræðileg líkangerð fyrir starfandi stærðfræðikennara. Auk kennslunnar hef ég haldið áfram starfi tengdu stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, haldið erindi á nokkrum innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum bæði hérlendis og erlendis og komið að skipulagi tveggja ráðstefna - einnar alþjóðlegrar um notkun forritsins GeoGebru og einnar íslenskrar um stærðfræði á Íslandi. Nú í haust starfaði ég með nokkrum stærðfræðikennurum í framhaldsskólum hér á Íslandi sem prófuðu fyrir mig nýtt námsmatsefni og er þar með gagnaöflun fyrir doktorsverkefnið að mestu lokið. Við tekur greining gagna og ritun vísindagreina um niðurstöðurnar en einnig langar mig að ná nokkrum viðtölum í viðbót - hver veit nema það takist í vor eða næsta haust. Fræðast má um verkefnið mitt á heimasíðunni notendur.hi.is/bjarnhek

Fjallaskíði sameina fjallgöngu - gengið er á skíðum upp fjall með því að setja þar til gerð skinn undir skíðin - og það að standa á skíðum utan brautar. Félagar mínir vildu meina að þetta væri eitthvað fyrir mig og svo fór að ég mætti á snjóflóðanámskeið og lærði að skinna upp og skíða niður Bláfell, Snæfellsjökul, Bláfjöll og Skálafell. Vonandi gefst síðan tækifæri til þess að æfa betur skíðun utan brauta í Austurríki á þessu nýja ári sem hefst með stuttu fríi í skíðabrekkum.

Í febrúar fór ég til sjúkraþjálfara vegna álagsmeiðsla í öxl og lærði góðar æfingar til að takast á við það. Í síðasta tímann hjá sjúkraþjálfaranum mætti ég síðan á hækjum (!) eftir allsvakalega tognun aftanlæris á klifurmóti um miðjan mars. Ég vil meina að það sé góðum ráðleggingum sjúkraþjálfarans og því hversu virk ég er að hjóla að batinn varð skjótur - ég gat fljótlega haldið áfram að klifra og varði flestum helgum og lausum stundum í Klifurhúsinu, við kletta í grennd við Reykjavík eða undir Öræfajökli.Auk þess að stunda grjótglímu og hefðbundið klifur lærði ég betur að ganga á línu og kynntist dótaklifri í sumar. Þar má segja að leiðir séu nánast samdar á staðnum og notast við tímabundin tryggingartæki sem nefnast hnetur, hexur og vinir í stað þess að eiga vísa boltaða hringi í klettaveggnum. Gefur það klifrinu alveg nýja vídd! Engin ummerki eru skilin eftir og hentar þetta því vel á svæðum sem eru á náttúruminjaskrá eins og gildir um Gerðuberg á Snæfellsnesi. Einnig lærði ég að setja upp klifurleiðir í Klifurhúsinu í upphafi ársins og hef verið sæmilega virk í bæði að setja upp leiðir og að hvetja kynsystur mínar til að taka þátt í leiðarsmíð þar á bæ. Nú í haust tók ég síðan þátt í námskeiði til að bæta klifurtækni og ég vonast til að geta haldið því áfram í mars-maí og þannig undirbúið nokkur ókláruð verkefni á Hnappavöllum í Öræfasveit næsta sumar í kjölfarið.

Ömmur mínar urðu báðar níræðar á árinu og við héldum upp á það í stórum hópum ættmenna eða hálfgerðum ættarmótum - annars vegar matarboði og gönguferð fyrir norðan með ömmu Öllu í móðurættinni og hins vegar kökuboði og fjöldasöng fyrir sunnan með ömmu Eyju í föðurættinni. Það var alveg dásamlegt að hitta alla ættingjana svona á einu bretti.

Þetta ár hefur minnt mig og hluta vinahópsins allrækilega á það hversu mikilvægt það er að láta ekki stressið hafa yfirhöndina, gæta þess að fá góðan nætursvefn og hlusta á líkamann. Það er svo auðvelt að lenda í einhverjum vítahring þegar glímt er við stór verkefni eins og þróun kennslu, doktorsverkefni eða bókarskrif. Sem betur fer hefur mér tekist að halda mig réttum megin við línuna enn sem komið er og er það ekki síst hugleiðslu, klifri, jóga, sundi og góðum vinum að þakka. Förum vel með okkur!


A post shared by Örn Árnason (@oddinn81) on

Myndir úr Gerðubergi - Photos from Gerðuberg (©  Örn Árnason)

A post shared by Örn Árnason (@oddinn81) on


Dear friends and family! 

I hope that you had lovely and cozy holidays with your loved ones.

The past year has been a year of outdoor activities, climbing and a lot of work around the PhD project that I started in fall 2016.

At the end of 2016 and beginning of 2017 I stayed in Linz in Austria at the Johannes-Kepler University working with other PhD students in mathematics education and I will be heading there again in January-March next year. Whilst working on my PhD I am on a research leave from Hamrahlíð Junior College and a 3-year-grant from the University of Iceland makes it possible for me to concentrate on my PhD project. However, I could not resist giving gifted children in Austria a workshop on computational geometry and taking part in developing a new course at the university called Mathematical modelling for in-service mathematics high school teachers along with a professor of statistics. Also I have continued working with the committee preparing mathematics competitions for high school students, written and given talks at conferences and even participated in planning two conferences - one international for the Nordic & Baltic GeoGebra Network and one national for the Icelandic Mathematical Society. This fall I started working with high school teachers who tried out some new assessment assignments in their classes and the results of that work will form the base for my data. Still, I would like to involve one or two more teachers and probably will do so in spring or next fall. Next up is analyzing the interview data and writing some papers about the results. You can read a little about my PhD project here: www.bjarnheidur.wordpress.com

Ski touring combines hiking - one hikes up on skis by using skins under the skis - and backcountry skiing. My climbing buddies were convinced that this would be something I’d like and so I tried it out and ended up visiting an avalanche course plus skinning up and skiing down Bláfell, Snæfellsjökull, Bláfjöll, and Skálafell. I start the year with a short ski vacation in Austria so hopefully I will be able to train the off piste and downhill skiing in general there.

In February I went to see a physiotherapist because of some aching in one shoulder. He taught me some antagonist exercises that quickly made things better. To his great surprise I came to the last appointment on crutches (!) after having torn my left hamstring when bouldering. Probably his advice and my continuous enthusiasm for biking helped to get better quicker than usual and soon I was bouldering and climbing again either indoors at the local bouldering gym or outdoors near Reykjavík and far in the south-east by Öræfajökull glacier. This summer was spent not only bouldering and sport climbing but also slacklining and trad climbing. It adds a new dimension to climbing as one can decide where to put gear (hexes, nuts and friends) instead of having pre-defined bolt placements to clip into. This way one leaves no trace and thus can climb in protected areas like the basalt columns in Gerðuberg in Snæfellsnes. I also learnt some routesetting at Klifurhúsið bouldering gym in February and have been semi-active setting routes and encouraging female climbers to try out setting their own routes as well. In order to prepare for my open projects in Hnappavellir in Öræfasveit for next summer I decided to participate in a climbing technique course. It has been great so far and hopefully I can continue that in March-May to get even better prepared.

Both of my grandmothers turned 90 years old this year and we celebrated with our extended families - by having a big dinner and going hiking in the north with Alla amma and by baking cakes and singing songs with Eyja amma. It was brilliant meeting everyone and celebrating together.

Me and a part of my friend circle got really dramatically reminded this year how important it is to relax, get a good night sleep and be aware of listening to our bodies. It is far too easy to get stuck in a vicious stress cycle whilst tackling demanding tasks like teaching development, PhD projects or writing books. To fight this meditation, yoga, climbing, swimming and good friends have proven to be good companions. Let’s take care y’all!

03 nóvember 2016

Reddingar

Þegar ég flutti til Linz þá var ýmislegt sem þurfti að redda og það reddaðist flest fljótt og vel. Til dæmis fann ég snemma "Góða hirðinn" hér sem heitir Volkshilfe og fékk þar disk, bolla, glas, hnífapör, þurrkgrind og handklæði á slikk.


Þvottagrindin í notkun

Næst var það "bland.is" sem hér heitir "willhaben.at" og þar fann ég Mustafa sem drýgir eftirlaunin sín með því að safna gömlum ónýtum reiðhjólum, búta þau í sundur og setja saman nýtilegu hlutana í ný bútasaumshjól. Eitt þeirra keypti ég af honum á rétt rúmar fimmþúsund krónur. Það er frábært.


Bútasaumshjólið frá Mustafa

Skrifstofufélagar mínir komu mér síðan í samband við fjallgönguhóp (sjá myndir úr einni göngunni hér neðar) og við höfum hingað til aldrei verið fleiri en eitt frá hverju landi. Nú síðast vorum við frá Perú, Þýskalandi, Brasilíu, Serbíu og Íslandi.


Fagurt útsýni af Hohe Dirn

25 október 2016

Gengið á Almkogel

Á sunnudag tókum við daginn snemma - Diego frá Brasilíu, Tomás frá Spáni, Mihaela frá Serbíu og ég - og lögðum í lestarferð til Großraming. Frá lestarstöðinni við ánna lögðum við síðan á brattann upp úr þokunni sem fyllti alla dali í morgunsárið.

Kannski er auðveldara að skoða myndirnar með því að smella hér.

Gangan upp á topp tók þrjá og hálfa klukkustund, við sáum dádýr skoppa í þokunni og þegar við komumst upp úr skóginum var útsýnið dásamlegt og veðrið lék við okkur. Í lokin kemur hér panorama-mynd úr nokkrum myndum af toppnum:
21 október 2016

Vinna, klifur og sund

Lífið hér í Linz er frekar einfalt. Mestallan daginn er ég í vinnunni að lesa vísindagreinar, skrifa rannsóknaráætlun og ræða við hina doktorsnemana. Stúdentagarðarnir þar sem ég bý eru í 8 mínútna göngufjarlægð frá skrifstofum GeoGebra (þar sem ég vinn) og ef ég geng í 5 mínútur til viðbótar í sömu átt þá er ég komin í klifurhúsið.

Það er sundlaug hér á stúdentagörðunum EN því miður var henni lokað í júlí í sumar (hversu óheppilegt?!) vegna þess að hún uppfyllti ekki lengur gæðastaðla og borgin vildi ekki taka þátt í kostnaði við endurbætur. Ojæja, en ég get hjólað í sundlaug lengra í burtu á sunnudögum til hátíðarbrigða!Við bakka Dónár á leið í sundlaugina á sunnudegiÁ stúdentagörðum alþjóðanema fylgja sæng og koddi með herbergjunum og aðra hverja viku koma hrein rúmföt. Þvílíkt þægilegt. Mér líður dálítið eins og á farfuglaheimili árið 1991 (húsgögnin eru frá þeim tíma). Áætlun mín um að þurfa ekki að redda öllu eldhúskyns með því að velja herbergi án eldhúss mistókst samt gjörsamlega því þótt ég hafi aðgang að eldhúsi með milljón öðrum (ok ekki alveg milljón en samt að minnsta kosti 20) þá er það eldhús gjörsamlega TÓMT! Meira að segja grindin í bakarofninum er ekki lengur á sínum stað og þannig er það víst í öllum eldhúsum þessarar risastóru byggingar nema einu - sem veldur því að sú eina ofngrind fer á flakk (þótt hún sé oftast í græna eldhúsinu enda Indverjarnir sem stunda það eldhús laaangduglegastir að elda). 

Má með sanni segja að það er eins og að hoppa 10 ár aftur í tímann að búa á gangi með öllum Erasmus-nemunum. Þau halda partý, kunna ekki að þrífa eldhúsið og reykja á göngunum. Það þriðja er langverst því hurðarnar að herbergjunum eru svo óþéttar að reykjarmökkurinn kemur inn í herbergi. Ojbarasta! Almennt er afstaðan til reykinga hér allt önnur en heima. Við allar útidyr háskólans stendur hópur af reykingafólki í hverri pásu og þarf að vaða reyk í hvert skipti. Þvílíkur viðbjóður. Já og það reykja miklu fleiri hér almennt. Ullabjakk.


Horft af brú yfir Dóná í átt að hverfinu þar sem JKU og stúdentagarðarnir eru


GeoGebra-stofnunin (þar sem stærðfræðimenntafræðideildin er líka að hluta til húsa) er á jaðri háskólasvæðisins í þremur leiguíbúðum af því að háskólinn á við húsnæðisvanda að stríða. Vegna þessa þarf (heppilega) að taka tillit til annarra íbúa, jibbíjeij, svo ég veð bara reyk þegar ég mæti í tíma eða á fyrirlestra í öðrum byggingum skólans. Þar til Science Park 4 verður tilbúið (búið að byggja 1-3) árið 2019 er stofnunin innan um fjölskyldur, fyrirtæki og guðfræðibókasafn í stóru íbúðarhúsnæði annars vegar á númer 50 og hins vegar númer 54 við götuna sem liggur á háskólasvæðið.

Nú kemur smá frásögn af klifurhúsinu. Ef þú skilur illa hversu hugfangin ég er af þeirri ágætu íþrótt þá mæli ég með að horfa á þetta vídeó og hugsanlega hætta að lesa hér (gæti samt verið að þér þætti gaman að lesa meir, aldrei að vita).

Klifurhúsið er frekar stórt og bæði með sportklifri úti og inni, litlum grjótglímu-vegg úti og smá boulder-svæði uppi á hanabjálka inni. Leiðunum var síðast skipt út í desember árið 2015 (!!!) já jallamalla, hér er áherslan greinilega á sportklifrið frekar en boulder! Það er engin aðstaða til að hita upp eða gera styrktaræfingar og fyrst hélt ég hreinlega að það væru engin bretti til að hanga á (hangboard, er til íslenskt nafn?) á svæðinu.

Hvar haldiði að ég hafi síðan fundið hangi-gaurana? Á miðjum grjótglímuveggnum úti :-D Annar þeirra snýr öfugt (áhugavert!... sjá mynd hér neðar) og báðir eru mitt á milli allra hinna gripanna líkt og um venjuleg grip væri að ræða og það er ekki nógu mikill halli til að geta lyft fótunum neitt (?!). Þegar ég ræddi þetta við konuna í afgreiðslunni kom í ljós að hún vissi varla hvað ég var að tala um en áttaði sig síðan og sagði að það væri nú ekki stefnan hjá þeim að vera með einhvern þreksal. Enn fremur væri það mjög umdeilt hvort það ætti nokkuð að vera að teygja í klifri (?!?). Uhhh.... já...! Ég var eiginlega alveg orðlaus. Það er að vísu rétt að teygjur séu umdeildar í aðdraganda æfinga (sem hluti af upphitun) en enginn vafi virðist leika á að teygjur séu góðar í lok æfinga (sjá t.d. bækur Dave Macleod sem vísar í vísindagreinar úr læknisfræði, íþróttafræði og fleiri tengdum greinum um þetta).

Fann þessa mynd á FB-síðu klifurhússins - þetta skýrir ýmislegt! :-D


Á rúmri viku er ég eiginlega búin að prófa allar leiðir sem ég ræð við á boulder-svæðinu og miðinn sem ég hengdi upp með ósk eftir klifurfélögum hefur ennþá engu skilað... en sem betur fer leyndust nokkrir úr GeoGebra-forritunar-teyminu vera nýbyrjaðir að læra að klifra og einn þeirra á klifurlínu svo nú er ég búin að prófa að klifra þessa háu veggi bæði utan- og innandyra. Útiklifur í klettum er MIKLU skemmtilegra en svona gerviveggir - þótt þeir séu með einhvers konar sandpappírsáferð (svipað og ný grip) og litlum puttaholum á stöku stað - en þetta venst samt merkilega fljótt og líklega verður þolið meira því leiðirnar eru svo langar!

19 október 2016

Kynlegt

"Stelpur vilja meira vinna saman og strákar vilja frekar hafa keppni" fullyrti austurrískur athafnamaður í fyrirlestri um leikbundið nám á ráðstefnu hér í Linz dag og sýndi gamlar myndir úr LifeMagazine af strákum að boxa vs. stelpum haldast í hendur á skautum.

Ég BILAST!

Konan við hlið mér andvarpaði þegar ég ræddi þetta við hana og sagði "Dóttir okkar heldur mikið upp á fjólublátt og litli bróðir hennar sem dýrkar hana og dáir heldur því líka upp á þann lit. Um daginn hjólaði hann í fyrsta skipti án hjálpardekkja og ég póstaði mynd af honum á fjólubláa hjólinu sem hann fékk á eftir systur sinni. Fyrsta kommentið sem kom við myndina var ekki um hvað hann væri duglegur að geta hjólað bara þriggja og hálfs heldur spurning um af hverju hann væri ekki á strákahjóli".

Þegar ég sagði henni frá bleika deginum á íslenskum leikskólum og systursyni mínum í bleika prinsessukjólnum varð hún enn raunamæddari og sagði að hún gæti aldrei látið strákinn sinn í bleik föt, hann yrði bara laminn af hinum drengjunum á leikskólanum (??!) en hann gæti vel klæðst þannig heima og þar leyfðu þau honum stundum að setja teygjur og skraut í hárið eins og stóra systir.

Hér er mikið verk að vinna segi ég nú bara.

15 október 2016

Tyrkneskt kvöld og hjólatúr

Gamall maður sem kaupir löskuð hjól og gerir þau upp seldi mér skröltandi ryðgaðan hjólfák á ágætum dekkjum fyrir slikk í gær. Skal taka mynd og setja hér inn við tækifæri.
Í dag hjólaði ég í umhverfi Linz með brasilíska skrifstofufélaga mínum Diego. Hann þurfti að kaupa afmælisgjöf handa vinkonu sinni og bauð mér að koma með þar sem það væru svo falleg vötn rétt hjá búðinni sem við gætum farið og litið á í leiðinni. Google Maps sagði að spilabúðin væri bara 45 mínútna hjóltúr í burtu svo við ákváðum að hjóla frekar en taka sporvagn og strætó. Þetta varð hin ævintýralegasta ferð og endaði í alls 45 km!

Ég á ennþá eftir að skoða miðborgina hér í Linz en það er fallegt að hjóla meðfram Dóná háskólamegin og hrikalegt að sjá risastóru iðjuverin og málmblendið Linz-borgarmegin. Við reyndum að hjóla meðfram ánni þeim megin að hluta til og það endaði í öngstræti (lok, lok og læs og allt í stáli átti vel við þar) en við tókum því nú bara létt, skoðuðum opinmynnt risastórar deiglurnar hella glóandi málmi í fossum, hafnarkranana lesta skip með byggingarefnum og sáum endalausar lestarnar hlaðnar efnum og gösum líða hjá. Þetta er greinilega svakaleg iðnaðarborg og sum stærstu iðjuverin alveg inni í borginni, til allrar lukku er svæði Johannes Kepler háskólans í grænum útjaðri borgarinnar og eitt vatnanna rétt handan við hornið!

Við dvöldum reyndar ekki lengi við Pleschinger See (vatnið rétt hjá campus) að þessu sinni heldur fylgdumst bara með fólki grilla og hoppa á trampólínum við vatnið í fjarlægð þar sem við hjóluðum fram hjá á leið í spilabúðina. Hins vegar tókum við ágæta siestu við Pichlinger See eftir að hafa fundið spilabúðina (yfir 2500 spil og hægt að prófa flest þeirra á staðnum) og lögðum okkur stundarkorn á bakkanum, enda hjólferðin rúmlega hálfnuð. Einhver hinu megin við vatnið stýrði módelflugvél sem gat lent á vatninu og sjö veiðimenn með OFURmikinn útbúnað (hver einasti með tjald, legubekk, tunnur af ýmsum stærðum og gerðum, stangastanda, margar stangir, kælibox, hjólbörur, ...) dreifðu sér um bakka vatnsins þótt eitthvað virtist fátt um fiska.

Á leiðinni að Ausee lentum við út af kortinu og spurðum til vegar. Fengum upplýsingar ýmist um að það væru 5 km eða 10 km að vatninu og ýmist 10 mínútur eða 30 mínútur að hjóla. Svona er tími og fjarlægð afstæð í hugum fólks! Þangað komumst við þó á endanum og sáum vatnsbrettakappa leika listir sínar með því að halda í stangir sem héngu í kapalkerfi yfir vatninu hálfu - kapallinn dró þau milli stökkpalla og þrauta. Verst að það var ekki aaalveg nógu hlýtt til að synda í dag...
Ég tók því miður engar myndir í dag en læt hér fylgja myndir af tyrknesku kvöldi sem Selay og Seyma útbjuggu af myndarbrag í gær.

Diego, Caro og Zbyněk skera brauð


Caro, Markus og Diego raða á diska og útbúa klaka


Selay og Şeyma við tyrkneska borðið


Á leið í Mensuna á Campus Johannes Kepler háskólans