08 maí 2006

Öll hjálpargögn leyfileg


Það væri svo ósköp notalegt, hentugt og þægilegt ef ég mætti taka litla krossfarann á myndinni með mér í grannfræðiprófið á föstudaginn!

Hingað til hefur það nefnilega ekki brugðist að þegar ég er hvað örvæntingarfullust yfir einhverju grannmynstrinu þá þarf ég bara að hóa í Líneyju Höllu og segja henni frá pælingum mínum og hókuspókus dæmið leysist! Hún þarf bara að kinka kolli og hlæja að mér og klappa mér á öxlina.

Þess ber að geta að Líney kann samasem ekkert í grannfræði (bara ogguponsu um mengi og firðrúm) og því alls ekki um það að ræða að hún leysi dæmin fyrir mig... en ég er samt ansi hrædd um að hún falli ekki undir skilgreininguna á "öll hjálpargögn leyfileg"...

Engin ummæli: