02 janúar 2022

Gleðilegt 2022 (og 2021) - Happy 2022 (and 2021)

Link zur Deutschen Version // English version below

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu árin!

Ég reyndi að skrifa pistil eins og venjulega í upphafi ársins 2021 en náði aldei að klára af því að kennsla og skrif tengd doktorsnáminu tóku yfir allt.

Hér á eftir fylgir því tvöfaldur pistill og fyrir þau sem ekki hafa tíma eða nennu í slíkt þá er hér örstutt samantekt:

Árið 2020 breyttist úr ári ráðstefna víða um heim í ár faraldurs. Ég gat með góðri samvisku (*hóst*) unnið allt sumarið, öll jól og áramót að doktorsverkefninu mínu (það mátti jú oftast nær ekki hitta neinn), fullkomnunaráráttan fór aftur á flug í kennslunni í MH veturinn 2020-2021 og um vorið fékk ég flensu (þó ekki covid) líkt og þegar ég var í framhaldsskóla að lokinni prófatörn. Sumarið 2021 lauk ég loks við doktorsritgerðina og í lok júlí, þegar loksins átti að slappa aðeins af, þá vildi ekki betur til en svo að ég ristarbrotnaði og gat ekki klifrað í 4 mánuði. Þrátt fyrir þetta tókst mér haustið 2021 að halda á lofti boltum í háskólakennslu, vinnu við Evrópusamstarfsverkefni, starfsþróunarverkefni fyrir starfandi grunnskólakennara og að verja doktorsritgerðina í október. Systkini mín hittu naglann beint á höfuðið um að ég mætti nú alveg fara að taka mér smá frí og ég stefni á langt frí frá miðju ári 2022 og til ársloka á þessu nýja ári. Þangað til er ég áfram við kennslu á Menntavísindasviði HÍ, tek þátt í þróun og hönnun verkefna sem tengjast reiknihugsun (e. computational thinking) í stórum evrópskum hópi og uni hag mínum ágætlega.

Ég vona að þið hafið það gott og séuð laus við veiruna skæðu!

Kærar kveðjur og vonandi getum við hist aftur á þessu ári eða því næsta :-)


Myndir frá 2020 - Myndir frá 2021


Eftir að hafa kvatt 2019 með dansi á hugleiðslusetri undir Esjurótum hófst 2020 í ægifínu matarboði á Nesveginum eins og Sigrúnar er von og vísa. Að venju hélt ég mig innivið meðan skotgleði landans gekk yfir - og mikið þótti mér aum niðurstaða fagnefndar sem átti að fjalla um flugelda á árinu 2020. Ég hefði viljað sjá þau taka skýra afstöðu um að leyfa flugeldasýningar en banna lausasölu á þessum heilsu- og umhverfisspillandi mengunar- og slysavaldi.

Líkt og þrjú ár þar á undan hélt ég af stað til Erasmus+ dvalar í Linz um miðjan janúar 2020. Þar tók ég stífar vinnutarnir í verkefninu mínu, starfaði með doktorsnemahópnum hans Zsolt, tók þátt í að skipuleggja ráðstefnu, hitti starfsfólk GeoGebru-stofnunarinnar og nýtti síðan kvöld og helgar til að klifra og skíða þegar kostur gafst á því. Helsta breytingin var að Diego doktorsnemabróðir minn frá Brasilíu var fluttur aftur heim og búinn að verja verkefnið sitt (vel gert!) og að hjólinu mínu hafði verið stolið... obbosí, ég sem hélt að það væri nógu óhrjálegt til að enginn myndi vilja ræna því! Sem betur fer fann ég fljótlega notað hjól í Volkshilfe (hliðstæða við Góða hirðinn) og svo er það nú eðli lifandi doktorsnemahópa að nýir félagar bætast við jafnskjótt og aðrir ljúka sínum verkefnum. Það var því nóg að gera við að kynnast nýju nemendunum og verkefnunum þeirra.

Snjórinn kom og við Peter klifur- og skíðafélagi nýttum tækifærið til að fara á fjallaskíði á Lagelsberg (2014 m) skammt frá Linz. Snjórinn fór áður en Schubi og Julia komu í heimsókn en þrátt fyrir snjóleysið var afar fallegt um að litast í dagsferð okkar til Gmunden. Við héldum líka spilakvöld og fórum í bíóbrunch í sniðugum menningarklasa í miðborg Linz. Klasinn inniheldur m.a. bókasafn, listasafn, barnamenningarmiðstöð, veitingahús, bar og bíó og á sunnudögum er hægt að panta brunch á veitingastaðnum og mæta þaðan beint í bíó.

Þótt það væri snjólítið í Linz var alveg hægt að ferðast upp í fjöllin. Eina helgina lá leið mín í helgartúr með Noah og Philipp og félögum þeirra til Pinzgau við Hohe Tauern þjóðgarðinn. Þvílíkir dýrðardagar í fögrum fjallasal! Ég verð að viðurkenna að það var ansihreint móð og másandi og búin-á-því Bjarnheiður sem silaðist upp síðasta spölinn á Wildkarspitz (3073 m) eftir 1500 m hækkun þann daginn. En eftir smá hvíld og fjallate frá Philipp þá kom orkan aftur og brekkurnar voru dásamlegar alveg þangað til við villtumst inn í einhvers konar skógarrennu neðst í fjallinu og ég endaði á að renna mér á rassinum hluta af síðasta spottanum, afar "glæsilegt". Þetta var mjög góður hópur og skynsamlegar ákvarðanir teknar - til dæmis snerum við við í miðri brekku Mitterkar þegar rauð flögg tóku að hrannast upp (snjóflóðahætta), tókum skyndiákvörðun um að dýfa okkur í hressandi kalda á í dalbotninum og náðum samt að skíða í öðrum dal, neðan við Gerlossee, hvert með sínu lagi.

Um miðjan febrúar tóku jólarósir (helleborus niger, Schneerose eða snærós á þýsku) að gægjast fram (mjög snemma!) í skógarbotninum. Var vorið komið? Við Peter skildum skíðin eftir heima og gengum á Hochbuchberg (1273 m) eina helgina en fundum síðan svolítinn snjó og fjallaskíðuðum á Tannschwärze (1533 m) einni viku síðar. Miklar sveiflur í hitastigi einkenndu þennan tíma því helgina þar á eftir voru kirsuberjatrén farin að blómstra í Linz - í lok febrúar. Þá ákváðum við að nýta okkur skíðasvæðið í Hinterstoder og fundum meira að segja nýfallinn snjó utan brauta efst á svæðinu.

Jafnvel í Tirol voru fjöllin bara hvít rétt í toppinn. Ég fór þangað í stutta helgarferð í byrjun mars til að heimsækja skíðavini, hitta Láru & Pierre og Nóu og Línu í klifurhúsinu, heilsa upp á Martin úr doktorsnemahópnum og fjölskyldu hans í Innsbruck, og Láru vinkonu í Schwaz. Þegar hér var komið sögu var vissulega farið að fréttast meira af farsóttinni þótt hún virtist enn svo fjarlæg. Stjórnvöld í Ischgl og nágrenni skutu skollaeyrum við tilkynningum frá Íslandi og samkvæmt vefsíðum fyrirhugaðra ráðstefna sumarsins - í Shanghai og Khon Kaen - virtust þær vera á áætlun.

Svo breyttist allt á nokkrum dögum, herflugvélar sveimuðu yfir borginni, starfsfólk háskólans fór að pakka niður tölvuskjám og flytja með sér heim á heimaskrifstofuna og ég ákvað að taka lestina fyrr til München til að verða ekki innlyksa í Austurríki þegar raddir um væntanlega lokun landamæra urðu háværari. Í München tók við sama þróun og hafði átt sér stað viku fyrr í Linz. Við komuna stóðu hundruð manna í hnapp inni í veislutjaldi á Viktualienmarkt og það var varla þverfótað fyrir fólki í Enska garðinum og svo nokkrum dögum síðar breyttist andrúmsloftið og fólk sást á vappi með risapakkningar af klósettpappír og hillur búða tæmdust af pasta og fleiri endingargóðum matvörum.

Fluginu mínu var aflýst ítrekað og á endanum ráðlagði Borgaraþjónustan mér að fá einhverja heima á Íslandi til að hringja í flugfélagið. Mamma hafði símann á hliðarlínunni í rúman hálftíma og tókst að breyta fluginu þannig að ég kæmist heim gegnum Lundúnir. Á fyrri flugleggnum var fargestum dreift þannig að minnst 2 metrar væru milli allra en á þeim seinni var pakkað í vélina til að allir kæmust örugglega með heim. Ég fór í sjálfskipaða sóttkví (eða eiginlega einangrun, því ég fór ekkert út til að hætta ekki á snertismit í sameigninni) enda búin að vera í Austurríki, Þýskalandi og á flugvöllum og bara aldrei að vita nema ég hefði smitast. Svo reyndist þó ekki vera.

Ég hafði svosem nóg að gera, tók við kennslu (sem varð fjarkennsla) og verkefnayfirferð af samstarfsmanni sem fór í fæðingarorlof og fann upp ýmsar aðferðir til að gera æfingar heimavið. Síðan tóku við fjölmargar gönguferðir um Laugarnesið þegar ég mátti fara út á ný, skrepptúr á Skálafellið, óvænt afmælis-Zoom-gleði og vorskíðun á Hengilssvæðinu. Inn í það allt saman fléttaðist greining gagna og helgarferð með vinum á Tröllaskagann til að skíða svolítið í sólinni.

Þar sem ekki mátti hittast innandyra þá voru vinahittingar flestir skipulagðir utandyra með lautarferðum, fjallgöngum, ratleik um Heiðmörk, dagsferðum í klifur og þess háttar. Bjarki bróðursonur minn náði þó að halda stúdentsveislu innandyra fyrir nánustu fjölskyldu áður en ströngustu samkomutakmarkanir voru settar. Guðný vinkona mín var öll að hressast sumarið 2020 eftir langvarandi veikindi og komu þau Valentin og Bergur með upp á hálendið í stutta en góða ferð á Hveravelli. Eftir á að hyggja tók ég ekki nóg frí sumarið 2020 heldur vann gegnum mestallt sumarið. Aðeins í ágúst greip ég tækifærið til að fara í klifurferð norður á Strandir í góðum hópi brasklúbbsins Arbida.

Um haustið setti ég upp fjarkennsluaðstöðu í svefnherberginu og flutti rúmið mitt yfir í herbergið sem ég hafði fram að því leigt út - það virtist ekkert vit í því að leita að nýjum meðleigjanda í þessu covid-ástandi. Það var yndislegt að koma aftur í MH. Ég kenndi að vísu bara einum hópi til að geta klárað doktorsverkefnið meðfram kennslunni en líkt og oft vill gerast þá tók kennslan yfir mikinn hluta tímans, enda bæði ástríða og áhugamál að prófa alls konar nýjar aðferðir við fjar- og staðkennslu milli þess að skrifa greinar og bókarkafla í náminu.

Jarðskjálftum á Reykjanesi tók að fjölga og nemendur mínir, sem voru mörg að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti (á alþjóðabraut í MH eru oft nemendur sem eru nýflutt til landsins) vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í fjar-kaflaprófi þegar skjálfti yfir 5 að stærð reið yfir. Mér fannst þetta mjög forvitnilegt og fór í nokkrar ferðir á Reykjanes til að ganga um bæði hraunbreiður og fjöll. Það átti síðan eftir að kitla tröllin því nokkrum dögum eftir eina slíka ferð á Fagradalsfjall með Katli og fleirum í mars 2021 hófst gos...

Í upphafi árs 2021 fórum við Ketill í stutta skíðaferð norður til Akureyrar og ég náði að kasta kveðju (úr fjarlægð, með grímu) á frændfólk mitt þar. Ketill lærði að fjallaskíða á skömmum tíma og dró mig nokkrum sinnum út til að skinna og skíða um vorið. Við fögnuðum líka þegar ég skilaði fyrsta heildaruppkasti að doktorsritgerð til leiðbeinenda minna í janúar 2021 og strax og gosið hófst í mars þá fórum við daginn eftir til að skoða herlegheitin, mögnuð upplifun það.

Ráðstefnur sem hafði verið frestað sumarið 2020 færðust yfir á netið 2021. Það er ekkert smá erfitt að halda einbeitingu langa Zoom-fundi og erfitt að fá þennan nauðsynlega skammt af gagnrýni sem venjulega fylgir ráðstefnum. Líklega er það vegna þess að engin tækifæri gefast til skrafs og ráðagerða inn á milli erinda og funda. Annars þá fékk ég sem betur fer mjög góða, gagnlega og uppbyggilega gagnrýni frá doktorsnefndinni minni vorið 2021 og náði að endurbæta og skila af mér ritgerðinni til andmælenda í byrjun júní. Síðan var ég mjög þakklát þegar það tókst að halda eina litla ráðstefnu í Kaupmannahöfn haustið 2021 og hitti þá nokkra samstarfsfélaga aftur í raunheimum eftir mjög langt hlé.

Eftir að hafa skilað ritgerðinni lá leiðin norður á Strandir til að skoða fossinn Drynjanda í Hvalá. Það var verulega góð leið til að fagna ritgerðarskilunum. Við Ketill fengum líka að hitta hann Finn litla son Guðnýjar og Valentins í júní, þegar þótti óhætt að hleypa að nánustu vinum og fjölskyldu að tveggja mánaða unganum litla. Ég skilaði af mér bókarkafla sem mun vonandi koma út á þessu ári í safnriti um nýjustu strauma í notkun tækni við stærðfræðikennslu undir lok júnímánaðar og fór í bólusetningu gegn covid um svipað leyti. Það sést á myndum frá þessum tíma hvað ég er orðin þreytt! Enda þverbraut ég, því miður, allar reglur um hvíldartíma á lokaspretti ritgerðarskrifanna og við skrif bókarkaflans.

Í júlí komu Yoann og Nora í heimsókn og við fórum að sjálfsögðu upp að gosstöðvunum og aðeins inn á hálendið, svona meðan ég mátti vera að milli vinnutarna. Einhvern veginn gekk það hægt og illa að vinda mig niður í vinnu. Enda fór það svo að fyrsta dag í fríi undir lok júlímánaðar þá lenti ég illa eftir fall í leiðsluklifri á Hnappavöllum og reyndist eftir mikið jaml jupl og fuður vera ristarbrotin. Mér fannst þetta undarlegt, að geta ekki stigið í fótinn í mánuð en þrír læknar fullyrtu að ég væri bara tognuð, þyrfti enga mynd (sum þeirra bara horfðu á fótinn, snertu hann ekki einu sinni). Sem betur fer trúði heimilislæknirinn minn mér og sendi mig í myndatöku! Hugsa að framvegis muni ég að frekjast til að fá mynd, sama hvað. Sem betur fer greri þetta á endanum þrátt fyrir talsverðan beinbjúg og slæmt brot.

Tímann sem ég var hvað verst haldin í fætinum nýtti ég í það að klifurnördast og undirbúa íþróttalýsingu klifurgreina fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Það var ekkert smá skemmtilegt að búa til ný íslensk orð yfir hvaðeina sem snertir hraðaklifur, grjótglímu og leiðsluklifur. Þegar loksins kom í ljós að ég væri brotin var síðan gott að eiga ísklifurvini sem geta lánað alstífa gönguskó sem eins konar spelku utan um brotna fótinn! Síðan fékk ég innlegg til að setja í venjulega skó og gat þannig farið á ráðstefnuna fyrrnefndu í Kaupmannahöfn. Á heimleiðinni af ráðstefnunni kom ég við í Düsseldorf og náði að hitta vini og fara á listasafnið.

Það var dálítið erfitt að geta ekki klifrað í haust og þannig fengið hugsanafrí. Ég mátti að vísu synda og hjóla en það er hvort tveggja hreyfing sem kemur ekki í veg fyrir að ég geti hugsað um vinnuna og verkefnið á meðan. Til að ná smá hvíld í aðdraganda doktorsvarnar ákvað ég því að taka smá áhættu og mæta á raftónlistarhátíðina Extreme Chill Festival. Það er alveg hægt að gleyma sér í takttónlist og sjónlistum sem fylgja henni. Síðan rann upp doktorsvarnardagur, bjartur og fagur. Vörnin gekk vel og vinir, samstarfsfélagar og fjölskylda lögðust á eitt til að hægt væri að halda ærlega upp á þessi tímamót um kvöldið. Það var hápunktur ársins að hittast yfir góðum mat og spjalla og dansa síðan inn í kvöldið (ég var í stígvélum með stuðningi til að verja brotna fótinn) undir taktföstum tónum frá Atla Viðari plötusnúðs-snillingi. Ég hreinlega vaknaði hlæjandi fjóra daga í röð af tilhugsuninni einni saman um hvað þetta var skemmtilegt!

Áfram hélt kennslan á Menntavísindasviði og síðan var ýmislegt sem braut upp dagana í nóvember. Fyrst tók ég óvænt þátt í ævintýri þegar María Huld hringdi og bað mig um að stökkva inn á síðustu stundu í frumflutning Are we Ok? í Hörpu. Mjög fallegt tónverk eftir Maríu og dansverk eftir Daniel Roberts sem kallaðist á við bygginguna á alveg einstakan máta. Næst tók ég þátt í að halda Eystrasaltskeppnina í stærðfræði með tíu erlendum þátttökuþjóðum hér í Reykjavík um miðjan nóvember, en ég hef komið að skipulagi stærðfræðikeppni framhaldsskólanema og ýmsu því tengdu undanfarin 10 ár. Loks var síðan komið að fundi Nordic & Baltic GeoGebra Network í Þrándheimi í Noregi, en innan þess félagsskapar varð einmitt fyrsti vísirinn að doktorsverkefninu mínu til. Virkilega gaman að hittast aftur augliti til auglitis og skipuleggja starf næsta árs.

Árinu lauk síðan á rólegu nótunum enda faraldurinn aftur kominn í hæstu hæðir. Öllum stærri fjölskylduboðum um jólin var aflýst, bara róleg samvera með foreldrum mínum og ömmu og litlir vinahittingar milli jóla og nýárs. Síðan flúði ég út á land í sumarhús til Guðnýjar og fjölskyldu hennar um áramótin til að forðast flugeldamengunina. Mjög notalegt. Ég lýk þessu með hlekkjum á myndasöfn frá árunum 2020 og 2021. Líkt og sjá má þá prjónaði mamma á mig þrjár peysur í faraldrinum og talsvert var um rölt í nærumhverfi hér í Laugarnesinu.

ENGLISH VERSION

Happy New Year!

My attempt at writing this annual post failed at the start of 2021 as I was drowning in teaching and thesis writing that over flooded everything. Therefore, a double post will follow and those of you who neither have time nor zest for long reading, this is a short summary for you:

2020 changed rapidly from the planned year of many conferences to year of pandemic. Lucky and privileged as I am, living safely in Iceland, I used the opportunity (given by no social events finding place) to work all summer long, through the holiday season, evenings and weekends (nope, not healthy) on my thesis - since it was not allowed to meet up with people anyway. I was back teaching at high school in the winter 2020-2021 and perfectionism woke up and grew such that after finishing the teaching in spring, I caught a flu just like back when I was a teenager finishing my exams. Summer 2021 I finished writing my doctoral thesis and at the end of July, when I finally squeezed in a holiday longer than three days, I had an accident, broke a bone in my foot and could not climb for 4 months. Despite this, I managed teaching at university, collaborating with colleagues via European and Nordic-Baltic projects, giving workshops for in-service teachers and to defend my thesis - all in fall 2021.  My siblings told me that I really could do with a holiday and now I aim for a longer holiday starting mid-2022 to recharge after this intense period. Until then, I keep teaching at the University of Iceland School of Education, participate in task design on the topic of computational thinking with a European team and am quite enjoying my work and life in general.

I hope that you are all doing well!

Best wishes and hopefully we can meet again in person in the next few years :-)


2020 in photos - 2021 in photos


After saying goodbye to 2019 via dancing at a meditation center by the foot of mountain Esja, 2020 started at a dinner party with friends. Icelanders are still crazy about their fireworks, so I stayed inside on New Years Eve - I really wish this cause of pollution and accidents (the common crazy use of fireworks) could be restricted in some way or another.

Similarly to the three preceding years, in January I went to Linz for an Erasmus+ stay. Always good to join Zsolt's group of doctoral students and do some intense working sessions: taking part in planning a conference, meeting up with the developers of GeoGebra and then using evenings and weekends for climbing and skiing whenever possible. The greatest change from previous stays in Linz was that my doctoral brother Diego had moved back to his home country Brazil and already defended his thesis (nice job!) and that my bike had gotten stolen... ooops... I had really thought that it looked bad enough not to be of interest to thieves! Fortunately, I pretty soon found a replacement in a thrift store (of the kind where all the money goes for charity) and of course we had some new members in the group of doctoral students so I was not lonely!

As soon as it started snowing, I went with my climbing+skiing buddy Peter to Lagelsberg (2014 m) for some backcountry skiing close to Linz. The snow disappeared again before my friends Schubi and Julia arrived for a visit, but it was very beautiful anyway on our daytrip to Gmunden. We also did a game night and went for a cinema brunch in the cultural center of Linz. This center includes a library, arts museum, children cultural museum, restaurant, bar, cinema... and on weekends they offer the combo of brunch and cinema.

Despite the lack of snow in Linz, there was quite some snow in the mountains. One weekend I joined Noah and Philipp and their friends Anna, Clemens and Lilly for a trip to Pinzgau in the national park Hohe Tauern. Amazing days in these beautiful mountains! I have to admit that I was totally out of breath and at zero energy level when finishing the 1500 m altitude gain of the day to get on top of Wildkarspitz (3073 m). However, after a short break and tea from Philipp, the energy came back and some kind of a skiing dream followed until we got lost at the foot of the mountain and I ended up sliding "elegantly" with my skis on the shoulder for the last tricky part (haha). It was a fantastic group - careful and decisions made to bail when red flags (avalanche danger) started showing on our way up Mitterkar the day after. Instead, we went down again, skinny dipped in the river and changed our course to a different valley below Gerlossee where everyone found a different piste to their liking.

Already at mid February the Christmas roses (helleborus niger, black hellebore) started shining on the bottom of the forest (quite early!). I went hiking with Peter to Hochbuchberg (1273 m), thinking maybe spring had arrived, but the weekend after we found some snow to ski on Tannschwärze (1533 m). What followed were quite some changes in the temperature - giving rise to cherry blossom at the end of February in Linz (!). We decided to try out the ski area in Hinterstoder, since there was not much snow elsewhere close to Linz.

Even in Tirol, the mountains were only white at the top. I went there for a short weekend trip to visit friends and family. It was my first time to meet my cousins' twins Nóa and Lína, and of course Pierre and Lára suggested that we'd go climbing at the local Innsbruck gym - these girls will grow up climbing, biking and skiing for sure. Then I visited Martin (from the group of doctoral students) and his family, and of course we discussed a bit the recent news about some sickness that might be starting (and would later be the pandemic). I also visitied my friend Lára (yes, she and my cousin have the same name, they even live in neighboring towns) in Schwaz. Despite the news from Ischgl and other ski areas, no actions were yet made regarding a new pandemic and the organizers of planned conferences in Shanghai and Khon Kaen seemed to still aim for action.

Well, we all know what happened then. Within a few days the atmosphere changed. Suddenly I saw military in the streets and some military air crafts above the city, the staff at the university started packing their screens for home office and I decided to take an earlier train to Munich to not get locked behind borders and unable to board my planned flight. Groundhog day started as upon arrival in Munich people were chilled and cheering on the square, clinging glasses and celebrating - just before heading into lockdown a few days later, carrying big packages of toilet paper and shelves in stores emptied of pasta and conserves.

My flight got canceled over and over again and the civil service in Iceland advised me to find someone in Iceland to contact Icelandair for getting the flight changed. My mom stayed on an endless "you are number 52 in line..." call to get me a ticket via London back to Iceland. On the first leg of the flight passengers were distributed with 2 meters distance and on the second leg it was packed with people (not many flights left to Iceland). I decided to isolate for two weeks upon arrival at home - after all I had been in affected areas - but I did not catch covid.

No need to feel bored in isolation: online teaching via Zoom, grading assignments, home exercises... After isolation, I walked to the sea shore, went climbing, had a surprise Zoom-party on my birthday and went skiing in the spring snow of the Hengill area close to Reykjavík. I also did an intense period of data analysis and went for one weekend to Tröllaskagi up north to ski in the sun.

It was forbidden to meet up inside, so instead meeting up with friends was planned via pick nick in the park, hiking, daytrips for climbing, etc. My nephew Bjarki was able to give a party at his graduation in the spring for the closest family, but soon after that no gatherings were allowed anymore. My friend Guðný was finally getting better after a long period of fatigue, so she and Valentin joined me and Bergur for the highlands around Hveravellir in the summer. I did not take enough holiday in 2020, but rather continued to work throughout the summer. Only in August, I took a week off for a climbing trip to Strandir on the Westfjords with a nice club of Arbida brothers.

In autumn, I prepared distance learning from my bedroom and moved my bed to the room where usually my flatmates were living - it made no sense to look for a new flatmate in the midst of a pandemic. It was wonderful to teach at Hamrahlid Junior College again. I only had one group though, since I was still working on my PhD, but as you know - the law of gas applies to teaching - it takes up most of one's time. I tried out thinking classroom methodologies and various other tasks and group work projects that I had been learning about via my PhD studies. All in all I felt well prepared for the distance teaching. In between I also worked on papers and book chapters for my PhD.

Reykjanes started shaking more frequently and my students, most of which were experiencing earthquakes for the first time (in the international program, students often have only lived in Iceland for a short time when they start the program) were quite shaken during one of the part exams when a magnitude 5 earthquake hit. I was very curious and went for hiking in Reykjanes a few times during the winter, unaware of the trolls plan to open up craters in spring and puke out some lava! Shortly after hiking on Fagradalsfjall, an eruption started in spring 2021.

In January 2021, I went with Ketill for skiing up north in Akureyri and I said hi to my relatives from a distance, taking all precautions due to the pandemic. Ketill quickly learnt backcountry skiing and often dragged me out to hike and ski during the spring. We also celebrated my first full draft of the PhD thesis and as soon as the eruption started in March, we hiked to see the crater, so magnificent. 

Conferences that got postponed from 2020 to 2021 ended up being online conferences. It is quite tough to keep concentrated during a week full of Zoom meetings and also the constructive critique that one normally receives in person at a conference was hard to give and receive. Probably, because there are no coffee breaks - or at least not as usual. Fortunately, my doctoral committee supported me really well with good and constructive critique in spring 2021 and I am sure that the thesis was much easier for opponents to read after I re-structured it following the advice of Peter Liljedahl, Zsolt and Freyja. Thankfully, in September a small conference was held in person in Copenhagen, and just meeting everyone from that working group again was extremely helpful also. Seeing each other online simply is not the same!

After finalizing my thesis and sending it off to opponents, I went to the Westfjords hiking in Strandir. We checked out the waterfall Drynjandi in Hvalá river on a beautiful day, perfect way to celebrate the final thesis point. In June, me and Ketill got to meet Guðný and Valentin's son Finnur - he was 2 months old and it simply had been too risky to allow other than the closest family to meet him until then. I also handed in a book chapter for a Springer book on Mathematics Education in the Digital Era (2nd ed.) and went for my first shot of covid19-vaccine around the same time. One can visibly see in photos from that period how tired I am! Unfortunately, I broke my rules on rest and sleep in the final sprints of writing.

In July, Yoann and Nora came for a visit. We hiked to the volcano and in the highlands. It was hard for me to wind down from working hard, so I did not join them for all their hikes and adventures. Tired as I was, I ended up having an accident on the first day of planned holidays, breaking my foot in an unfortunate pendulum lead fall in south east Iceland. Three doctors said I was only twisted, but finally my GM doctor accepted to send me to X-ray and CT which revealed a truly broken bone. In future, I will fight harder for such imagery. Despite a badly broken bone and swollen tissue from the long time of not totally knowing I was broken, I managed to heal nicely in the end.

During the time I could not walk, I read and prepared for my role as a climbing sport commentator for the Icelandic Broadcasting Service during the Olympics in Tokyo. It was so fun to let the climbing nerd in me roam around the internet gathering information and creating new Icelandic vocabulary for various side of the disciplines of climbing. When it finally was official that my foot was broken, I borrowed stiff ice climbing boots from my friend to protect the foot and had some shoe inserts made to be able to join the conference in Copenhagen. On my way back from Copenhagen, I had to stay overnight in Düsseldorf and managed to meet up with friends and visit the art museum.

It was hard not to be able to climb and thus release my mind from thoughts about my PhD project. I was allowed to swim and bike, but during these two sports it is quite possible to think! Therefore, I had to find other means to clear my head before the doctoral defense and ended up taking the risk of visiting a small music festival called Extreme Chill Festival. Live electronic music with visuals all around can have similar effect on me as climbing. Then, defense day arrived, bright and beautiful. The defense went well and my friends, colleagues and family all helped to create a wonderful party in the evening. It was the highlight of the year to meet, eat, chat and dance (I had stiff boots to protect the broken foot) to techno beats from DJ Atli kanill. After the party, I woke up laughing four days in a row, just at the thought of how fun it had been!

I continued teaching at the University of Iceland School of Education. In November, I also joined some adventures. First, supporting María Huld, jumping in at the latest moment to sing in the choir at the premiere of Are we OK? in Harpa concert hall. Such a beautiful piece with dance by Daniel Roberts. Both music and dance wove themselves into the corridors and stairs of Harpa in a unique way. Second, planning the Baltic Way (mathematics competition) in Reykjavík for youth from 10 countries (mainly the Nordic and Baltic countries). Thirdly and finally, I finally got to meet my friends from the Nordic and Baltic GeoGebra Network in Trondheim, Norway, but within that network, the first seed for my PhD project was planted. It was so wonderful to meet again in person after long time of online teaching and online meetings.

The year ended slow as the pandemic was again on the rise. All family gatherings were cancelled and I simply enjoyed meeting with my parents and grandma and doing small meetups with friends outdoors between Christmas and New Years. For New Years Eve, I fled the firework pollution to go to the country side with Guðný and her family, very cozy. This post ends with some pictures from 2020 and 2021. As you can see, my mom knitted three sweaters for me during the pandemic and I took on many a hike in the neighborhood of Laugarnes.